Re: Re: Slys í Kverkfjöllum – staðsetningar?

Home Forums Umræður Almennt Slys í Kverkfjöllum – staðsetningar? Re: Re: Slys í Kverkfjöllum – staðsetningar?

#56874
Öddi
Participant

Var að vinna lengi á Sólheimajökli og var orðinn langþreyttur á að smala broddalausu fólki á stuttbuxum og með litla krakka niður af jökli. Þó að Sólheimajökull sé auðveldur yfirferðar þá eru stórir svelgir neðarlega á honum og heppni að ekki hafi orðið alvarlegt slys til þessa. Svo var staðsettningin á varúðarskiltinu alger brandari. Neongult skilti sem var staðsett upp á jökli fyrir framan hellinn og laðaði að sér óbúið fólk upp að hellinum í stað þess að fæla frá :-s
Hjá Falljökli erum við búin að setja upp skilti sem segjir fólki að vera ekki að fara á ísinn án búnaðar og reynslu eða með leiðsögumanni.
Kv.Öddi