Home › Forums › Umræður › Almennt › Grigri vs Grigri 2 › Re: Re: Grigri vs Grigri 2
Grigri er aðeins hannað fyrir 10-11mm línur. Ég hef þó notað það á talsvert grennri línur (niður í 9.1mm) og það virkar ágætlega EN það þýðir að maður verður að vera vel vakandi og vera viss um að það læsist.
Ég notaði þennan búnað hjá ykkur á samæfingunni um daginn og það angraði mig mikið að það var ekkert handfang á græjunum (gott ef það var ekki grillonið). Í fyrsta lagi þá vissi ég ekki að þetta væri framleitt án handfangs og í öðru lagi fannst mér mjög óþægilegt að stilla mig af án þess. Það var mjög vandræðalegt að koma sér niður í stólana, maður þurfti eiginlega að draga nægan slaka í gegn og niðurklifra í stólinn. Það mætti auðveldlega spara tíma og óþægindi bæði fyrir björgunarmann og þá sem eru í stólnum ef hægt væri einfaldlega að síga niður.
Þar fyrir utan er nýja grigri2 25% minna og 20% léttara auk þess sem bremsan er betur hönnuð og gefur betri stjórn. Það er líka hannað fyrir línur niður í 8.9mm.