Re: Re: Klifurbelti til sölu.

Home Forums Umræður Keypt & selt Klifurbelti til sölu. Re: Re: Klifurbelti til sölu.

#55695
0801667969
Member

Mér hlýnaði um hjartaræturnar þegar börn og fullorðnir tóku að streyma á skíði í kjölfar kreppunnar og það margir á 20 ára gömlum búnaði. Þetta er kannski ekki heppileg þróun en engu að síður raunveruleiki kreppunnar.

Það er ekki langt síðan að Helgi Ben. benti á það í fjölmiðlum að sumt plast, t.d. skíðaskór, verði stökkt og hættulegt með árunum. Einu sinni hafa gamlir skór sprungið fyrir framan nefið á mér. Ég hélt fyrst að maðurinn hefði misst fótinn en átti erfitt með að skilja hvers vegna. Þetta er sem betur fer sjaldgæft.

Ekki langt síðan ég hitti fyrrverandi Everestfara á Eyjafjallajökli. Ég var nú bara á sömu skíðum, skóm og fötum og þegar við löbbuðum þvert yfir landið tæpum 20 árum fyrr. Hann sagði mig vera til skammar fyrir fjallamenn. Átti vonandi við útlitslega. Þetta var á því herrans ári 2007 minnir mig.

Nú er 2007 liðið og kemur vonandi aldrei til baka. Nú er um að gera að nýta hlutina en þó ekki á kostnað öryggis.

Kv. Árni Alf.

P.S.

Er ekki búin að henda Fjólubláu Scarpa skónum(1989) með nýju (2007) grænu reimunum. Í snjó fer ég hins vegar æ meira um á sjö ára gömlum harðbotna frystihússtígvélum . Sennilega það sem koma skal.