Re: Re: Bretarnir á Vatnajökli

Home Forums Umræður Almennt Bretarnir á Vatnajökli Re: Re: Bretarnir á Vatnajökli

#57475
0801667969
Member

Las einhvers staðar að þeir hafi verið orðnir skrambi blautir. Svo rifnaði tjaldið í ræmur.

Mín litla reynsla er að ef menn eru ekki með þokkalegan gúmmígalla og talsvert af ull þar fyrir innan þá geta menn hreinlega lent í lífshættu vegna kælingar þegar það gerir almennilegt slagveður. Þá er lítið annað að gera en hringja í vælubílinn.

Tjöld eru líka afleit hugmynd í miklum vindi

Eitthvað gortex dót eða annað fokdýrt öndunarefni hefur ekkert í íslenskt slagveður að gera. Það bókstaflega rignir í gegnum þetta og þú kólnar hratt. Menn verða bara að læra að búa sig eftir veðri. Gúmmí og ull ef menn vilja klára langa jöklatúra.

Kv. Árni Alf.