Team Faff WI 3

Bláa línan á mynd

Eitt af neðri berglögunum í Svarthamarsfjalli í hlíðinni sem snýr niður að Djúpveg. Ca 300m hæð.

FF: Erla Guðný Helgadóttir, Fjóla Björg, Gunnar Ingi Stefánsson, Hjördís Björnsdóttir, Mike Walker, Ólöf Sesselja Ingimundardóttir, Rob Askew og Tryggvi Guðmundsson, 9. febrúar 2020

Crag Ísafjarðardjúp
Sector Svarthamarsfjall
Type Ice Climbing

Puttaferðalangar WI 3+

Leið númer 6 á mynd.

Leið rétt hægra megin við Brennivínshippann.

Ein full spönn. Jón Haukur og Þórður lögðu af stað upp leiðina og þegar Doddi var hálfnaður að elta gengu Hjördís og Gunni undir leiðina og spurðu hvort að þau gætu ekki komið með líka. Þessu var reddað og allir fengu að klifra.

FF: Jón Haukur Steingrímsson, Gunnar Ingi Stefánsson, Hjördís Björnsdóttir og Þórður Aðalsteinsson, 8. febrúar 2020.

Crag Ísafjarðardjúp
Sector Hafradalur
Type Ice Climbing

Öldugangur WI 5

Leið númer 2 á mynd.

Leiðin er í áberandi berggang í botni Hestfjarðar.

Mest áberandi leiðin frá veginum. Byrjar vinstra megin í haftinu sem er líklega oft breiðara þar sem að stórt stykki hefur nýlega hrunið hægra megin í þilinu. Hægt að koma sér í smá skúta í byrjun til að koma inn fyrstu tryggingu. Eftir það heldur leiðin beint upp nánast lóðrétt allan tímann. Í frumferðinni voru stórir uggar sem stóðu út úr veggnum og mynntu á öldur að brotna. Í toppnum á leiðinni þurfti að klifra á bak við eina þeirra.

WI 5, 25-30m

FF: Jónas G. Sigurðsson og Ottó Ingi Þórisson, 9. febrúar 2020

Crag Ísafjarðardjúp
Sector Straumberg
Type Ice Climbing

Brotnar skeljar WI 3

Leið númer 1 á mynd.

Leiðin er í áberandi berggang í botni Hestfjarðar.

Leið sem lætur ekki mikið yfir sér en kemur svo á óvart og er brattari en maður heldur.

Í frumferð var eitthvað af ís og snjóskeljum sem brotnuðu undan manni þegar maður klifraði.

FF: Jón Haukur Steingrímsson og Þórður Aðalsteinsson 9. febrúar 2020

Crag Ísafjarðardjúp
Sector Straumberg
Type Ice Climbing

No Ragrets WI 3+

Leið númer 8 á mynd

Þægileg og stöllótt leið með snjóbrekkum á milli. Í fyrstu spönn er áberandi kerti í þrengingu í gilinu sem býður upp á áhugaverðar hreyfingar. Ofarlega í leiðinni er hægt a líta yfir í leið númer 7 og ganga út á berggang sem skagar út í dalinn.

FF: Ágúst Þór Gunnlaugsson, Jónas G. Sigurðsson og Ottó Ingi Þórisson

Crag Ísafjarðardjúp
Sector Hafradalur
Type Ice Climbing

Brennivínshippinn WI 4+

Leið númer 5 á mynd

Tvær spannir. Fyrri stöllótt en með ágætis höftum WI 3+. Seinni spönnin er svipuð þeirri fyrri en hún endar svo á lengra og brattara hafti upp að klettum þar sem allur ís hættir, WI 4+.

FF: Ágúst Þór Gunnlaugsson, Jónas G. Sigurðsson og Ottó Ingi Þórisson, 8. febrúar 2020

Crag Ísafjarðardjúp
Sector Hafradalur
Type Ice Climbing

Video

Vatnadrekinn

Leið númer 2 á mynd

Leiðin er að stórum hluta í snjógili þar sem standa upp úr ísbunkar. Gilið er nokkuð breitt og því hægt að velja sér erfiðleika. Efst er meiri og brattari ís

WI 2-3

FF:  Fjóla Björg, Gunnar Ingi Stefánsson, Hjördís Björnsdóttir, Mike Walker, Ólöf Sesselja Ingimundardóttir, Rob Askew og Tryggvi Guðmundsson, 8. febrúar 2020

Crag Ísafjarðardjúp
Sector Hafradalur
Type Ice Climbing

Ice climbing festival 2020

The annual Ísalp Ice Climbing Festival will be held in the Westfjords this year. The plan is to stay at the guesthouse in Ísafjörður and climb on the nearby sectors.
More information on the routes can be found here at the website at https://www.isalp.is/en/crag/isafjordur.
Registration for the accommodation and meat soup is in the forum “Skráning á Ísklifurfestival 2020”.
Arnar leggur af stað í Bleika pardusinn

Stigvaxandi WI 3

Leið í áberandi gili rétt áður en komið er í sjálft Glymsgilið.

Þegar gengið er eftir gönguleiðinni upp að glym er farið í gegnum helli sem heitir Þvottahellir. Þegar staðið er uppi á brún áður en farið er niður og í gegnum hellinn þá er Stóragil þar beint á móti.

Leiðin byrjar aflíðandi en verður brattari eftir því sem ofar dregur. Fyrir ofan leiðina er bratt kerti sem er ófarið eins og er.

FF: Gunnar Ingi Stefánsson og Illugi Örvar Sólveigarson, desember 2019

Crag Glymsgil
Sector Stóragil
Type Ice Climbing

Skyndibiti WI 3

Leið upp Þórufoss í Kjósinni.

Leiðin er eiginlega stök í Kjósinni en fær að fljóta með Grenihlíðar sectornum vegna nálægðar.

15m, WI 3

Leiðin fer upp foss í ágætlega vatnsmikilli á. Því ber að hafa varann á þegar farið er í leiðina og passa að áin sé nægilega vel frosin til að geta gengið á henni.

Leiðin er aðeins 200m frá veg og hentar því einstaklega vel fyrir skreppitúr í létt ísklifur.

Sögusagnir herma að þessi foss hafi verið klifinn fyrir 2019. Engar heimildir finnast hins vegar fyrir því…

FF: Elísabet Atladóttir og Illugi Örvar Sólveigarson, 15. desember 2019

Crag Kjós
Sector Grenihlíð
Type Ice Climbing

Wool blankets in Tindfjallaskáli

The Icelandic Alpine club (ÍSALP) has now with the help of good benefactors collected wool blankets which will soon be put in the mountain cabin in Tindfjöll mountains.

This gives travelers the opportunity to travel lighter in order to access the cabin when staying there over night.

Now guests only need to carry with them a sleeping bag liner instead of carrying a sleepingbag.

The idea comes from what is common in the Alps and is considered to be the first Icelandic cabin that offers this luxurious accommodation.

ÍSALP hopes that many in the future will be able to use the hut and looks forward to see you in the mountains.

More information about Tindfjallaskála cabin are at the ÍSALP webside under Cabins.