Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísaðstæður › Re: Re: Ísaðstæður
1. January, 2013 at 19:48
#58081
Arni Stefan
Keymaster
Við Haukur Már og Viktor kíktum í Nálaraugað í Búahömrum í blíðunni í dag. Leiðin er fær en væri seint kölluð feit. Mjög skemmtileg engu að síður. Við höfðum með klettarakk sem kom að mjög góðum notum.
Löbbuðum svo niður Tvíburagil til að tékka á aðstæðum og þar er allt löðrandi í ís svo við stóðumst ekki mátið og skellum okkur í efri fossinn áður en við fórum niður. Báðir Tvíburafossarnir eru spik feitir og Ólympíska félagið nær niður (bara rétt svo samt) og vantar ekkert mikið upp á að það væri hægt að fara þá línu bara á ís.
[attachment=518]1_2013-01-01.jpg[/attachment]