Re: Re: Aðstæður á Eyjafjallajökli

Home Forums Umræður Almennt Aðstæður á Eyjafjallajökli Re: Re: Aðstæður á Eyjafjallajökli

#56591
1811843029
Member

Sæll

Eg hef nú reyndar ekki farið þangað síðan í leitinni að Þjóðverjanum, en þá gengum við fram á eitthverjar stærstu sprungur sem ég hef séð, en vorum reyndar ekki á neinni venjulegri leið.

En það varð þarna eldgos fyrir stuttu sem bræddi stærðar gat í jökulinn. Nú hefur ísinn allskonar tækifæri til að renna í áttir sem hann hefur hingað til ekki getað.

Eg myndi segja að það sé vissara að taka engu sem sjálfsögðu og hafa allan vara á, sérstaklega ef ekki er um vanann hóp að ræða.

Eyjafjallajökull er að ganga í gegnum breytingar og því fylgja nýjar hættur.

Endilega póstaðu eftir ferðina hvers þú verður vísari.

Atli Páls.