Austurhlíðar

Leið merkt sem 21

Gráða I-II. 450M, sirka 2klst. Frá Kötlum er leið nr 22 (Hryggleið) fylgt upp á Flata, undir NA-hryggnum og í stað þess að halda áfram eftir honum er sveigt út í Austurhlíðarnar. Upp þær eru ýmis létt afbrigði, en greinilegasta leiðin er um snjólænu þá sem gengur næsta beint niður frá hátindi fjallsins. Læna þessi var skíðuð niður veturinn 1987 af Óskari Þorbergssyni og Einari Stefánssyni.

Crag Skarðsheiði
Sector Skessuhorn
Type Alpine

Neðri Þrándarstaðafoss WI 3

Þrándarstaðafossarnir eru tveir og með talsverðu millibili. Seinni fossinn er í stórri skál með mörgum öðrum leiðum og fær því að vera skráður sér.

Neðri fossinn er stuttur (10m) en getur verið snarpur. WI 3-4 eftir árferði. Neðri fossinn er alla jafna mjög vatnsmikill og getur tekið langan tíma að komast í klakabönd. Klifrið með gát og passið að leggja ekki af stað ef hann er bara þunnt rör.

Þegar komið er upp úr fossinum, við næstu flúðir, er djúpur hylur sem oft frýs ekki yfir en getur verið falinn af snjó. Hér hafa klifarar farið ofan í og það er hægara sagt en gert að komast uppúr aftur. Farið með gát!

Auðvelt er að ganga upp fyrir fossinn og koma fyrir ofanvaði, sem gerir leiðina að frábærum stað fyrir byrjendur til að æfa tökin.

 

Crag Brynjudalur
Sector Þrándarstaðafossar
Type Ice Climbing

Video

Villingadalur

Villingadalur er Austasti hlutinn undir norðurhlíðum Skarðsheiðar, djúp dalhvilft sem gegnur SV inn í meginfjallið og rennur Villingadalsá eftir honum. Í botni dalsins má finna 5 ísklifurleiðir auk þess sem hægt er að finna auðvelt stöllótt klifur í gili sunnan við fossana. Ísþilið sunnan megin í dalnum er nokkuð samfellt og hefur mikið verið klifrað í því, samt hafa engar línur fengið nöfn en klifrið er nokkurn veginn WI 2 á flestum stöðum.

  1. Styx – WI 4
  2. Hades – WI 4
  3. Kharon – WI 4+
  4. Kerberos – WI 3

Villingadalur er merktur inní Ísalp leiðavísi frá 1987, sem sector í Skarðsheiði og hér fyrir neðan má sjá þá mynd úr leiðavísinum.

13. Um Hábrúnir Skarðsheiðar – gönguleið (13km)
14. Villingadalsfossar
15. Mórauðihnúkur – Snjór (600M II.)

Bolaklettur

Bolaklettur stendur stoltur yfir Borgarfirðinum og horfir norður yfir til Borgarnes. Í Bolaklettinum sjálfum er gott færi fyrir ófarnar leiðir en hér eru listaðar leiðir sem hafa verið farnar í Innri hvilft, Bolaklett og Brekkufjalli.

 

Innri-hvilft
Innri-hvilft er svæðið sem menn tala oftast um þegar þeir tala um klifur í Bolakletti en hinn raunverulegi Bolaklettur er aðeins innar í firðinum (Svæði B). Í Innri-hvilft hafa verið farnar nokkrar ferðir og eru þar komnar 14 leiðir en þar er einnig tækifæri fyrir hugmyndaríka tækifærissinna.

A1 – Bara ef mamma vissi – WI 5+
A2 – Móri – WI 4
A3 – Mús – WI 4
A4 – Glaciologist on ice – WI 4
A5 – Take a walk on the other side of the stars – WI 4+
A6 – Aussie Pickings – WI 4
A7 – Aussie Pickings variation – WI 4
A8 – Mávahlátur – WI 4
A9 – Engin upphitun – WI 5
A10 – Alea iacta est – M 8 (Project)
A11 – Niflheimar – WI 5+
A12 – Múspelsheimar – M 9/ WI 5+/6 (Project)
A13 – Hard five – M 8/WI 6+
A14 – Ég heiti ekki Kiddi – WI 5+
A15 – Árdalsárfoss – WI 3

Bolaklettur
Hinn eiginlegi Bolaklettur á sér aðeins eina leið, Gjöfin sem heldur áfram að gefa, og er mjög alvarleg ís/mix/alpaklifurleið.

B1 – Gjöfin sem heldur áfram að gefa – WI 4+/M 5

Brekkufjall
Brekkkufjall er áfast Bolaklettinum og liggur frá honum og áleiðis inn fjörðinn. Hér eru þónokkrar leiðir, flestar með stuttri aðkomu og þær snúa vel og ís ætti að myndast í þeim þokkalega hratt þegar tekur að frysta.

C1 – Ekki er alt sem sýnist – WI 5
C2 – Þjóðmál – WI 3
C3 – Hvarfsgilsfoss – WI 4
C4 – Skallagrímur – WI 3+
C5 – Dolli dropi – WI 3

Golíat WI 4

2 spannir. Leiðin er í ísþilinu lengst til suðurs, og alveg hægra megin í því. Liggur upp um 60m brattan ískafla og síðan upp snjógil. Endar á 12-15m löngu lóðréttu kerti. Gengið er niður suður af fjallinu.

Ísþilið til vinstri býður upp á góðar leiðir á bilinu WI3-WI4

 

FF. Davíð(HSG) og Einar Sigurðsson

Crag Snæfellsnes
Sector Mýrarhyrna
Type Ice Climbing

Snæfellsnes

Snæfellsnes spannar stórt svæði, og nokkra sectora. Enginn af þeim er stór. Stærsti sectorinn er Mýrarhyrna, fyrir ofan Grundarfjörð, en það hefur verið gefinn út leiðavísir fyrir hana sérstaklega.

Álftafjörður
Ein skráð leið sem Will Gadd og Kim fóru þegar að þau voru hér í sinni frægu ferð 1998

  1. Wish I had a penis – WI 4+
  2. Mysturlum – WI4
  3. Fondue Plausch -WI4+

Grundarfoss
Eitthvað er í boði af leiðum í nágrenni Grundarfjarðar. Helst ber þar að nefna Grundarfoss og fossana sitthvoru megin við hann

  1. Hin – WI 3?
  2. Grundarfoss – WI 5
  3. Óskilamunir – WI 5+/6-

Mýrarhyrna
Hefur að geyma nokkrar af flottustu ísklifurleiðum á landinu. Þær eru frá einni og upp í 5 spannir. Mýrarhyrna er á norðanverðu Snæfellsnesinu, alveg við Grundarfjörð. Keyrt er í vestur út úr Grundarfirði, og þá blasir Mýrarhyrnan við á móts við Kirkjufell. Leiðirnar sem sjást á myndinni snúa í austur. Best er að leggja bílnum við skilti sem bendir á Kirkjufellsfoss, þaðan er svo gengið. Best er að elta girðinguna eins lengi og hægt er.

Leiðarvísir fenginn frá Sigurði Tómas Þórissyni

1. Golíat – WI 4
2. Christian IX – WI 4+
3. Kerling – WI 4+
4. Wake up call – WI 6+
5. Abdominal – WI 5
6. Comeback – WI 5
7. Þvergil – WI 3

Búlandshöfði
Höfði sem er miðja vegu milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar. Ofan Látravíkur vestan við bæinn Höfðakot eru nokkrar ísleiðir. Fossinn virðist ekki hafa nafn en lækurinn sem úr honum rennur heitir Biskupslækur, þar eru leiðir 1-5 og fossinn sjálfur er óklifinn. Örlítið utar á höfðanum myndast ís alveg niður að veg og við útskot með borði. Talið er að leiðirnar Nábítur og Múldýrið séu þar.

  1. Dordingull – WI 5
  2. Alien muffin – WI 4
  3. Túðan – WI 3+
  4. Sigurjón Digri – WI 3+
  5. Holan – WI 4+
  6. Nábítur – M 4
  7. Múldýrið – WI 4+

Rauðskriðugil
Sunnan megin í fjallinu Höfðakúlu ( Í norðurhliðinni er sectorinn Búlandshöfði ).  Hægt er að beygja út af Snæfellsnesvegi og inn annað hvort Mávahlíð (5743) eða Tunguveg (5742) og halda svo áfram inn veginn Mávahlíðarland. Þetta er sennilega einkaland svo að ráðfæringar við heimamenn um hvar sé í lagi að skilja eftir bíla eru ráðlagðar. Myndir óskast!

  1. Gunnars majónes – WI 4
  2. Fjórir fílar – WI 3

Lóndrangar
Stærri Lóndranginn er 75m á hæð og hefur verið klifinn á öllum hliðum (N-S-A-V). Stærri drangurinn var fyrst klifinn 1735 og er það elsta skráða klifurleið á Íslandi. Minni Lóndranginn er 61m á hæð og hefur einnig verið klifinn en bara á einum stað og hann er talsvert fáfarnari.

Í Lóndröngunum er talsvert fuglalíf, sérstaklega fýlar. Ráðlagt er að fara leiðirnar annaðhvort fyrir varptímann eða eftir þ.e. fyrir júní, eða eftir ágúst.

  1. Stærri Lóndrangi
    1. Upprunalega Lóndrangaleiðin – 5.6
    2. Austurhlið Lóndranga – 5.6
    3. Suðurhlið Lóndranga – 5.6
  2. Minni Lóndrangi
    1. Minni Lóndrangi – 5.6

Örninn
Alpaleið upp á einn flottasta tindinn á Snæfellsnesi

  1. Örninn – PD

Miðhyrna

Stök alpaklifurleið upp suðurhrygginn á Miðhyrnu. Fjallið er úr gabbró, svo að það er nokkuð heillegt klifur. Miðhyrna er áföst Þorgeirsfelsshyrnu og er leiðin einnig þekkt undir því nafni.

  1. Suðurhryggur Miðhyrnu – 5.6

Hítardalur
Ein leið frá Palla Sveins og félögum

  1. Óþekkti maðurinn – WI 4+