Re: Re: Bláfjöll

Home Forums Umræður Skíði og bretti Bláfjöll Re: Re: Bláfjöll

#57748
0801667969
Member

11. maí 2012

Það hafa ekkert verið neinir eðlilegir dagar í Fjöllunum undanfarið. Alveg frá fyrsta lokunardegi (1 maí) er búið að vera léttskýjað, logn og magnað skíðafæri.

Venjulega talsvert frost frá kveldi og fram undir hádegi. Harðfenni fram að hádegi en svo geggjað færi í sólbráðinni seinni partinn. Og snjórinn minnkar sama sem ekkert þessa daga.

Æfingar og innanfélagsmót hjá skíðafélögunum hafa verið keyrð þessa daga. Eitthvað brettasession er fyrirhugað á miðvikudagskvöldið auk æfinga og einhver mót eru eftir. Ekkert útilokað að stólalyfta verði keyrð einhvern daginn fyrir almenning ef veðrið verður skikkanlegt.

Helst hefur orðið vart útlendinga hér undanfarið ýmist þeirra sem aldrei hafa séð snjó eða þeirra sem eru á fjallaskíðum. Hvet þá sem hafa lítinn tíma aflögu til lengri ferða að kíkja í Fjöllin. Hvort sem er til brekkuskíðunar eða gönguskíðaiðkunar. Nema hvorutveggja sé. Hvernig er þetta annars. Kann engin að telemarka á gönguskíðum lengur? (Bara vesalingar sem ekki geta það)!

Annars er spáð fimubulkulda eftir helgi og stórhríð fyrir norðan.

Ætti að vera nægur snjór til snjóhúsagerðar talsvert fram á sumar.

Kv. Árni Alf.

P.S. Var annars að koma úr Hlíðarfjalli. Sama sagan þar. Fínt færi undanfarna daga og nægur snjór ofan við 700 m hæð. Reyndar hefur bætt talsvert í snjó ofan 1000m.