Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifuraðstæður 2017-18 › Reply To: Ísklifuraðstæður 2017-18
3. January, 2018 at 20:52
#64736
Siggi Richter
Participant
Þar sem vegagerðin hélt því fram að Eyjafjöllin hefðu sveiflast um einhverjar 12°C á innan við fimm tímum í nótt, létum við Paradísarheimtina bara vera í morgun og kíktum heldur í Bolaklett.
Ég veit ekki hvort ég eigi að lofa eða lasta aðstæður þar, þar sem við höfum ekki komið þangað áður, en af myndum að dæma virðast innri leiðirnar vera eitthvað í þynnri kanntinum miðað við venjulega, og mixleiðirnar gætu alveg þegið nokkra metra af ís í viðbót (gott top-out samt).
Hins vegar er “bara ef mamma vissi” í frábærum aðstæðum, stórskemmtilegt klifur sem er max WI4 í þessu árferði.