Home › Forums › Umræður › Almennt › Aðstæður á Eyjafjallajökli › Re: Re: Aðstæður á Eyjafjallajökli
14. April, 2011 at 12:32
#56595
0801667969
Member
Einu stóru breytingarnar eru eins og Þorvaldur nefnir, ofan í gígskálinni sjálfri og svo rásin niður sunnan megin. Langvarandi sunnanáttir í vetur hafa skammtað jöklinum vel af snjó. S.l vor meðan á gosinu stóð var jökullinn reyndar óvenju sprungulítill. Öskuflóð sunnan í jöklinum s.l. sumar voru hins vegar áhugaverð. Eflaust ekkert óvitlaust að hafa í huga þetta mjög þykka öskulag þegar fer að hlána verulega á jöklinum.
Kv. Árni Alf.
P.S. Ath. að sprungulítið í þessu tilviki þýðir ekki að það séu ekki sprungur til staðar heldur að þær séu lokaðar af snjó.