Home › Forums › Umræður › Skíði og bretti › Aðstæður í Reykjavík › Re: Re: Aðstæður í Reykjavík
5. February, 2011 at 18:27
#56285
0801667969
Member
Hæfilega bjartsýnn á morgundaginn. Smálægð á Faxaflóa gerir allar spár mjög ónákvæmar. Í gær var t.a.m. spáð hæglætisveðri og úrkomulausu. Reyndin varð allt önnur. Spár eru spár en við reynum allt til að opna.
Færði út kvíarnar í dag og fór alla leið í Heiðmörkina á skíði. Fyrst yfir mjög úfið hraun og svo yfir golfvöll. Svo inn með Vífilsstaðahlíðinni inn að Búrfellsgjá umvafinn ilmi barrtrjánna.
Af skíðalyftum innan borgarmarkanna er það að frétta að það á að reyna að opna á mánudaginn. Mér sýnist skv. veðurspá að mestallur snjór verði farinn úr borginni í síðasta lagi á miðvikudag. Dálítið dæmigert fyrir Reykjavíkurborg.
Kv. Árni Alf.