Re: Re: Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland?

Home Forums Umræður Skíði og bretti Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland? Re: Re: Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland?

#57839
Ingimundur
Participant

Vetrarbúnaðarpælingar fá mesta athyglina á spjallborðinu þessar stundirnar. Það segir sitt, takk fyrir ábendingarnar.

Já, verðin á klakanum eru ekki beint innan míns ramma svo maður sletti nú.

Ég þykist vera raunsær, ekki er púður á fjöllum alla daga og því kýs ég skíði sem hægt er að keyra í harðfenni líka, takk fyrir ábendinguna um þann þátt Ágúst. En þó ég eigi Double X banditta (veit, örmjó kvikyndi) þá er ég samt ekki á hreinu með að skíða í ís á skíðum með mitti (90 60 90), er það ekkert erfiðara?

Guðjón þú mátt alveg upplýsa hvar, hvenær og hvernig þú verslaðir þér þína gripi erlendis :)

Annað, hvað er hámarksbreidd sem gáfulegt er að hugleiða, breitt er þungt og erfitt að keyra nema suddapúður sé eða hvað?

Fyrir ykkur sem eru tvítóla, bæði fjalla- og telemarkskíðandi, er ekki hægt að skipta einfaldlega út plötum með bindingunum á, flestir eru með upphækkanir eða hvað?

Ingimundur