Re: Re: Innandyra ísklifur

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Innandyra ísklifur Re: Re: Innandyra ísklifur

#55661
Sissi
Moderator

Sko, ég myndi byrja á að redda mér tölum sem gætu gefið einhverja vísbendingu.

Veit ekki nákvæmlega hvað félagar ÍSALP eru margir, skjótum á svona 2-300, af þeim stunda ekki næstum allir ísklifur.

Fjöldi á ísklifurfestivölum klúbbsins hefur rokkað frá svona 15-40 síðustu árin myndi ég halda. Aktívir ísklifrarar eru ekkert rosalega mikið fleiri en efri mörkin á þeirri tölu. Kannski 50% max.

Inniísklifurkvöld eru einu sinni í viku í Klifurhúsinu, kick off fyrir það er á föstudaginn, veit ekki hvað margir hafa verið að mæta, en 10 manns væri rosa fín mæting á venjulegu slíku session-i hugsa ég.

Af þessu sést að líklega væri alltaf málið að reka svona aðstöðu í samkrulli við skylda starfsemi, eins og Klifurhúsið og Ísalp gera í dag. Kannski bæta við og gera meira úr þessu.

Sérstök ísklifuraðstaða væri líklega hentugri útivið, eins og var með turninn í Grafarvogi. Þar er kostnaður nánast enginn, þarf bara frost úti, skrúfa frá vatnskrana og stinga kastara í samband.

Þessi sena er varla nógu stór til að bera eitthvað svakalegt.

Svo mætti líka rifja upp hugmyndina sem einhver var með (Helgi Borg?) að skella einni götóttri reykjalundsslöngu fyrir ofan norðurhlíðina á Úlfarsfelli, ég myndi persónulega stunda það.

Vona að þetta hjálpi þér eitthvað.

Sissi