Home › Forums › Umræður › Skíði og bretti › Vinnsla á gönguskíðum › Re: Re: Vinnsla á gönguskíðum
31. January, 2011 at 10:41
#56263
Ólafur
Participant
Kerti henta ágætlega við rómatískan kvöldverð en síður sem rennslisáburður undir gönguskíði. Hvernig skíði ertu með (riffluð eða áburðarskíði, touring stálkantaskíði eða brautarskíði)? Hvað viltu gera? Ertu að bera undir rennslisáburð eða fattáburð?
Ef þú ert að bera rennslisáburð undir þá er straujárn möst. Síðan er algjört lykilatriði að skafa áburðin undan og bursta með nælonbursta.
Það er hægt að nota ‘gamla straujárnið hennar mömmu’ en það getur samt verið vafasamt. Skíðastraujárn vinna á lægri hita og eru þal með nákvæmari hitastilli. Ef þú notar gamalt venjulegt straujárn þarftu að passa vel að brenna ekki botninn á skíðunum.