Home › Forums › Umræður › Almennt › Öræfasveit ofl › Re: Aðstæður…
6. February, 2005 at 11:52
#49410
Jón Haukur
Participant
Fyrst að byrjað er að tala um aðstæður, þá fórum við Gummi í Múlafjallið eftir hádegissteikina í gær. Nokkrar línur voru færar, en flestar vel blautar. Við Klifruðum þó eina mjög góða mixaða línu sem var þurr og fín, frekar austarlega í fjallinu. Á leiðinni til baka var ekki annað að sjá en að Eilífsdalurinn væri í ágætu standi, þó með þeim fyrirvara að hengjurnar þar eru eflaust ansi vænar núna.
jh