Re: Re: Búahamrar?

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Epík í Þilinu Re: Re: Búahamrar?

#55788
Siggi Tommi
Participant

Já, þetta var afar athyglisvert og staðfestist það hér með að PS er snaróður.

Hann þurfti s.s. að setja inn skrúfu, vippa sér svo út á þessa hjúfokkíngmongös regnhlíf, skagaði ca. 5m út og 10-15m niður yfir aðal hvelfinguna í Þilinu. Þar sem ekki mátti tryggja í þetta, þá þurfti hann svo að tipla á tánum eina 10-15m áður en hægt var að tryggja en klifrið eftir að komið var út á regnhlífina var sennilega ekkert sérlega erfitt (ég s.s. komst ekki svo langt…).
Ég reyndi að vera nettur á öxinni en eftir skæðadrífuna og fyrri högg frá Viðari og PS var þetta orðið eitthvað veikburða.

Svo var eitthvað mega mambó efst víst í síðasta haftinu þar sem guttarnir dingluði fótalausir á annarri hendi við að vippa sér út fyrir regnhlíf af meðalstærð.
Ég afrekaði að kötta mig illa á nefinu og augabrúninni og kom eins og Vietnam hetja niður í bíl. Reyndust vera skrámur eftir sturtuna en blæddi þessi ósköp úr þessu fyrst á eftir. Hendi kannski mynd af smettinu á mér við tækifæri.

NB prússíkar virka ekki jack á blauta línu og illa á ísaða línu.
Það sökkar að reyna að júmma sig upp 8m dinglandi í lausu lofti í pípandi ískaldri sturtu.
Það sökkar að finna ekki Tibloc júmmarann sem hefði verið málið þarna (búinn að hafa hann í pokanum í 3-4 ár en loksins þegar ég þurfti hann, þá nei…)

Það er gott að vera með basic taktik á hreinu fyrir svona aðstæður. Þetta var einhver survival kokkteill sem við hristum út úr erminni á staðnum og varð umtalsvert mikið vesen því fyrsta taktík brást (ég júmma upp s.s.).
Maður er orðinn allt of kærulaus eftir margra ára tiltölulega vandræðalítinn klifurferil. Löngu hættur að spá í þessum málum af einhverju viti. En maður endurskoðar eitthvað neyðarkittið í pokanum eftir þetta.

Góður dagur á fjöllum… :)