Gale Force WI 5
75m. Klassísk brött 5. gráða með óviðjafnanlegu útsýni og staðsetningu. Algjört möst!
FF. Jan 2010: Chris G., Jökull B.
Leið merkt sem C4
Crag | Tröllaskagi |
Sector | Ólafsfjarðarmúli - Sjóræningjavogur |
Type | Ice Climbing |
75m. Klassísk brött 5. gráða með óviðjafnanlegu útsýni og staðsetningu. Algjört möst!
FF. Jan 2010: Chris G., Jökull B.
Leið merkt sem C4
Crag | Tröllaskagi |
Sector | Ólafsfjarðarmúli - Sjóræningjavogur |
Type | Ice Climbing |
75m. Þunnur og brattur ís í þröngri skoru ca. 10m. Tvö stutt brött höft eftir það og svo 30m WI3 upp á brún. Vinir og hnetur gætu komið að góðum notum ef ís er þunnur.
FF. Jan 2010: Chris G., Jökull B.
Leið merkt sem C3
Crag | Tröllaskagi |
Sector | Ólafsfjarðarmúli - Sjóræningjavogur |
Type | Ice Climbing |
75m. Þunnur og brattur ís að þaki, yfirhangandi hreyfing út fyrir þak.
Búnaður: 2 boltar upp að slútti + nokkra litla vini ef ís er í þynnra lagi.
FF. Jan 2010: Chris G., Jökull B.
Leið merkt sem C2
Crag | Tröllaskagi |
Sector | Ólafsfjarðarmúli - Sjóræningjavogur |
Type | Ice Climbing |
75m R. Balletdans á þunnum ís milli yfirhangandi kerta. Lykilkafli er lítið klettaþak fyrir miðri leið. 2 boltar í leið og 2 bolta akkeri á brún. Búnaður: vinasett upp að stærð 3 og hálft hnetusett auk ísskrúfa.
Varúð! Leiðin er mjög tortryggð á lykilkaflanum og því verulega varasöm og fær því “R” gráðun…
FF. Jan 2010: Chris Geisler, Jökull Bergmann
Leið merkt sem C1
Crag | Tröllaskagi |
Sector | Ólafsfjarðarmúli - Sjóræningjavogur |
Type | Ice Climbing |
70m. Tilkomumikill og fallegur foss bæði að sumri sem vetri og án nokkurs vafa eitt mesta ísklifurafrek þess tíma þegar hann var frumfarinn veturinn 1983 af ungum og vöskum Dalvíkingum með nánast enga klifurreynslu að baki. Ef Mígandi er frosinn má ætla að flestar leiðir í Múlanum séu í aðstæðum, því hann er þeirra vatnsmestur. Gott er að skipta honum í tvær spannir og gæta ber að því að síðustu 15m eru jafnan upp brattann og þunnnan íshólk með miklu rennsli innaní.
FF. 1983: Gunnlaugur Sigurðsson, Vilhelm Hallgrímsson
Leið merkt sem B1.
Crag | Tröllaskagi |
Sector | Ólafsfjarðarmúli - Plankinn |
Type | Ice Climbing |
80m. Síga þarf í þessa leið af brún! Afar klassískur og skemmtilegur WI3 foss með smá ævintýra ívafi sökum aðkomunnar
FF Des 2009: Gregory Facon, Chris Geisler, Jökull Bergmann
Leið merkt sem A5
Crag | Tröllaskagi |
Sector | Ólafsfjarðarmúli - Flæðarmálið |
Type | Ice Climbing |
70m. Vandasöm aðkoma eftir fjörunni og ekki gott að komast að leiðinni á flóði. Leiðin fer upp miðkertið í breiðu þili sem skipta mætti í 3 aðskildar leiðir ef svo bæri undir.
FF Des 2009: Sigurður Tómas, Eiríkur Ragnars, Jökull B.
Leið merkt sem A4
Crag | Tröllaskagi |
Sector | Ólafsfjarðarmúli - Flæðarmálið |
Type | Ice Climbing |
60m. Upp breiðan slabbandi foss um 20m þar til hann þrengist í skoru og verður brattari nokkra metra. Þaðan tekur við léttara klifur um 15m (fínt að gera stans undir íshafti þar) og eru þaðan svo 20-30m af ekki svo erfiðu en þó vandasömu ís- og drulluklifri upp á brún.
ff Des 2008: Sigurður T, Jökull B
Leið merkt sem A3
Crag | Tröllaskagi |
Sector | Ólafsfjarðarmúli - Flæðarmálið |
Type | Ice Climbing |
50m. Töluvert vatnsrennsli og oft blautur en með miklum ís. Er ein aðgengilegasta leið svæðisins og býður upp á margar mögulegar útfærslur, allt frá WI3 upp í WI5 eftir því hvar kvikindið er klifið.
Leið merkt sem A2
ff 1983: Gunnlaugur Sigurðsson, Vilhelm Hallgrímsson
Crag | Tröllaskagi |
Sector | Ólafsfjarðarmúli - Flæðarmálið |
Type | Ice Climbing |
Leið merkt sem A1
Beint upp slétta vegginn vinstra megin við Lambaskersfoss (A2) upp á stóra snjósyllu – nokkur afbrigði möguleg. Um 10m haft er enn ófarið ofan við slabbsylluna og býður upp á nokkrar útfærslur af ýmsum erfiðleikastigum. Þannig endar leiðin uppi á brún.
ff. Des ’09: Sigurður T, Jökull B, Freyr I, Gregory F
Crag | Tröllaskagi |
Sector | Ólafsfjarðarmúli - Flæðarmálið |
Type | Ice Climbing |