Re: Re: BANFF stemmari

Home Forums Umræður Almennt BANFF stemmari Re: Re: BANFF stemmari

#56692
1908803629
Participant

Já… það er óhætt að segja að fyrra BANFF kvöldið hafi verið success. Það var uppselt eitthvað fyrir átta og því aukasýning klukkan 10:30 og stendur hún enn yfir. BANFF virðist komið til að vera í Bíó Paradís.

Myndefnið var ekki af verri endanum og hvert snilldarvideoið spilað af fætur öðru.Hvað fannst ykkur, var eitthvað sem stóð upp úr?

Ég á erfitt með að velja en held að Life Cycles (hágæða fjallahjólamynd með flottum skilaboðum) og Dreamresults (meira-en-jaðar straumkajaksnillingar). Svo var reyndar Ueli Steck ótrúlegur ásamt Alex Honnold en ég var búinn að sjá hluta af því.

En straumkajakararnir skildu einhvern vegin mest eftir og því er hér smá bútur úr því videoi:

http://www.youtube.com/watch?v=uNXh9gXDd2Y&feature=related

“Do I know how big rafting is going to get? no I don’t…People are gonnna get hurt…and thats unfortunate… but, thats the nature of human exploration” (shit hvað þetta er poetic)