Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Gufunesturninn › Re: Re: Gufunesturninn
Það er rétt að lykill er kominn í klifurhúsið fyrir ísalpfélaga og má endilega nota. Passa bara að skila lyklinum strax svo næsti geti farið. Athugið að á dagvinnutíma þarf ekki lykil því hægt er að fá starfsfólkið í Gufunesi til að hleypa sér inn!
Einnig er flott ef menn eru spenntir fyrir að vinna með málefni turnsins við að laga netið, setja upp sprinklera, setja upp nýjar dry-tool leiðir, hengja upp drumbinn oþh. að láta vita. Þá setjum við upp vinnuhóp sem fer í málið.
Frábært væri t.d. ef einhver kann járnsmíði að búa til góða upphengju fyrir drumbinn.
Þetta er flott áskorun hjá þér Sissi, ég ætlaði að halda skyndi-ísalpkvöld þarna fyrir jólaklifrið en þá hafði frosið í lögnum helgina áður og ísinn var að slappast mikið og því hætti ég við það þá. En við skoðum málið.
-GFJ