Re: Re: Snjóflóð í Glerárdal

Home Forums Umræður Almennt Snjóflóð í Glerárdal Re: Re: Snjóflóð í Glerárdal

#58088
Karl
Participant

Á http://www.n4.is er ágætt viðtal við vélsleðamanninn sem setti af stað flekahlaupið á nýjársdag. Þetta var þriðja flóðið hans í ár, hann var í hópnum sem setti af stað flóðið vestan í Kerlingunni í mai og hann lenti meinlausu kófi frá stóru flóði á akstursbanns/vatnsverndar svæðinu norðan Mannshryggjar eftir stórviðri í haust.
Viðtalið er ágætt og einnig myndirnar sem fylgja.
Öll þessi flóð falla í beinu framhaldi af miklum skafrenningi og mikilli ofankomu og þeir eru á ferðinni strax og styttir upp.

Ég sá ekki allt viðtalið en mér sýndist að í það vantaði aðal atriðið; –þeir voru á ferðinni áður en snjóþekjan náði að setjast eða falla.

Gott væri að fá linkinn hingað inn ef e-h er hagvanur á N4.