Home › Forums › Umræður › Skíði og bretti › Bláfjöll 2012-13 › Re: Re: Bláfjöll 2012-13
Fimmtudagur 6 des 2012 kl:11:00
Hér mökk snjóaði og skóf í allan gærdag. Segir sig sjálft í slíkum aðstæðum verður töluverð snjóflóðahætta. Það má segja að allt Fjallið sunnan frá Kóngslyftu og suður að Suðurgili hafi farið af stað og endað langt niðri í skíðaleiðum. Gott að fá þetta í brekkurnar. Austan áttin hefur auljóslega verið óvenju norðanstæð og dágott snjóflóð fallið á óvanalegum stað aleiðis niður í Suðurgil.
Af skíðafæri er það að frétta að reikna má með góðu utanbrautarfæri a.m.k. fyrir bretti. Þetta er reyndar vel vindbarinn fleki. Annars mæli ég með að menn fari varlega. Stærstu hnullungar á svæðinu leyndast þarna undir einhvers staðar.
Og svona til að bókhaldið sé í lagi þá er þetta fyrsti opnunardagur fyrir almenning. Hér er hægviðri, heiðskýrt og um þriggja stiga frost.
Kv. Árni Alf.