Lucie Hrozová er stödd á landinu um þessar mundir og hefur boðist til að halda fyrir okkur stutta tölu og myndasýningu um það sem hún hefur verið að bauka hér og síðustu ár.
Fyrir þá sem hafa ekki heyrt hennar getið þá er Lucie einn færasti mix klifrari í heimi. Einna þekktustu fyrir að hafa frumfarið leiðina Saphira M15- í fyrra vor. Saphira er ein erfiðasta mixleið í bandaríkjunum og ein sú erfiðasta í heimi. Áður hefur hún farið Mustang P-51 (í fyrsta go’i), unnið Ouray mix klifur keppnina og tók þriðju uppferð ever á Ironman M14+.
Þetta er vægast sagt einn færasti klifrari heims og því ætti enginn að láta þetta tækifæri framhjá sér fara.
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Sæl öll sömul og gleðilegt nýtt ár.
Við viljum byrja árið á að tilkynna að festivalið verður
aðra helgina í febrúar (10.-12.), þannig að þið getið tekið frá dagana fyrir þessa dúndur klifurhelgi.
Við höldum hringferðinni um landið áfram, og stefnan er tekin á Austurland. Nákvæm staðsetning, verð og frekari upplýsingar verða kynntar mjög fljótlega.
Alpaklúbburinn styrkir tvo meðlimi til þátttöku í Klifurviku British Mountaineering Council 13.-20.maí 2017. Við höfum pláss fyrir einn strák og eina stelpu og þurfa umsækjendur að vera vanir að leiða dótaklifur.
https://www.thebmc.co.uk/bmc-international-meets
Klifrað verður í Bosigran: Sjávarhömrum úr graníti í Cornwall.
https://www.thebmc.co.uk/cornish-sea-cliff-climbing-join-the-bmc-international-meet-2017
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Það verður BÍS hittingur í klifurhúsinu á klukkan 17:00. Við erum búnir að setja upp nokkrar nýjar leiðir og vonandi verða drumbarnir settir upp. Smá sárabót fyrst að jólakliffrið verður ekki.
Svo verður að sjálfsögðu magnað útgáfupartý nýja ársritsins klukkan 20:00 á efri hæð kaffi Sólon.
Í síðustu viku stóð ÍSALP fyrir ísklifurnámskeiði fyrir byrjendur. Vel var mætt á námskeiðið, 14 manns á miðvikudagskvöldið og 10 manns á laugardeginu.
Á miðvikudagskvöldinu var farið í gegnum ýmis tæknileg atriðið í klifurhúsinu og á laugardeginum var farið á Sólheimajökul.
Leiðbeinandinn á námskeiðinu var Matteo Meucci og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.
ISALP invites it’s members to participate in a two days ice climbing course next week, Wednesday at 8 pm in Klifurhúsið and either Saturday or Sunday (10/11th of December) depending on weather and conditions.
Limited number of participants. Please register through stjorn @ isalp . is and you will get a reply soon confirming the participation. There is no participation fee but the course is open only to members.
Participants have to bring their own ice axes, climbing crampons, stiff shoes, harness, helmet, carabiner and a belay device.
Nú er vetur genginn í garð og margir farnir að horfa til fjalla. Það er margt spennandi á döfninni hjá ÍSALP þessa daganna og vonum við til að þetta fréttabréf hvetji meðlimi til að taka þátt.
Jólaklifur ÍSALP og Útgáfuteiti
Jólaklifur hátíð ÍSALP hefur verið mjög vinsæl undanfarin ár og í fyrra mættu hátt í 40-50 manns í Múlafjall. Við stefnum á aðra slíka stórhátíð 17. desember. Mæting verður sem áður á Select/Shell á Ártúnshöfða og lagt af stað þaðan klukkan níu um morguninn.
Síðar um kvöldið, eftir að allir hafa haft tækifæri til skipta yfir í fínni Gore-tex og dúnjakka í öllum regnbogans grunnlitum þá verður skálað í bjór á efri hæð Kaffi Sólon. Hvetjum við alla til að mæta tímanlega enda verður ókeypis bjór á krana, umræða um allskonar fjöll, Pubquiz og síðast en ekki síst verður gefið út Ársrit ÍSALP 2016. Einnig verða sigurvegarar myndakeppninnar kynntir og verðlaun afhent.
Byrjendanámskeið í Ísklifri
Matteo Meucci mun halda námskeið í Ísklifri í aðdraganda Jólaklifurs ÍSALP. Námskeiðið verður ókeypis handa meðlimum ÍSALP og haldið yfir tvo daga. Fyrst verður farið yfir búnað, tækni og öryggisatriði miðvikudaginn 7. desember í sal Klifurhúss Reykjavíkur og laugardaginn eða sunnudaginn eftir það (fer eftir veðri) verður farið út að klifra. Þetta er stórkostlegt tækifæri til að læra undirstöður ísklifurs með einum færasta klifrara landsins. Athugið að námskeiðið verður kennt á ensku. Frekari upplýsingar um skráningu koma síðar.
Brattamálið mikla
Því miður rann tími okkar út til að flytja skálann uppeftir í haust. Við héldum vel sóttan fund um málefni Bratta og samstarf ÍSALP og FÍ í lok ágúst en síðan þá gekk illa að nýta þá fáu veðurglugga sem fengust. Málið er þó alls ekki í dvala því nú hefjast samningaviðræður við FÍ um hvernig skuli eiginlega útbúa þennan skála og óskar ÍSALP eftir skoðunum meðlima á málefnum Bratta á spjallþræði sem opnaður verður innan skamms.
Styrkir frá ÍSALP
Það er góðærisbrjálæði hjá ÍSALP og við viljum hvetja meðlimi til að sækja um styrki til félagsins. Við höfum mikinn áhuga að styrkja meðlimi til BMC International Summer Meet 2017 en við erum opin fyrir öllum tillögum – sér í lagi ef einhver er að skipuleggja íslenskt expedition.
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Systurnar Tashi og Nungshi Malik frá Indlandi fengu Leif Eiríksson Young Explorer Award í vikunni. Stelpurnar eru þekktar sem Everest tvíburarnir (Everest Twins).
Tashi og Nungshi eru aðeins 25 ára gamlar en eru þrátt fyrir ungan aldur eru þær komnar með glæsilega ferilskrá í fjallamennskunni. Þær eru fyrstu systurnar til þess að klifra heimsálfutindana sjö (Seven Summits). Þær eru einnig búnar að ganga seinustu gráðuna á norður og suður pólunum. Með því að klára það urðu þær yngstu einstaklingarnir til að ljúka hinni svokölluðu Explores Grand Slam.
Indveska sendiráðið á Íslandi bauð stjórnarmeðlimum Ísalp í samkomu þar sem stelpurnar héldu fyrirlestur um ævintýri sín. Við spjölluðum við systurnar og vonandi verður hægt að birta viðtal við þær í næsta ársriti Ísalp sem er væntanlegt í desember.
One of our members, Matteo Meucci has started his project, “Matteo’s 100 Challenge”. To finish the challenge he has to climb 100 winter routes, ice-, mix- or alpineclimbing and then he will finish off next summer by running 100 km ultra marathon
The climbing part has a few ground rules set by Matteo:
1. The route has to be new to him, nothing he has done before.
2. Each route only counts once, he can’t climb a route many times.
3. He’s going to do as many first accents if possible.
Matteo decided to do this challenge because he’s turning 40 at the start of 2017 and this is his way of hosting a birthday paty and to prove that even if he’s turning older it’s not holding him back from climbing, running and doing other physical activities
The Icelandic alpineclub supports Matteo in this project, along with other organizations and companies
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Í undirbúningi fyrir stórt klifur verkefni í vetur mun Matteo Meucci halda fyrirlestur og myndasýningu í Klifurhúsinu næst komandi miðvikudag. Sýningin hefst klukkan átta og mun Matteo fara yfir klifursögu sína bæði hér á Íslandi og í ölpunum en ferill hans spannar um 24 ár.
Hann hefur verið búsettur á Íslandi seinustu 3 árin og nýtt tíman vel við að frumfara nýjar leiðir á Íslandi.
Þetta er myndasýning sem enginn ætti að láta framhjá sér fara! Matteo mun tala á ensku.
Klifurhúsið er við Ármúla 23
Event á Facebook: https://www.facebook.com/events/30069792030971
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Ársreikningur síðasta árs verður lagður fram til samþykktar í salnum í Klifurhúsinu kl. 20 á þriðjudaginn. Að því loknu bjóða klúbbfélagar upp á tvær myndasýningar.
Annars vegar mun Ingunn Ósk Árnadóttir segja okkur frá ferð sinni til Wales í sumar þar sem hún tók þátt í alþjóðlegum klifurhittingi kvenna. Hins vegar munu Eysteinn Hjálmarsson og Ævar Ómarsson segja okkur frá nýlegri fjallamennskuferð þeirra til Íran, þar sem þeir klifruðu spennandi alpaklifurleið með íranska klifurlandsliðinu.
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Aðalfundur Íslenska Alpaklúbbisns verður haldinn í Klifurhúsinu, Ármúla 23, þriðjudaginn 13.september kl. 20:00
Dagskrá fundarins er skv. lögum félagsins:
1. Kosning fundarstjóra sem síðan skipar fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar, undirritaðir af tveimur skoðunarmönnum.
4. Lagabreytingar.
5. Kjör formanns Ísalp og meðstjórnenda.
6. Kjör uppstillingarnefndar.
7. Kjör tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
8. Ákvörðun árgjalds næsta árs.
9. Önnur mál.
Atkvæðisbærir og kjörgengir eru þeir einir sem greitt hafa árgjald síðastliðins árs fyrir upphaf aðalfundar. Framboð skulu hafa borist fyrir 3.september en einnig er heimilt er að bjóða sig fram í lausar stöður ef einhverjar eru á aðalfundi.
Allar tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn (stjorn@isalp.is) fyrir 3.september.
Í liðnum „önnur mál“ munum við afgreiða Brattamálið. Nánari kynning á því mun birtast fljótlega.
Lausar stöður meðstjórnenda eru þrjár talsins auk þess sem kosinn verður staðgengill Katrínar Möller, gjaldkera sem á eftir eitt ár af tveggja ára kjörtímabili sínu.
F.h. stjórnar, Helgi Egilsson, formaður
Góður fundur var haldinn seinasta þriðjudag um framtíð Bratta, fjallaskála ÍSALP í Botnssúlum. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá á félagið rétt til að hafa skála í Súlárdal, mitt á milli Syðstusúlu, Miðsúlu og Vestursúlu. Skálasvæðið er í um 750m hæð og býður upp á ótal möguleika fyrir félagsmenn til skíðunnar, klifurs og almennrar fjallamennsku. Skálinn stendur á lóð Þingvallarþjóðgarðs sem er einnig gífurlegt gildi fyrir eignina.
Bratti hefur verið í niðurníðslu árum saman og loks var hann tekinn til Reykjavíkur til lagfæringa árið 2011. Fyrir tveimur árum fékk klúbburinn nýjan og veglegan 60fm skála að gjöf frá bílaframleiðandanum Land Rover og kemur sá skáli til með að leysa Gamla-Bratta af hólmi.
Bratta-nefnd var skipuð og hefur hún unnið hörðum höndum að því að koma Nýja-Bratta upp í Botnssúlur. Verkið krefst mikilla fjármuna, enda er dýrt að flytja hús uppá fjall og að auki þarf að innrétta skálann algjörlega frá grunni. Í von um að setja félagið ekki á hausinn þá hafa margar lausnir verið íhugaðar. Lengi vel stóð til að selja eina einungu Nýja-Bratta til að fjármagna flutninginn á restinni. Nýji-Bratti er í 3 einingum, 2 híbýli og 1 forstofa, í heild sirka 60fm. Önnur hugmynd sem naut mikilla vinsælda hjá stjórn og Brattanefnd var að leitast eftir samstarfi við fjársterkan aðila í rekstur og flutningi skálans. Að lokum var leitað til FÍ og tóku þau vel í samstarfið. Til stendur að FÍ sjái um allan flutning skálans upp eftir, innréttingu skálans og viðhaldi en á móti kemur að Bratti verður sameign, FÍ muni eiga rekstur skálans á sumrin og ÍSALP á veturna.
Í ljós hefur komið að félagsmenn vilja kanna betur báða kosti áður en endanleg ákvörðun er tekin, hvernig samningsdrög við Ferðafélag Íslands myndu líta út og hvort möguleiki sé á að bjóða upp á raunhæfan valkost varðandi uppsetningu á 36 fm skála í fullri eigu ÍSALP. Stjórn klúbbsins vill því boða til kosninga um málið á næsta aðalfundi ÍSALP. Aðalfundur ÍSALP er haldinn árlega um miðjan september og verða send út fundarboð fljótlega með dagsetningu.
Á fundinum munu Helgi Egilsson og Gísli Símonarson leggja fram fyrstu drög að sameignarsamningi við FÍ. Sveini Fr. Sveinssyni og Frey Inga Björnssyni hefur verið falið að kanna hvort mögulegt er að setja upp valkost þar sem ÍSALP standi sjálft að standsetningu og flutningi á 36 fm. einingu.
Takið eftir að niðurstaða þessara kosninga verður endanleg niðurstaða málsins og gengið verður strax í aðgerðir. Því er gífurlega mikilvægt að sem flestir mæti á fundinn og kjósi því um er að ræða ákvörðun sem mun hafa varanleg áhrif á framtíð ÍSALP.
Ef einhver vill koma skoðunum sínum á framfæri við stjórn ÍSALP varðandi málið eða ef þið hafið tillögur varðandi lausnirnar sem kosið verður um þá viljum við endilega heyra frá ykkur! Hægt er að birta skoðun sína opinberlega á spjallvef ÍSALP eða senda póst á stjorn@isalp.is, sissi@askur.org (Sveinn Eydal) eða helgidvergur@gmail.com (Helgi Egilsson).
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Á þriðjudaginn síðasta var haldinn umræðufundur um Bratta. Formaður hélt kynningu um sögu málsins og kynnti samkomulag milli ÍSALP og FÍ sem lesa má um hér á heimasíðunni. Þá hélt Sissi gott erindi um aðra möguleika í málinu. Að kynningum loknum voru umræður um málið. Í alla staði góður fundur og til þess fallinn að skapa breiða sátt um framtíð Bratta. Við ætlum að halda þessum umræðum áfram og stefnum á að hittast þriðjudaginn í næstu viku, 23.ágúst kl. 20 í Klifurhúsinu.
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Það hafa orðið töluverðar umræður um framtíð bratta, sjá hér
Til þess að kynna mögulegan samstarfssamning við FÍ (sjá hér) og ræða málið ákváðum við að boða til fundar. Fundurinn verður haldin í salnum í Klifurhúsinu Ármúla 23 þann 9 ágúst klukkan 20:00.
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Félögum í Íslenska Alpaklúbbnum býðst að taka þátt í fjallamennsku-sumarbúðum Íranska Alpaklúbbsins 23.- 31.ágúst næstkomandi.
Hápunktur vikunnar verður klifur á fjallið Sabalan (4.811 m) eftir tæknilegri en öruggri leið.
Dagskráin er eftirfarandi:
23.8: Mæting á hótel í Tehran.
24.8: Seinni partinn verður farið til Ardebil sýslu
25.8: Ekið til þorpsins Shabil og gengið í skála
26.8: Ísklifurnámskeið og hæðaraðlögun
27.8: Ísklifurnámskeið og toppadagur á Sabalan
28.8: Lækkun í átt að Shabil og heimsókn til íranskra hirðingja
29.8: Komið til Shabil. Hverabað.
30.8: Borgarrölt um Ardebil, galakvöldverður og transport til Tehran.
31.8: Skoðunarferð um Tehran og prógrammi lýkur.
Hægt er að lengja dvölina og ganga að prógrammi loknu á fjallið Damavand. Þá lýkur ferðinni 8. september.
Umsækjendur skulu vera á aldrinum 18-32 ára. Umsóknir og óskir um frekari upplýsingar skulu sendar á stjorn (hja) isalp.is. Að búðunum standa “Fjallamennsku- og klifursamtök Íran” og ungliðahreyfing Alþjóðlegu fjallamennsku- og klifursamtakanna (UIAA). Þáttökugjald er 500 evrur en ÍSALP styrkir hvern þátttakanda um 75.000 kr. Stjórn ÍSALP mun velja úr umsækjendum. Umsóknarfrestur er til 1.ágúst, og skráningu á námskeiðið lýkur 5.ágúst.
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
ÍSALP og Ferðafélag Íslands (FÍ) hafa komist að samkomulagi um sameiginlegt eignarhald og rekstur á fjallaskálanum Bratta sem til stendur að flytja í Súlnadal í Botnssúlum. Samkomulagið er svohljóðandi:
ÍSALP leggur til skálann í núverandi mynd og mun FÍ ábyrgjast að koma skálanum á sinn stað og bera allan kostnað af uppsetningu hússins, þar með talið flutning, þarfagreiningu, hönnun, vinnu við innréttingu og uppsetningu. Stefnt er að því að skálinn verði kominn upp og tilbúinn til notkunar vorið 2017. Eignarhlutur fjallaskálans mun skiptast jafnt milli félaganna tveggja. Tekjur af gistingu í skálanum skulu renna til viðhalds og uppbyggingar skálans og að öðru leyti til ÍSALP. Formlegur samningur um notkun skálans mun liggja fyrir 15.september 2016.
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Nú er komið að kvikmyndarviðburði ársins þegar Íslenski alpaklúbburinn heldur BANFF hátiðina hátíðlega í Háskólabíói, dagana 24. og 26. maí. Að þessu sinni sjá Íslenskir fjallaleiðsögumenn og GG sport um að gera þessa hátíð mögulega fyrir okkur.
Að vanda er af nægu að taka og ættu flestir útivistar og jaðarsports iðkendur og áhugamenn að finna eitthvað við sitt hæfi. Klettaklifurlifur, ísklifur, skíði, parkour, straumkayak, paragliding, alpine-ismi og fleira.
Sýningar verða í háskólabíó klukkan 20:00 þann 24 og 26 maí.
Ekki láta þig vanta á þessa mögnuðu hátíð, sjá nánar á hér
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Óskað hefur verið eftir þáttöku félagsmanna Alpaklúbbsins í rannsókn sem er hluti af meistaraverkefni Michaels Bishops. Endilega smellið á hlekkinn hér að neðan og svarið spurningunum.
Hér með er vinsamlegast óskað eftir þátttöku félagsmanna Íslenska Alpaklúbbsins í rannsókn á viðhorfum útivistarfólks til miðhálendis Íslands.
Rannsóknin er hluti af mastersverkefni mínu í landfræði við Savoie Mont-Blanc háskóla í Frakklandi. Í vetur hef ég stundað nám sem skiptinemi við Háskóla Íslands og fékk þá mikinn áhuga á málefnum miðhálendisins. Þar sem megnið af fyrirliggjandi rannsóknum á hálendinu hefur snúið að erlendum ferðamönnum, ákvað ég að beina minni rannsókn að íslensku útivistarfólki.
Markmið rannsóknarinnar er að kanna viðhorf til miðhálendis Íslands á meðal íslensks útivistarfólks sem og viðhorf þess til stofnunar þjóðgarðs á miðhálendinu. Í rannsókninni er sérstaklega horft á eftirtalda þrjá þætti:
– hvernig skynja svarendur miðhálendið og gildi þess?
– hvernig skilgreina þeir mögulegar ógnir gagnvart miðhálendinu?
– hver eru viðhorf þeirra til hugmynda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu?
Rannsóknin felst í netkönnun með rétt um 25 spurningum. Könnunin er nafnlaus og því verður ekki unnt að rekja svör til einstakra þátttakenda. Æskilegt er að þátttakendur svari öllum liðum könnunarinnar en þeir geta þó sleppt því að svara einstökum spurningum, kjósi þeir þess. Það tekur um það bil 15 mínútur að svara könnuninni.
Til þess að markmið rannsóknarinnar náist er afar mikilvægt að fá svör frá stórum og breiðum hópi íslensks útivistarfólks. Ég bið þig því vinsamlegast að framsenda bréf þetta til félagsmanna í þínum samtökum. Boðsbréf um þátttöku í rannsókninni hefur verið sent til forsvarsmanna tíu íslenskra útivistarsamtaka sem til samans ná yfir helstu hópa útivistarfólks á miðhálendinu. Eins og í öllum rannsóknum sem þessum er góð þátttaka mikilvæg forsenda fyrir áreiðanlegum niðurstöðum og því vonast ég til þess að sem flestir meðlimir í Íslenska Alpaklúbbnum muni taka þátt.
Hægt verður að svara netkönnuninni á tímabilinu 27. apríl til og með 6. maí, það er í tíu daga. Æskilegt er að þátttakendur svari könnuninni sem fyrst, það flýtir fyrir úrvinnslu niðurstaðna. Hér að neðan er hlekkur á könnunina:
Rétt er að vekja athygli á því að þetta er fyrsta rannsókn sinnar tegundar á Íslandi. Með þátttöku í henni gefst svarendum ekki aðeins kostur á að leggja vísindunum lið heldur einnig að koma skoðunum sínum um stöðu og framtíð miðhálendisins á framfæri.
Skýrsla um könnunina og niðurstöður hennar verður send til allra félagasamtaka sem leitað hefur verið til þegar verkinu er lokið og einnig gerð aðgengileg á veraldarvefnum.
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Eftir að ég og Katrín vorum búin að klifra leiðina Jóka Póka í Skarðshorni árið 2015 byrjaði Katrín að viðra þá hugmynd við mig að reyna að klifra Heiðarhorn, Skarðshorn og Skessuhorn á einum degi. Þetta hefur tvisvar verið gert áður, fyrst af Palla Sveins og Guðmundi Helga árið 1993 og svo af Robba og Sigga árið 2008. Mér leist strax vel á þetta verkefni enda er klifrið í Skarðsheiði skemmtileg blanda af fjallamennsku, alpaklfri og ísklifri.
Ári seinna ákváðum við að leggja í verkefnið, stefnan var sett á apríl en þar sem Katrín átti að skila meistararitgerðinni sinni í apríl þá gekk okkur illa að finna dagsetningu. Loks gafst tími til þess að fara þann 30 apríl. Veðurspáin var í besta falli ágæt en þar sem við vorum að renna út á tíma ákvaðum við að drífa okkur.
Við lögðum af stað úr bænum klukkan 04:00 og í bílnum á leiðinni virtum við fyrir okkur skýið sem huldi Skarðsheiðina og dalalæðuna sem skreið niður hlíðarnar. Þetta leit ekki alveg nógu vel út, en við vorum spennt fyrir verkefninu og komin á fætur þannig að við urðum allavega að kíkja á þetta. Þegar við vorum búin að keyra upp slóðan ánorðanverðri Skarðsheiðinni og komin að veðurstöðinni á Miðfitjarhól þá var svarta þoka yfir öllum leiðinum. Það var verra því hvorugt okkar hafði klifrað Heiðarhorn áður og það átti að vera fyrsti tindurinn hjá okkur. Við tóku 20 mínútur þar sem við leituðum að myndum af Jónsgili svona til þess að geta ýmindað okkur hvar í fjallinu leiðin væri. Allt í einu opnaðist smá gluggi og við sáum hvar leiðirnar voru og gátum byrjað að labba.
Gangan upp að leiðinni gekk vel og við vorum komin undir leiðinna klukkan 07:00. Klifrið gekk vel en ég stóð í þeirri trú að þetta ætti að væri bara auðvelt snjóklifur með auðveldum íshöftum. Eitthvað var ég að vanmeta þess leið þar sem þriðja spönnin bauð upp á 10 metra snís/ísfrauð haft sem var eflaust mis erfitt, frá WI3 upp í WI4+, en eini tryggjanlega leiðin upp var WI4+ sem var upp við klett sem tók við bergtryggingum. Til þess að gera þetta enn betra þá var ísinn morkinn og laus frá klettinum. Svo tók 4 og síðasta spönnin við sem var 20-30 metra auðklifranlegt snís/ísfrauð með hengju í lokin. Maður gat sett inn skrúfur til þess að róa taugarnar, efa að þær hefðu haldið falli en það var auðvelt að koma fyrir góðum snjóhælum. Hengjan var óklifranleg á löngum kafla en við náðum að rata á einn af þessum fáu stöðum þar sem hægt var að moka sig í gegnum hana.
Við vorum bæði komin upp á topp á Heiðarhorni klukkan 10:40 en þar tók við matarpása þar sem ég fékk mér Búllu borgara. Borgarinn rann ljúflega niður og við fórum að fikra okkur meðfram toppnum í átt að Skarðshorni. Það var blindaþoka þarna uppi og það var ákveðin heppni að ég hefði verið í Skarðshorni um mánuði fyrr því ég gat fundið track í GPS úrinu sem við gátum labbað inn á. Gangan yfir tók okkur lengri tíma en við heldum og þegar viðvorum komin að Skarðshorni byrjaði að snjóa. Niðurgöngugilið austan við Skarðshorn er ein af þessum brekkum sem þú rétt nærð að labba beint niður en þú ert alltaf með lífið í lúkunum því brattinn er þannig að ef þú dettur þá eru litlar líkur á að þú náir að stoppa þig. Það var niðurdrepandi að hugsa til þess á leðinni niður að maður þyrfti síðan að labba aftur niður þessa brekku seinna sama dag.
Við vorum komin fyrir neðan leiðina um 12:00 bæði frekar mikið búin á því. Fyrsta spönn í Dreyra var orðin skuggalega þunn og ákvaðum við því frekar að fara leiðina Sóley sem sameinast að vísu Dreyra. Þar sem við þurftu að gefa í ákvaðum við að ég tæki fyrstu spönn og myndi reyna að ljúka henni á hlaupandi tryggingum, það endaði með því að við tókum örugglega um 20 metra erfitt klifur á hlaupandi tryggingum. Eftir stutta pásu í fyrsta stansi lagið Katrín af stað í aðra spönn en þá gerðist það sem allir ísklifrarar óttast, Katrín datt eftir 4 metra án þess að vera búin að setja inn tryggingu. Fall beint í megintryggingu sem samanstendur af tveimur skrúfum í morkinn ís hljómar einfaldlega bara ekki nógu vel. Stansinn var efst í snjóbrekku beint fyrir neðan nokkuð lóðrétt haft, Katrín lenti því í snjóbrekkunni í svipaðri hæð og akkerið og rann þaðan 4 metra niður fyrir akkerið með hausinn á undan.
Katrín stóð nánast strax upp og sagði að það væri allt í lagi með sig, hún hélt ennþá á báðum öxunum og klifraði upp til mín. Í adrenalínvímunni vildi hún fara strax aftur af stað og leiða spönnina en eftir stutta pásu þegar adrenalínið var aðeins farið að renna af henni kom í ljós að hún hafði meitt sig töluvert í ökklanum. Eftir að hafa tekið smá tíma til þess að jafna okkur og fullvissa okkur um að Katrín væri ekki mjög slösuð tókum við þá ákvörðun um að klára upp leiðina frekar heldur en að síga niður. Ég leiddi því næstu spönn en þegar Katrín kom upp í annan stans heimtaði hún að fá að leiða 3 spönn. Katrín gerði stans upp á Skarðshrygg, undir frauðinu sem yrði venjulega síðast spönn upp á topp. Þegar ég kem upp til hennar þá er verkurinn í ökklanum búin að aukast töluvert og við tókum þá ákvörðun að beila út úr leiðinni og segja þetta gott í dag.
Við tókum okkur matarpásu áður en við gengum niður, búlluborgari nr. 2 var ekki síðri heldur en sá fyrri (ætli þeir séu til í að sponsera mig?). Þegar við vorum búin að borða þá var verkurinn í ökklanum hjá Katrínu búin að aukast enn meir og það orðið nokkuð augljóst að við tókum rétta ákvörðun um að segja þetta gott í dag. Ég þurfti að síga Katrínu niður brattasta hlutan af niðurgöngugilinu og haltrið út í bíl tók 3,5 klst. Ég nýtti tímann til þess að rölta undir leiðina og reyna að finna snjóhæl og ískrúfu sem duttu af beltinu hennar Katrínar við fallið. Snjóhællinn fannst en ekki skrúfan.
Þó að við höfum bara klárað tæplega tvær leiðir af 3 þá er þetta einn erfiðasti klifurdagur sem ég hef upplifað. Engu að síður þá erum við bæði spennt til þess að gera aðra tilraun seinna og klára verkefnið.
Á mánudeginum fór Katrín til læknis og þá kom íljós að hún hafði öklabrotnað. Katrín fær því hörkutólaorðuna fyrir að klára upp leiðina og labba niður í bíl.