Re: Re: Nýir gönguskór?

Home Forums Umræður Almennt Nýir gönguskór? Re: Re: Nýir gönguskór?

#56131

Halló

Ég er ekki Scarpa maður í gönguskóm.

Átti í mörg ár Meindl Island sem voru alveg hreint æðislegir,en svo gáfu þeir upp öndina.

Prófaði Scarpa skónna sem allir eiga, Ladakh, því að ég hafði heyrt vel af þeim látið.
Vonbrigðin voru mikil því þeir pössuðu engan veginn á mínar lappir
og svo hef ég heyrt að gæðin í framleiðslunni hafi dalað seinni ár.
Að endingu seldi ég þá fyrir 3 árum og hef ekki átt hálf stífa gönguskó síðan.

Það sem ég nota núna er La Sportiva Makalu í allt nema ísklifur og vetrarfjalla/jöklaferðir.
Þeir eru á milli þess að vera alstífir og hálf stífir sem hentar mér vel því ég fór síðast í bakpokaferð haustið 2008.
Það er hægt að nota smellubrodda með þeim en sólinn er ekki eins stífur og t.d. Scarpa Freney eða á öðrum alstífum.
Þetta er sú týpa af La sportiva sem mér sýnist endast best. Endast betur en Nepal Evo og svipað og Nepal Exrteme.

Svo er geta sérsniðin innlegg gert gæfumun, sérstaklega fyrir þá sem vinna við það að labba.

Svo á ég strigaskó frá þessum. Þeir eru einnig með vandaða gönguskó á 2007 verði.

Ági

ps. Hvar hafa menn verið að láta endursóla gönguskó og alstífa? Er með gamla góða Salomon sem mættu alveg fá nýja sóla bráðum.