(Icelandic) Hrafnsfoss WI 4

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Leið nr. 2

WI 4(-?)

★★★

75 m. Formfagur ísfoss fyrir miðju Hrafnsgili, vel rúm línulengd af viðvarandi 80° klifri, sé klifrað upp fossinn þar sem hann er hæstur. Lýsingin “Soft Óríon” var látin falla í frumferðinni (leið 2a).  Nokkrum vikum síðar klifruðu Halldór Fannar og Ágúst Kristján afbrigði 2b og höfðu orð á því að sú leið væri nær WI5, þar sem hún færi upp brattasta hluta fossins sem ekki var í aðstæðum þegar frumferð var farin.

FF: Sigurður A. Richter & Ólafur Þ. Kristinsson, 2024

Aðkoma: Fossinn er í Hrafnsgili í Hrafnkelsstaðabotni við vestanverða botn fjarðarins, áberandi stærsta gilinu á svæðinu. Sérstaklega þægileg aðkoma er að gilinu, hægt er annað hvort að leggja á bílastæði Skotfélags Snæfellsness, eða við brúnna yfir Hrafnsá. Gangurinn upp að og inn gilið er rétt rúmur 1 km á svo gott sem flötu.

 

Crag Snæfellsnes
Sector Kolgrafarfjörður
Type Ice Climbing

(Icelandic) Hrafnsfoss – Framhald WI 2

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Leið nr. 3

20 m. Ef gengið er um 100 m eftir fallegu gilinu yfir Hrafnsfossi er komið að stuttum, breiðum ísklepra. Hverfur líklega undir skafl síðla vetrar.

Crag Snæfellsnes
Sector Kolgrafarfjörður
Type Ice Climbing

(Icelandic) Veðurfölnir WI 3

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Leið nr 1

120 m. Mjög auðveld ísrás leiðir upp að um 50 m háum þriðju gráðu ísfossi sem skipt er upp af stuttum stalli. Fyrri hlutinn fennir í kaf snemma vetrar svo rásin verður þægileg uppgöngu, en getur líka skapað snjóflóðahættu.

Aðkoma: Leiðin er í Hrafnsgili í Hrafnkelsstaðabotni við vestanverða botn fjarðarins, áberandi stærsta gilinu á svæðinu. Sérstaklega þægileg aðkoma er að gilinu, hægt er annað hvort að leggja á bílastæði Skotfélags Snæfellsness, eða við brúnna yfir Hrafnsá. Gangurinn upp að og inn gilið er rétt rúmur 1 km á svo gott sem flötu.

FF: Ólafur Þ. Kristinsson & Sigurður A. Richter, 2024

Crag Snæfellsnes
Sector Kolgrafarfjörður
Type Ice Climbing

(Icelandic) Smérgeirastrípur 5.1/5.2

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

5.1/5.2

40 m

Auðveldasta leiðin upp á lítinn tind sem kúrir í norðurenda Bolakletts.  Ekki er víst hvort tindurinn beri nafn, en nafn fannst hins vegar ekki í fljótu bragði við leit á veraldarvefnum. Þ.a.l. gefum við tindinum tímabundið nafnið Smérgeirastrípur, í samræmi við all undarleg staðarnöfn í kring, og borgfirskar örnefnahefðir. Ef einhver þekkir til nafns tindsins má endilega koma því áfram til okkar og við skiftum nafninu hér út.

Um 0.5-1 tíma gangur er upp að tindinum upp skriðuna norðan fjallsins, þar til komið er að skorningi sem leiðir upp í söðulinn. Klöngrast er upp mjög auðveldan skorninginn upp í söðul, og þaðan er klifruð suð-austur hlið tindsins. Mjög auðvelt klifur, um 15-20 metrar frá söðli og upp á topp, en tryggingar nokkuð vandasamar og berg mjög laust á köflum. Engu að síður ágætasta ævintýri.

Sigið niður sömu leið, tvær 60 metra línur ná vel niður að skriðu aftur.

FF (?, engin ummerki um aðrar mannaferðir á toppnum): Sigurður Ý. Richter & Atli Már Hilmarsson, febrúar 2023

Crag Bolaklettur
Sector Bolaklettur
Type Ice Climbing

(Icelandic) Greinar í ársrit Ísalp 2022

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Ágæti Ísalpari

Hefur þú sögu að segja? Eitthvað magnað, fyndið, erfitt, lærdómsríkt og/eða rosalega áhugavert tengt háfjallamennsku, sportklifri, fjallaskíðum, ísklifri, dótaklifri eða grjótglímu?

Ritstjórn Ísalp leitar að greinahöfundum til að skrifa greinar í ársrit Ísalp 2022 og við ætlum okkur stóra hluti. Ríkur vilji er til þess að birta greinar sem sýna dýpt og breidd íslenskar fjallamennsku sem höfðar til stærri hóps en venjulega. Þannig viljum við fá skrif frá reynsluboltum og nýliðum, ungum sem öldnum, harðkjörnum og kósíklifrurum frá öllum kynjum og allt þar á milli.

Við viljum heyra hetjusögur, klaufabárðasögur, tilfinningarússíbana, viðtöl, græjuhorn, fræðslu, hugljómarnir, upplifanir og fleira.

Það er stefna ritstjórnar að veita greinahöfundum stuðning í gegnum allt ferlið, þannig að þau sem hafa góða sögu að segja en eru feimin við að skrifa geta fengið stuðning og uppbyggilega ritstjórn í gegnum allt ferlið. Allt með það endanlega markmið að fá margar og vandaðar greinar í ársritið.

Rúsínan í pylsuendanum er svo sú að allar greinar sem birtast munu taka þátt í greinakeppni Ísalp, sem er nýjung. Hlutlaus og fagleg þriggja manna dómnefnd mun lesa greinarnar og velja eina sem mun hljóta verðlaun og birtingu fremst í blaðinu.

Ritstjórn mun taka við tillögum að greinum fram til 22. nóvember og lokaskil á greinum er um miðjan desember. Allar tillögur skal senda í gegnum skráningarform hér: https://forms.gle/Cqy9JpfXXajCkxJY7

(Icelandic) Ljósmyndakeppni Ísalp 2021

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Ljósmyndakeppni Ísalp 2021

Að venju er komið að árlegri ljósmyndakeppni Íslenska alpaklúbbsins fyrir liðið tímabil. Í boði eru flokkarnir Klifur, Skíði og Mannlíf á fjöllum. Dómnefnd kýs sigurvegara í hverjum flokki.

Reglurnar eru eftirfarandi:

  1. Keppandi þarf sjálfur að hafa tekið myndina
  2. Keppandi þarf að vera meðlimur í Íslenska alpaklúbbnum
  3. Myndir þurfa að vera teknar eftir síðustu ljósmyndakeppni (nóvember 2020)
  4. Hver keppandi má senda 3 myndir að hámarki (mega fara allar í sama flokk eða skiptast á flokka)
  5. Hverja mynd þarf að tilgreina í einn flokk
  6. Stutt lýsing þarf að fylgja hverri mynd
  7. Með þáttöku samþykkir keppandi að mynd getur birst í ársriti klúbbsins

Til að taka þátt skal senda myndir með tölvupósti á netfangið ljosmyndakeppni@isalp.is í síðasta lagi sunnudaginn 14. nóvember 2021.

Niðurstöður ljósmyndakeppni Ísalp 2020

Nú styttist í að ársrit Ísalp 2020 fari á flakk um landið og skili sér í póstkassa meðlima. Forsíðu ársritsins príðir ein af þremur vinningsmyndunum úr ljósmyndakeppni klúbbsins, að þessu sinni var það sigurmynd klifurflokksins. Úr nægu var að velja af ótal glæsilegum myndum sem meðlimir sendu okkur í nóvember, en sjóuð dómnefnd skar úr um þær þrjár bestu myndir í hverjum flokki og má sjá þær hér að neðan ásamt nöfnum ljósmyndara og lýsingum. Að sjálfsögðu hljóta þessar myndir sínar síður i ársritinu, ásamt nokkrum fleiri vel völdum myndum úr keppninni sem skreyta blaðið.

Helskór Vésteins WI 4+

Hægra þilið af augljósu þiljunum tveim fyrir botni Garðshvilftar, leið 1.5.

Tvær spannir af skemmtilegu, jöfnu klifri í góðum ís. Nokkuð í fangið í fyrri hluta, slær af halla í seinni hluta og getur verið auðvelt að komast upp fyrir hengju yfir vinstri hluta þilsins. Annars er lítið mál að setja upp þræðingu undir hengjunni og síga niður í tveim sigum.

 

WI 4+, 80 m

Febrúar 2020,  Magnús Ólafur Magnússon & Sigurður Ý. Richter

Crag Dýrafjörður
Sector Garðshvilft
Type Ice Climbing

(Icelandic) Ljósmyndakeppni ÍSALP 2020

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

 

Ljósmyndakeppni Ísalp 2020

Að venju er komið að árlegri ljósmyndakeppni Íslenska alpaklúbbsins. Í boði eru flokkarnir Klifur, Skíði og Mannlíf á fjöllum. Dómnefnd kýs sigurvegara í hverjum flokki ásamt því að besta myndin mun prýða komandi ársrit klúbbsins.

Reglurnar eru eftirfarandi:

  • Keppandi þarf sjálfur að hafa tekið myndina
  • Keppandi þarf að vera meðlimur í klúbbnum
  • Myndir þurfa að vera teknar eftir síðustu ljósmyndakeppni (nóvember 2019)
  • Hver keppandi má senda 3 myndir að hámarki (mega fara allar í sama flokk eða skiptast á flokka)
  • Hverja mynd þarf að tilgreina í einn flokk
  • Stutt lýsing þarf að fylgja hverri mynd
  • Með þáttöku samþykkir keppandi að mynd getur birst í ársriti klúbbsins

Til að taka þátt skal senda myndir með tölvupósti á netfangið ljosmyndakeppni@isalp.is í síðasta lagi 15. nóvember 2020!

Ársritið 2019 aftur á netið

Við vonum að vel fari um fólk og að allir séu við góða heilsu þessa dagana. Þar sem við erum vonandi sem flest að fylgja ráðleggingum og höldum okkur heima viljum við opna aftur fyrir vefútgáfu ársrits 2019 þar sem ekki hefur þótt ráðlegt af gefnu tilefni að póstleggja riti til hundruða einstaklinga, auk þess að ekki er hægt að nálgast ritin í Klifurhúsinu vegna lokana. Við bindum vonir við að geta póstlagt ársritin þegar fer að kyrrast, en fram að því verður hægt að glugga í ritið hér að neðan

 

Axarskaft M 4-

Leið 3 (efsti hluti leiðarinnar fylgir að vísu meir þunnu ísræmunni tvo metra vinstra megin við línuna)

Furðuleg leið í úrvalsbergi. Byrjar í mjög auðveldri, ísaðri gróf, þar til komið er upp undir flottan lóðréttan klettavegg. Þar er klöngrast upp nokra stöllótta metra til hægri, í átt að gróinni klauf í brúninni. Um hálfa leið upp að henni er hins vegar tekin vinstrisnúningur og veggurinn klifraður beint upp (EK) á samansaumuðum sprungum, klettagripum og sprungutökum. Vandasamar tryggingar í efri hluta.

FF: Sigurður Ýmir Richter, 9. febrúar 2020

Crag Ísafjarðardjúp
Sector Straumberg
Type Mixed Climbing

Ljósmyndakeppni og Leið ársins 2019

Þó vantað hafi sjálft ársritið á prentuðu formi, gekk útgáfa ársrit ÍSALP 2019 með eindæmum vel og var góð mæting og stemning á KEX hostel síðasta föstudagskvöld. Þar voru m.a. kynnt efstu sætin í ljómyndakeppninni, og má hér sjá fimm efstu sætin í hverjum flokki, en í blaðinu sjálfu fengu efstu þrjú sætin sína síðu hvert. Sigurmynd skíðaflokks, tekin af Martin Voigt, príðir forsíðu blaðsins, en sigurvegarar hinna flokkanna voru Egill Örn Sigurpálsson í klifurflokki og Virgil Reglioni í mannlíf á fjöllum.

Keppnin um leið ársins var haldin í annað sinn, og útvegaði Matteo verðlaunin í boði GG Sport. Fór keppnin þannig fram að tólf leiðir voru kynntar til leiks, og fengu viðstaddir meðlimir tækifæri til að kjósa um hver leiðanna hlyti verðlaunin. Úrslitin voru eftirfarandi: þriðja sætinu deildu leiðirnar Brattasti þristur landsins (WI4+) og Gnar for breakfast (AD+, WI3), í öðru æti var klettaleiðin Stefnið (5.10+), en fyrsta sætið og verðlaunin hreppti leiðin Jólatré, 180m WI5 frumfarin af þeim Bjarti Tý og Rory Harrison.

Leið ársins:

Leið ársins: Jólatré

Klifur:

Sigurmynd klifurflokks: Egill Örn Sigurpálsson - „Sigurður Richter býr sig undir klifur í Mýrarhyrnu á ísklifurfestivali Ísalp."2, sæti klifurflokks: Virgil Reglioni - „Rise from the Deep: Hanging deep in this bottom-less moulin, shooting from below, this shot brought me such an incredible experience photographing. The conditions were hard, hanging low on an uncomfortable position, ice particles falling down on me and my gears, i was trying to hold my balance with one hand, holding the ice axe jammed in the ice wall in front of me and shooting with the other one."3. sæti klifurflokks: Björgvin Hilmarsson - „Bjartur Týr Ólafsson í þriðju spönn leiðarinnar Kulusuk Hostel á Kulusuk eyju á Austur-Grænlandi. Leiðin er um 110 metrar og fimm spannir (5a / 5b / 6a+ / 6b / 3c)."4. sæti klifurflokks: Sigurður Ý. Richter - „Magnús Ólafur Magnússon klifrar upp í næstsíðasta stans suðurveggjar Midi tinds í frönsku Ölpunum."5. sæti klifurflokks: Bjartur Týr Ólafsson - „Matthew Mcateer stígur inn á sólríkt slabbið í fjórðu spönn Nabot Léon leiðarinnar á Rauða Turni Aiguille de Blatiére."

Skíði:

Sigurmynd skíðaflokks: Martin Voigt - „Gönguskiðaferð í Landmannalaugar með HSSK."2. sæti skíðaflokks: Haraldur Ketill Guðjónsson - „Á bakaleið yfir Drangajökul eftir þriggja daga ferð um svæðið á gönguskíðum. Hljóðabunga sést í bakgrunni."3. sæti skíðaflokks: Rowan Bashford - „Rúnar Pétur Hjörleifsson ripping a fresh line above his family home in Neskauðstaður"4. sæti skíðaflokks: Martin Voigt - „Miðnæturfjallaskíðaferð á Snæfellsjökul" 5. sæti skíðaflokks: Bjartur Týr Ólafsson

Mannlíf á fjöllum:

Sigurmynd í mannlíf á fjöllum: Virgil Reglioni - „Eternal: A capture from the golden hours through the long sea. Lost, deep in the highlands, this hike got us absolutely speechless and mind-blown. A perfect harmony between human and nature."2. sæti í mannlíf á fjöllum: Bjartur Týr Ólafsson - „Jón Heiðar og Ásgeir Már á leið niður norð-austur hrygg Obergabelhorn, 4063 m.y.s., í Sviss."3. sæti í mannlíf á fjöllum: Rowan Bashford - „Guðný Diljá Helgadóttir and I are out on a berry picking trip above some of the most scenic glacier tongues in Iceland. How lucky we are to have such incredible alpine and wilderness across the road from our house. Where else in the world is life this good?"4. sæti í mannlíf á fjöllum: Eric Contant - „Umferðarteppa í Khumbu ísfallinu milli fyrstu og annarra tjaldbúða Everestfjalls."5. sæti í mannlíf á fjöllum: Magnús Ólafur Magnússon - „Sigurður Ý. Richter á suðurvegg Midi tinds í frönsku Ölpunum. Í bakgrunni sjást tvö teymi á Cosmiques hryggnum."

Brattasti þristur landsins WI 4+

Leið 2

80m WI4(+?)

Leiðin liggur upp Grundarfossinn, um 20 metra hægra megin við upprunalegu leiðina þeirra Bjögga og Skabba. Þar sem ísinn myndast á fjölbreyttann hátt, er nóg í boði af mismunandi útgáfum í virkilega skemmtilegum ís.

Leiðin átti að vera stuttur, þægilegur þristur til að hita upp fyrir ísklifurfestivalið, en kom græningjunum svona líka hressilega í opna skjöldu. Fyrri helmingur þessarar útgáfu fylgir víðri kverkinni upp og út á lóðrétt tjald, en seinni helmingur (hliðrar ögn til hægri) býður upp á ítrekaðar yfirhangandi regnhlífasúpur. Leiðin endar svo á þægilegra klifri upp á topp sem getur endað í hengjukrafsi.

Ljósmyndari:Franco Laudanna
Brattasti þristur landsins. Upprunalega leiðin fer upp þilið lengst til vinstri.

FF: Sigurður Ýmir Richter & Guðmundur Ísak Markússon, 2019

Crag Snæfellsnes
Sector Grundarfoss
Type Ice Climbing

Ljósmyndakeppni ÍSALP 2019

Nú er komið að árlegu ljósmyndakeppni Ísalp, og erum við að vanda að leita að myndum í þrjá flokka; Klifur, Skíði og Mannlíf á fjöllum. Kosnir verða sigurvegarar í hverjum flokki og mun besta myndin príða forsíðu ársrits Ísalp 2019!

Myndirnar þurfa að vera teknar eftir ljósmyndakeppni seinasta árs (frá og með nóvember 2018) og er öllum velkomið að taka þátt. Reglurnar eru eftirfarandi:

-Þátttakendur mega senda að hámarki þrjár myndir hver

-Ekki skiptir máli í hvaða flokk hver mynd fer, en t.a.m. er hægt að senda eina mynd í hvern flokk eða allar þrjár í sama flokkinn

-Hver mynd getur einungis tekið þátt í einum um flokki

-Sú/sá sem tekur þátt þarf sjálf/ur að hafa tekið myndina

 

Taka skal fram í hvaða flokki hver mynd tekur þátt og helst skal fylgja stutt lýsing (ein setning).

Myndir þurfa að berast á stjorn@isalp.is fyrir miðnætti 15. nóvember!

(Icelandic) Bætt vinnubrögð við boltun!

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Upp á síðkastið virðist það hafa færst í aukana að klifrarar verði varir við nýja múrbolta af ýmsum toga á ótrúlegustu stöðum, oftar en ekki boltar sem hafa engan augljósan tilgang. Ekki er nóg með það að þessir boltar eru villandi og síður en svo öruggir í öllum tilfellum, heldur eiga þeir líka til að finnast á svæðum þar sem boltun er óheimil. Þ.a.l. viljum við koma eftirfarandi áherslum á framfæri, og fara fram á að fólk kynni sér rétt og vönduð vinnubrögð við uppsetningu klifurleiða og almenna boltun í náttúru Íslands:

  1. Fá leyfi hjá landeigendum/hagsmunaaðilum! Sama hver tilgangur boltunar er, eru það óhjákvæmilega landeigendur sem eiga síðasta orðið um boltun á þeirra landi (hvort sem landeigendur eru ríkið eða einkaaðilar). Því er nauðsynlegt að öðlast tilskilin leyfi áður en lagt er í að bora fyrir boltum.
    • Þó svo að tiltekið svæði sé þegar boltað (t.d. sportklifursvæði) þýðir það ekki að enn sé leyfi fyrir að reka inn fleiri bolta, og þarf því að ganga úr skugga um að slíkt sé enn leyfilegt.
    • Stranglega bannað er að bolta á friðlýstum svæðum, nema skírt leyfi hafi verið fengið fyrir boltun á slíku svæði.
    • Á sumum svæðum er almennt samþykki um að halda boltalausum (t.d. Stardalur og Gerðuberg) og verða því allir boltar fjarlægðir fyrirvara- og undantekningalaust nema breyting hafi orðið á slíku samkomulagi.
  2. Þekkja og hafa reynslu af öruggri boltun! Margskonar vinnubrögð, misörugg, þekkjast við boltun í ýmsum tilgangi, og nauðsynlegt er að fólk kynni sér RÉTT og VÖNDUÐ vinnubrögð, sér í lagi á svæðum þar sem fólk gæti í gáleysi reitt sig á tryggingar í öðrum tilgangi en þær voru settar upp fyrir. Greinargóðar leiðbeiningar og siðferðisreglur við boltun í íslensku bergi má finna í viðamikilli grein Jóns Viðars Sigurðssonar frá 2012, sem hægt er að nálgast á PDF formi með eftirfarandi tengli, og mælum við eindregið með að allir sem hafa hug á að bolta hérlendis kynni sér hann sem og að öðlast reynslu frá reyndum leiðasmiðum: https://klifurhusid.is/wp-content/uploads/2012/04/Boltun-klifurlei%C3%B0a.pdf
  3. Ekki reka inn bolta sem hafa áhrif á þegar uppsettar klifurleiðir! Aðeins ætti að bolta í námunda við klifurleiðir ef tilgangur þess er að auka öryggi í þeirri klifurleið, t.d. ef skipta þarf út gömlum boltum (að sjálfsögðu í samráði við frumfarendur eða umsjónafólk). Annað getur verið villandi, verið klifrurum til vandræða og jafnvel skapað hættu ef slíkt er ekki vel ígrundað.
  4. Er nauðsynlegt að koma fyrir varanlegum tryggingum? Oft er nóg í boði af öruggum náttúrulegum tryggingum sem gera boltun óþarfa. Á þetta sérstaklega við á svæðum þar sem dótaklifur er stundað, og oftar en ekki er mjög óvinsælt meðal klifrara að leiðir séu boltaðar sem eru auðtryggðar á öruggan hátt með náttúrulegum tryggingum. Sömuleiðis er ekki í lagi að bolta klifurleiðir sem þegar hafa verið klifraðar með slíkum tryggingum, nema frumfarendur hafa gefið leyfi fyrir slíku.

Annars vonum við að sumarið hefur nýst klifrurum vel, og er frábært að sjá allar þær nýju og gömlu leiðir sem settar eru upp og haldið við á víð og dreif um landið. Það er einmitt ástæða þess að við viljum áfram sjá góð vinnubrögð og halda öllum á góðu nótunum, svo við getum haldið áfram á sömu braut í framtíðinni 😉

(Icelandic) Ritnefnd ársrits ÍSALP 2019!

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Skipulagning ársrits ÍSALP 2019 er núna að hefjast af fullum krafti, og viljum við því hóa í öfluga félaga til þess að vera með í ritnefnd ársritsins, og/eða skrifa greinar af líðandi árum.

Ef þú hefur áhuga á að vera með í ritnefndinni eða langar að fá grein frá þér í næsta ársrit, þá skaltu ekki hika við að hafa samband (á stjorn(at)isalp.is), öll aðstoð er ómetanleg og ársritið verður aldrei áhugaverðara en það sem meðlimir hafa fram að bera!

(Icelandic) Stardalsdagurinn 2019 (& dótaklifurkynning)

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Nú ættu allir að vera búnir að skafa af sér hrím vetrarins og liðamótin vonandi fengið að liðkast í sólinni seinustu vikur. Þó veður seinasta sumars hafi haft okkur að leiksoppi, tókst dagurinn vel til og stefnum við því á að endurtaka leikinn í ár og halda Stardalsdaginn hátíðlegan aftur.

Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá er Stardalsdagurinn árlegur viðburður þar sem dótaklifurviðundur landsins fjölmenna í klifur í Stardal. Stardalur er glæsilegt dótaklifursvæði, með yfir 90 skráðar klifurleiðir frá 5.1 upp í 5.11b, og ekki þykir verra að klifursvæðið er í einungis 20 mínútna fjarlægð frá Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu.

Dagurinn sjálfur verður haldinn laugardaginn 29. júní (með 30. júní til vara ef veður ætlar í hart) og er brottför verður í Stardal klukkan 10:00 frá Orkunni við Vesturlandsveg/Grjótháls (en þið megið auðvitað mæta hvenær sem er í dalinn og fara þegar ykkur listir).
Fólk er að sjálfsögðu á eigin vegum og ábyrgð, og því mælum við eindregið með að þið verðið ykkur sjálf úti um klifurfélaga og lágmarksbúnað. Athugið að það verður ekki kennsla í Stardal, heldur erum við einfaldlega að fjölmenna í dalinn, og því er best að fólk hafi einhverja lágmarks þekkingu á leiðsluklifri (t.d. sportklifri).

Til að hita upp fyrir laugardaginn, ætlar Ísalp og klifurfélag reykjavíkur að halda kynningu á dótaklifri fimmtudagskvöldið 27. júní. Fyrir þá sem leggja stund á klifur og vilja víkka sjóndeildarhringinn og kitla taugarnar með eigin bergtryggingum, þá er þetta tilvalið tækifæri til að kynnast betur dótaklifri.

Kynningin hefst klukkan 20:00 á efri hæð Klifurhússins (Ármúla 23, Reykjavík), og munum við fara yfir öll helstu atriði sem hafa þarf í huga í dótaleiðslu, sem og að leyfa þátttakendum að munda sínar eigin bergtryggingar.

Meðlimum ÍSALP og Klifurhússins er velkomið að mæta, kynningin er meðlimum félaganna að kostnaðarlausu og verður boðið upp á kaffi og kleinur. Svo það er um að gera að kíkja við, og hlökkum við til að sjá sem flesta.

Endilega meldið ykkur á viðburðina á FB að neðan

Stardalsdagurinn: https://www.facebook.com/events/2262399440675940/

Dótaklifurkynningin: https://www.facebook.com/events/435004757075268/

Ath! við viljum ítreka það að þessi kynning kemur EKKI í stað vottaðra fjallamennsku- og línuvinnunámskeiða, og meðlimir eru á eigin ábyrgð í Stardal.

Skoska leiðin M 3

Leið númer E8.

Leið utan í Votabergi sem einkennist af stórum steinboga í fyrstu/annarri spönn. Í bogann glittir af veginum utan í múlanum, um hundrað metra vestan við ristarhliðið, hér um bil fyrir miðjum hamrinum.

Til að komast að leiðinni er hægt að klöngrast upp gil og hryggi vestan megin og hliðra svo austur undir bogann, eða klifra upp þunnan en auðveldan ís undir leiðinni.

Leiðin hefst undir boganum, og fylgir fyrri spönn hægri grófinni bak við bogann. Í ákjósanlegri aðstæðum er mögulega hægt að klifra ~WI3 ís beint uppúr, en í (mögulegri) “frumferðinni” var grófinni fylgt í fyrstu á ís, sem ofar endar í víðri, hrímaðri sprungu á sprungutökum (eflaust gott að hafa með stærri bergtryggingar (Já, hexur!)). EK er að hliðra til vinstri úr sprungunni á sléttum vegg (M3?) undir þaki.

Seinni spönn byrjar í lítilli skál, og eru þar nokkrar mögulegar leiðir uppúr. Miðjuleiðin var klifruð, og fylgir hún misísaðri gróf uppá topp. Skemmtilega skoskt klifur í það heila.

 

M3 WI3+ 90m

 

FF: Sigurður Ý. Richter og Guðmundur Ísak Markússon, jan 2019

 

Steinboginn
Efri spönnin í Skosku leiðinni
Crag Múlafjall
Sector Votaberg
Type Mixed Climbing

Video

(Icelandic) Ljósmyndakeppni ÍSALP og greinar í ársrit!

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

 

Nú er komið að árlegu ljósmyndakeppni Ísalp, og erum við að vanda að leita að myndum í þrjá flokka, Klifur, Skíði og Mannlíf á fjöllum. Öllum er velkomið að taka þátt, dregnir verða út sigurvegarar í hverjum flokki og mun besta myndin príða forsíðu ársrits Ísalp 2018.

Myndin þarf að vera tekin eftir útgáfu seinasta ársrits (desember 2017), allir mega senda myndir í alla þrjá flokkana, en þó má hver mynd einungis taka þátt í einum flokki.

Allar myndir þurfa að berast á stjorn@isalp.is fyrir 2. nóvember!

 

Einnig erum við enn að leita að greinum og pistlum í ársritið, svo ef þú ert með hugmynd að góðu efni í ársritið og langar að deila með okkur, máttu endilega senda póst á stjorn@isalp.is.