Home › Forums › Umræður › Almennt › Hvernig er best að komast í útivistarsamfélagið? › Re: Re: Hvernig er best að komast í útivistarsamfélagið?
hæhæ
Töfralausnin er allavega ekki sú að fylgjast bara með heimasíðunni og bíða eftir því að vera boðið með!
Ísalp stendur alltaf fyrir viðburðum eins og jólaklifri (sem er einnig kjörinn vetvangur fyrir nýliða að mæta á), myndasýningar, aðalfundur, vídjókvöld, umræðukvöldum og stundum eru líka partý.
Því miður hefur ekkert verið um snjóalög á suðurlandinu og því lítið verið um skíðaferðir. En bendi samt á Telemarkfestivalið sem er komið á dagskránna.
Þeir sem eru hvað virkastir undir merkjum Ísalp eru lítið í þessum hefðbundnu vetrargöngum.
Ég segi allavega það virkar langbest að mæta á auglýsta viðburði og kynnast fólkinu þannig. Ef þú hefur gaman af klettaklifri þá er það líka Klifurhúsið og drífa sig í Valshamar og á Hnappavelli þegar tekur að vora.
velkominn í klúbbinn.
kv. Björk