Re: Re: Ísfestivalsflopp

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ísfestivalsflopp Re: Re: Ísfestivalsflopp

#57534
Skabbi
Participant

Hingað til hef ég haldið mig til hlés að mestu í þessari umræðu um ísfestivalið en fyrst Rúnar hóf máls á þessu ætla ég aðeins að taka undir.

Það er ekki öfundsvert hlutverk að vera í stjórn, ákveða staðsetningu og hafa stöðugar áhyggjur af veðrinu. Ég var í stjórn í þrjú ár og kom að skipulagningu þriggja festivala. Þau ár var allt gert til þess að halda gefnar dagssetningar, hvort sem spár voru góðar eða ekki.

Kaldakinn 2007 – föstudagur og laugardagur góðir, stormur og bullandi snjóflóðahætta á sunnudegi

Breiðdalur 2008 – Óljósar fréttir af ísleysi reyndust óþarfar, fínar aðstæður á föstudegi og framan af laugardegi en stormur síðdegis og á sunnudeginum.

Arnarfjörður – hláka og mjög varasamar aðstæður á föstudegi, frábær laugardagur, asahláka á sunnudegi.

Fólk mætti á öll þessi festivöl hvort sem spáin var frábær eða ekki. Flestir eru sáttir við að ná að klifra smá og eyða helginni með skemmtilegu fólki að tala um klifur.

Sjálfur er ég því miður ekki eins flex og ég var í eina tíð, býst við að fleiri séu í þeirri stöðu. Ég get ekki sett til hliðar 3-4 helgar til að fara á festival þegar aðstæður eru sem allra bestar. Í ár var ég búinn að fastna upphaflegu helgina en komst ekki næstu tvær helgar og er eiginlega búinn að afskrifa festivalið í ár.

Niðurstaða: Ákveða dagssetningu og halda sig við hana sama hvað tautar og raular!

Skabbi