Lokun Skálafells er skandall en sýnir kannski best að skíðamenn hafa engan vegin sömu ítök og áhrif innan borgarkerfisins og hefðbundnu íþróttafélögin. Það er eins og ráðamenn átti sig heldur ekki á því að skíði eru stórt fjölskyldusport.
Á undanförnum árum er búið að byggja upp íþróttahús, sparkhallir, sundlaugar og annað fyrir hundruði milljóna en þegar kemur að því að spara dettur engum í hug að loka eða draga úr starfsemi þar – bara á skíðasvæðunum. Það er talað um að það kosti 12-15 milljónir að opna Skálafell í vetur og þegar fjárhagsáætlun ítr er skoðuð er þessi upphæð dropi í hafið.
Nokkur dæmi:
Sundhöllin ein og sér (sem hefur næst minnsta aðsókn lauganna í rvk) kostar meira en skíðasvæðin (mv að Skálafell væri í gangi líka). Samt eru 5 aðrar laugar í rvk.
‘Húsaleigu og æfingastyrkir’ er liður sem kostar 1.654 milljónir (!!), hækkar um 70 milljónir frá því í fyrra (sem er núverandi rekstrarkostnaður Bláfjalla). Væri fróðlegt að sjá hvert þessir peningar eru að fara. 15 milljónir fyrir að opna Skálafell eru dropi í hafið í þessu samhengi.
Laugaból (Þróttarhúsið??) kostar 135 milljónir. Íþróttahús KHÍ kostar 27,9.
Sjá: http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-4347
Þegar kemur að skíðum er áhugaleysi ráðamanna algert – spurning um að setja upp tvö mörk í Skálafelli og sjá hvort einhver vakni þá?
órh