Re: Re: Professionals at work

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Professionals at work Re: Re: Professionals at work

#57365
1811843029
Member

Eins og Skarphéðinn bendir á er búið að taka þetta myndband út sem bendir til þess að mennirnir hafi kannski séð þessa umræðu eða aðra svipaða, og sjá vonandi þennan póst.

Þó fólk leggi mismunandi skilning á hvað er hættulegt þá er öllum ljóst sem stunda ísklifur að það sem við sjáum á þessu myndbandi býður uppá allskonar leiðir til að slasa sig illa.

En til að vera örlítið uppbyggilegur þá bendi ég þeim sem gerðu þetta myndband og öllum öðrum sem langar að læra hvernig á að stunda þetta sport af öryggi að skella sér námskeið til að læra undirstöðu atriðin. Batnandi mönnum er best að lifa og allt það.

Þeir sem gerast félagar í Isalp fá einmitt slík námskeið á frábærum kjörum.

Dagsetningar á námskeiðum fram á vor eru hér:

https://www.isalp.is/dagskra.html

Atli Pálsson
Formaður Isalp