Re: Re: Ævintýri í Óríon

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ævintýri í Óríon Re: Re: Ævintýri í Óríon

#57171
Steinar Sig.
Member

Spennandi. Veðja á að einhver hafi teipað símann sinn með ljósi framan á hjálminn sinn (hef sannreynt að það virkar). Það sem gerir þetta áhugaverðara en flestar jammaðar línur er að eftir því sem þú klifrar lengra upp línuna þeim mun minna af henni er frosin við fossinn og líklegra að hún losni.

Giska því á að þið hafið fest endann sem þið höfðuð eða sett í tryggingatól. Svo hafi símamaðurinn skellt prússík á línuna og klifrað upp eftir henni á öxunum en gætt sig á að setja inn millitryggingar með reglulegu millibili milli sín og stansins. Þannig hafi sá komist alla leið upp eða nógu langt og dregið línurnar til sín og sigið niður.

Bíð spenntur eftir framhaldi.