Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Professionals at work › Re: Re: Professionals at work
Hæ
Sko…
Það sem þessi gaurar voru að gera var náttúrulega yfirmáta heimskulegt, það hljóta flestir sem sáu þetta myndband og e-ð vit hafa á ísklifri og jöklamennsku að geta verið sammála um það.
Það að enginn þeirra skuli hafa slasast við þetta er náttúrulega bara tilviljun, í versta falli hefði þetta endað í stórslysi. Mér finnst alveg að það megi láta þessa drengi aðeins heyraða, vonandi átta þeir sig á því að þetta var ekki sniðugt, langt því frá.
Nú er búið að taka vídjóið út, sem bendir til þess að þeir eða e-r þeim tengdur hafi orðið var við umræðuna. Ég vona svo sannarlega að þeir hugsi ögn betur um líf og limi næst þegar þeir bregða sér á jökul.
Skabbi