Home › Forums › Umræður › Skíði og bretti › Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland? › Re: Re: Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland?
30. August, 2012 at 12:04
#57852
Ingimundur
Participant
Lúkkið skiptir miklu máli, það er orðið ljóst af umræðunni! Kannski ég sleppi að endurnýja skíðin svo ekki verði (tísku)slys á fjöllum..
Þetta var allt svo einfalt í fortíðinni þegar fjalladót var ýmist rautt, blátt eða svart (breski stíllinn). Svo kom bleiki og skærliti fatnaðurinn a la Chamonix og þá versnaði í því. Og nú er allt í munstrum svo ekki hefur það batnað!
En ég er miklu nær um hvað skal skoða (nei, held ég sleppi að læra vel á bretti í bráð Snorri) og verð vonandi kominn á eðalteppi þegar skíðafært verður. Þakka kærlega hispurslausar ábendingar og persónuupplýsingar!
Ingimundur