Re: Re: Bláfjöll

Home Forums Umræður Skíði og bretti Bláfjöll Re: Re: Bláfjöll

#57132
0801667969
Member

Föstudagur 9 des.

Hér er 14 stiga frost og hægviðri. Talsvert bætti í snjóinn í gær. Skóf duglega og snjórinn því orðin pakkaðri.

Fallegt veðrið og skyggnið glimrandi. Í norðri eru það Skjaldbreiður, Þórisjökull, glittir í Langjökul, Botnssúlur og Ármannsfellið. Maður verður aldrei leiður á að góna á þetta og láta sig dreyma.

Á morgun lítur út fyrir að það verði komin svarta bylur um hádegi. Skv. spánni þá verður talsvert mikil úrkoma. Ekkert nema gott um það að segja en opnun ólíkleg. Reynum að sjálfsögðu.

Sjáum til með Sunnudaginn.

Kv. Árni Alf.