Re: Re: Grafarfoss 11 des.

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður 2011-2012 Re: Re: Grafarfoss 11 des.

#57209
Sissi
Moderator

Snjóflóðaaðstæður á SV-landi

Við Skabbi fórum í hausljósaklifur í Vallárgil á Kjalarnesi í gærkvöldi. Fjöll á SV-landi eru orðin frekar snjólétt að sjá eftir töluverðan vind og litla úrkomu upp á síðkastið.

Þegar við vorum að koma nálægt skálinni sjálfri undir leiðinni breyttist færið úr hörðum vindpökkuðum snjó yfir í smá fleka ofan á því undirlagi og brotnaði svolítið í fótsporunum okkar.

Við tókum lítinn prófíl með öxunum og sáum strax að þetta var engan veginn í lagi. Fundum 2 veik lög með sykursnjó, grjótharða skriðfleti og þétta fleka ofan á því. Þar sem snjórinn hafði safnast hressilega þarna inni í skálinni og ekki var í boði að komast örugga leið að ísnum ákváðum við að klifra frekar seinna en að lenda í rugli og héldum heim.

[img]https://lh4.googleusercontent.com/-r-8bocgxAak/Tup2UwcSMPI/AAAAAAAAD6g/nWNFaxsMOIA/s720/P1030306.JPG[/img]

Vil hvetja fólk, sérstaklega nýgræðingana, til að snúa við eða fara á annað svæði ef aðstæður eru slæmar, það er engin skömm að því. Held að alltof margir, þar á meðal við Skarphéðinn, séum með óhagstætt hlutfall af því að snúa við / lenda næstum í rugli. Þetta ætti náttúrulega að vera öfugt (snúa oftar við en lenda í rugli).

Hér eru myndir:

Passið ykkur um helgina á skálum / snjósöfnunarsvæðum.

Sissi