Re: Re: Bláfjöll 2012-13

Home Forums Umræður Skíði og bretti Bláfjöll 2012-13 Re: Re: Bláfjöll 2012-13

#57965
0801667969
Member

Sunnud. 25 nóv. 2012

Flottur dagur í Fjöllunum. Það á bæði við um færi og veður. Menn voru meir að segja eitthvað að renna sér utanbrauta. Örugglega þrælgott færi fyrir bretti.

Margir á gönguskíðum og líklega enn fleiri bara á snóþotum út um allt í veðurblíðunni.

Annars mæli ég með tunglskíðun í kvöld. Fullt tungl og heiðskýrt. Aldrei að vita með norðurljós. Síðasti séns í bili enda á að þykkna upp strax á morgun.

Umhleypingar í vikunni. Skv. spánni þá verður megabylur stax á miðvikudag.

Vonum að það gangi eftir.

Kv. Árni Alf.