Re: Re: Ísaðstæður 2011-2012

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður 2011-2012 Re: Re: Ísaðstæður 2011-2012

#57406
Skabbi
Participant

Við Gulli og Sissi renndum inn að Múlafjalli í morgun. Klifruðum Stíganda í prýðilegum aðstæðum. Rísandi virðist vera mjög góður líka. Leiðirnar austan við þær í misgóðum aðstæðum en margar hverjar líta vel út. Óríon galopinn, ekkert nema risahengja eftir. Sáum ekki inn í Eilífsdal, tel víst að ísinn sé enn til staðar.

Allez!

Skabbi