Re: Re: Tryggingamál

Home Forums Umræður Almennt Tryggingamál Re: Re: Tryggingamál

#57393
2808714359
Member

Passið ykkur allaveg mjög vel þegar þið gangið frá tryggingunum ykkar. Lesið skilmálana en treystið ekki bara “tryggingaráðgjöfunum” sem þið talið við.

Eftir einhverja tryggingaumræðuna hér á Ísalp fyrir nokkrum árum fór ég í gegnum tryggingaskilmálana mína hjá TM og komst að því að ég var ekki tryggður í fjallabröltinu. Ég ræddi við þjónustufulltrúann minn hjá TM og gekk frá þessu máli.
Nokkrum árum síðar skifti ég um tryggingafélag og fór yfir til VÍS og ræddi þetta sérstaklega við ráðgjafann sem var að selja mér trygginguna. Hann fullyrti að í þeirri tryggingu sem ég væri að kaupa væri ég tryggður í fjallamennsku og klifri. Því miður treysti ég ráðgjafanum og las ekki sjálfur skilmálana.
Rúmu ári eftir að ég keypti þessa tryggingu hringdi í mig annar starfsmaður VÍS til að kanna hvort ég væri ánægður með þjónustu VÍS (auðvitað, ég fæ reikninga í haimabankann og borga, frábær þjónusta). Við lok samtalsins spurði hann mig að því hvort ég hefði einhverjar spurningar sem mig vantaði svar við. Það hefur eitthvað verið að naga mig því ég spurði hvort ég væri ekki örugglega tryggður í fjallamennsku og klifri og fékk þá svarið að svo væri ekki.
Ég fór auðvitað og ræddi aftur við þann sem seldi mér trygginguna og fékk þá staðfestingu á því að ég væri ekki tryggður. Auðvitað mundi sölumaðurinn ekki eftir okkar samtali meira en ári fyrr en ég mundi þennan hluta mjög vel þar sem ég ræði bara við tryggigafélag einu sinni á tveggja ára fresti og lagði í þetta skiftið sérstaklega áherslu á þetta mál.

Til að fá tryggingu í fjallabrölti og klifri þarf ég að borga 40.000 kall aukalega. Ef þetta hefði verið í upphaflegu tryggingunni hjá VÍS hefði ég ekki flutt viðskiptin frá TM þar sem munurinn var minni en það. Það sem er verra er að ég er búinn að vera trygginalaus í eitt og hálft ár án þess að vita það.

Munið að lesa tryggingaskilmálana þó þeir séu drepleiðinlegir eða takið upp samtalið við sölumanninn.

kv
Jón H