Home › Forums › Umræður › Almennt › Til hvers isalp.is? › Re: Re: Til hvers isalp.is?
Hæ
Góð og þörf umræða. Ég hef, eins og þið hinir, tekið eftir því að umræður sem áður hefðu skýlaust ratað á síður ísalp fara í æ ríkari mæli fram á Facebook. Eins og Ági bendir á hefur maður séð umræðum um hinar og þessar græjur, myndir úr ýmsum ferðum og upp á síðkastið lýsingar á aðstæðum hér og þar.
Auðvitað finnst mér leiðinlegt að ísalp, og þá sérstaklega ísalp vefurinn, njóti ekki lengur trausts sem vettvangur fyrir svona skoðana- og upplýsingaskipti. Hitt er svo annað mál að ég gæti líklega passað mig að fylgjast (enn) meira með fésinu og reynt að fá þær upplýsingar sem ég áður fékk á isalp.is þaðan. Kannski getur okkar heimatilbúni vefur einfaldlega ekki lengur keppt við facebook, þar sem allir virðast eyða fleiri tímum á dag.
Auðvitað langar mig mest til að breyta hugsunarhætti íslenskra klifrara og fjallamanna á þann hátt að þeir leiti fyrst og fremst á Ísalp vefinn þegar kemur að svona löguðu en það er kannski til of mikils ætlast. Væri klúbburinn ef til vill betur kominn ef hann legði þennan vef einfaldlega niður og færði sig alfarið yfir á facebook? Tæknilega hugsa ég að það sé alls ekki óhugsandi, þó að vissulega fái ég óbragð í munninn við tilhugsunina. En á mót spyr maður; hvað þarf að gerast með þennan vef til þess að fólk komi hingað, deili myndum og upplýsingum um aðstæður?
Ég er svosem ekki með svör á reiðum höndum og þetta leiðir hugann að annari mikilvægri spurningu, til hvers er Íslenski Alpaklúbburinn?
Allez!
Skabbi