Re: Re: Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland?

Home Forums Umræður Skíði og bretti Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland? Re: Re: Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland?

#57838

Ég er nú ekki mikill skíðaspegúlant en ætla samt að leggja orð í belg.

Er með Black Diamond Drift skíði eins og Guðjón. Mjög fín í púðrið og virka vel í braut sem og blandað færi. Eru samt í það mýksta ef þú ætlar ekki bara að skíða púður.

Á þeim hef ég Dynafit bindingar og er mjög ánægður með þær.
Kostir
-Léttar
-Þægilegt að stíga í bindingarnar þegar að maður kemst upp á lagið með það. Mér finnst ég þurfa að stíga léttar í bindingarar til að þær smelli fastar en á Fritschi. Mikill kostur ef maður er að stíga í bindingarnar í bratta.

Ókostir
-Ís getur safnast undir spennnuna á framstykkinu sem þarf að hreinsa út
-Götin á skónum fyrir bindingarnar eyðast með tímanum.

kv. Ági