Re: Re: Óhapp í Stardal

Home Forums Umræður Klettaklifur Óhapp í Stardal Re: Re: Óhapp í Stardal

#56853
2802693959
Member

Skilt þessari umræðu eru varhugaverðar tryggingar.
Var í Sauratindum á þriðjudaginn var og klifraði aðra boltuðu leiðina (þá sem er hægra megin). Klifrið var alger snilld í einu orði sagt en í fyrri megintryggingunni var uppskrift að klassískri dauðagildru þar sem sling hafði verið vafið í hring og svo settur á þá torkennilegur hnútur sem mér sýndist vera einfaldur fiskimanna hnútur.
Dauðagildra vegna þess að þessi uppsetning er betur þekkt sem American death triangle og að eini hnúturinn sem nota ætti á slinga/borða/tape er “borðahnútur” (en. Water knot).
Vegna þessa og eins vegna aldurs og útlits slingsins setti ég prússikband í trygginguna en hafði slinginn til vara. Fyrir sigið batt ég hann svo upp á nýtt en hefði kannski betur fjarlægt hann.
Þessu er hér með komið á framfæri.
kv, Jón Gauti