Reply To: Hvað er að frétta?

Home Forums Umræður Almennt Hvað er að frétta? Reply To: Hvað er að frétta?

#68205
Jonni
Keymaster

Fréttir úr Norðurfirði á Ströndum

Leiðin Grjótkast 5.10a(5.9) var frumfarin um Verslunarmannahelgina af Ólafi Pál. Leiðin var boltuð sumarið 2018 af Finna og Jóni að norðan. Þeir boltuðu einnig leiðina Eldibrandur á sama tíma en hún er enn óklifruð.

Kate og Rob boltuðu og frumfóru Dalalæðu 5.8

Ég frumfór Tyrkjaránið 5.11a og Baskavígin 5.9, boltaðar 2017 og 2018 en ekki klifraðar fyrr en nú.

Daniel kláraði að bolta leiðina sem hann byrjaði á árið 2017. Leiðin er hægra megin við Blóðbað og fékk nafnið Þorskastríðið 5.9.

Ég og Óli boltuðum og frumfórum leiðina Strengjafræði. Leiðin er fyrsta nýja leiðin á Tækni og vísinda svæðinu síðan að Stebbi boltaði Ritvélina 5.10d í kringum 2000.

Um mánaðarmótin ágúst-september fóru ég, Óli og Bjarnheiður aftur í Norðurfjörð. Óli seig niður á nokkra staði að leita af hinni fullkomnu leið á meðan ég og Bjarnheiður boltuðum og fumfórum leiðina Síldarárin 5.8(5.9).

Nýjasta útgáfa af leiðarvísinum er á leiðarvísasíðunni – https://www.isalp.is/leidarvisar. Enn er pláss fyrir fullt í viðbót, frábært svæði!