Greenpeace WI 5

Leið númer 17, myndin er af efri hluta leiðarinnar

100 m. 2-3 spannir

Leiðin byrjar í 20 m langri snjóbrekku sem leiðir að 5m háu klettahafti með þaki. þaðan
er önnur 20 m snjóbrekka að 60 m háum lóðréttum
ískafla. Leiðin endar eins og leið nr 15. (Ísalp leiðin)

FF: Hallgrímur Magnússon og Páll Sveinsson, 19. feb.1995.

Crag Glymsgil
Type Ice Climbing

Sea sheppard WI 5

Leið númer 16, Mynd af leiðinni óskast

100 m. 3 spannir
Leiðin byrjar í greinilegu ísmiklu hafti, þá tekur við snjóbrekka sem liggur upp að klettabelti, um 15 m háu, og þaðan eru 50 m í þunnum ís að 10 m háu kerti. Leiðin endar eins og leið nr 15. (Ísalp leiðin)
FF: Dagur Halldórsson og Viðar Þór Hauksson 19. feb.1995.

Crag Glymsgil
Type Ice Climbing

Ísalp leiðin WI 4

Leið númer 15.

100 m. 2-3 spannir
Ísstallar með lóðréttum höftum. Þegar leiðinni er lokid Þarf að hliðra eftir syllu í miðjum klettaveggnum. Þessi hliðrun er varasöm og leiðin því ekki ráðleg byrjendum.

FF: Árni Eðvaldsson, Ólafur V. Birgisson og Þorvaldur Þórsson, 4. mars.1995.

Crag Glymsgil
Type Ice Climbing

Draumaleiðin WI 5+

Uppfært Topo og leiðrétt

Mynd af leiðinni óskast

Leiðin hefur bara verið klifin einu sinni og þá var sigið inn í gilið ofan frá. Leiðin er í hægri hluta Glyms og yrði þá leið 14,5 í númeraröðinni. 200m

Leiðin byrjar á tveimur auðveldum 4. gráðum og síðan tekur við stutt lóðrétt haft upp til hægri á sillu sem er undir þaki. Þarna verður að hliðra til vinstri heila spönn til að komast framhjá þakinu. Síðan tekur við létt brölt upp skoru upp á næstu sillu fyrir ofan og hliðrað síðan aftur til hægri undir næstu spönn. Næsta spönn er um 50m lóðrétt (á köflum aðeins yfirhangandi) og vantaði um 3m í að ísinn næði saman um 1/3 af leiðinni upp haftið. Þarna er hægt að nota bergtryggingar. Þetta íshaft er lang erfiðasti partur leiðarinnar. Þar fyrir ofan tekur við létt snjóbrölt og hliðrun til hægri framhjá hengjum á brúninni. Leiðin endar við áberandi stein(eða klett) sem er þarna frammi á stapa þar sem stoppað er mjög oft til að skoða fossinn.

Leiðin er upp suðurbarm Glymsgils og er nokkurnvegin beint á móti leið sem kallast Hlynur.

Umsögn um frumferðina á þessari leið má finna í Ísalp ársriti frá árinu 2000

FF. Páll Sveinsson og Þorvaldur V. Þórsson, 10. mar. 1999

Crag Glymsgil
Type Ice Climbing

Glymur beint af augum WI 5

Leið 14 á mynd

180-200 m. 4 spannir

Leiðin liggur næst Glym upp eftir veggnum, hægra megin við leiðir 12 og 13. Fyrsta spönniner tortryggð vegna úðans frá fossinum. Fyrstu tvær spannirnar eru mjög brattar, við af þeim tekur stutt WI 3 spönn undir lokaveggnum.

FF: Hallgrimur Magnússon, Hörður Magnússon
og Tomas Grønvaldt.

Crag Glymsgil
Type Ice Climbing

Fokkaðu þér Ívar, þú ert ekkert búinn með þennan WI 2

Mjög auðveld og aðgengileg leið.

Staðsett í Skaftafelli, hjá bænum Sandaseli, 400m frá gámabúðunum Guantanamo sem Íslenskir fjallaleiðsögumenn reka.

Leiðin fékk gráðuna WI 0/1 og erum við að vinna í að geta skráð leiðina þannig í kerfinu okkar. Þetta er jafnframt, léttasta skráða leiðin á Íslandi í dag.

FF. Sigurður Bjarki Ólafsson, sóló, janúar 2016

Crag Öræfi, Vestur
Sector Sandasel
Type Ice Climbing

Tollheimtumaður tízkunnar M 6+

Leið B7 á mynd

Leiðin byrjar uppi á stalli sem auðvelt er að brölta uppá frá hægri (það er hægt að klifra beint upp stallinn en það er frekar furðulegt klifur). Frá stallinum er stefnt beint upp í litla kverk og þaðan í áberandi helli á miðjum veggnum. Þar hliðrast leiðin örlítið til vinstri í 6-7m og svo beint upp í akkerið. Leiðin inniheldur 11 bolta og sigakkeri með hring. Leiðin fékk bráðabirgðagráðuna M6+ en er einhvers staðar á bilinu M6-7 sennilega –  þurfa helst fleiri að klifra hana til að fá staðfestari gráðu.

Þegar leiðin var fyrst farin var góður ísbunki við fyrstu tvo boltana, í hellinum og aðeins í toppinn. Þegar leiðin var skoðuð fyrr í haust var mikill ís í toppnum (en enginn neðar) og gæti verið best að færa sig alveg yfir á hann og tryggja með skrúfum (tvær ættu að duga) ef aðstæður eru þannig. Boltalínan er aðeins vinstri megin við þar sem toppbunkinn myndast.

Fyrst farin 22. des 2015, Jónas G. Sigurðsson og Sigurður Tómas Þórisson (Baldur meitlaði fjóra bolta og Rob, Arnar og Óðinn voru með í að smakka leiðina og pæla fyrr í haust)

Crag Brynjudalur
Sector Þyrnigerðið
Type Mix Climbing

Píkan WI 3

Betri mynd óskast.

Leiðin er staðsett í Stigagili í Reykjafjalli við Hveragerði

Á myndinni eru bláu línurnar keyrsluleiðir og rauðir hringir eru klifurleiðir. Leiðin sem er merkt inn norðar á myndinni er Píkan

Skarphéðinn og Ívar skrifuðu grein sem birtist í ársriti Ísalp 2007 sem mynnist á þessa leið. Klausan um greinina hljómar svo:

,,Sprungan” ofan vid Hveragerdi í hlíðinni austan vid Hveragerði er ad finna fyrirtaks byrjendaleið med þægilegri aðkomu. Ekki vitum við í ritnefnd til þess ad hún beri skráð nafn en höfum heyrt talað um hana sem ,,Sprunguna”. Stingum við hér med upp á ad það nafn verði viðhaft um leiðina héreftir. Best er ad aka upp ad Garðyrkjuskála Ríkisins og leggja í nágrenni við  hann. Eftir það er gengið upp með augljósum lækjarfarvegi í fjallshlíðinni. Efst í farveginum er fossinn. Hægt er að sjá móta fyrir læknum og fossinum þegar ekið er niður Kambana. Fossinn er um 40-50m langur, 3. gráðu. Ef hann er á annað borð frosinn ætti ísinn að vera auðtryggjanlegur þó að hann geti verið morkinn efst. Í miklu fannfergi má gera ráð fyrir að efsti hlutinn sé
eingöngu snjór. ,,Sprungan’ nær aldrei 90° og eru fyrstu metrarnir brattastir. Leiðin liggur upp þröngt gil og endar í brattri brekku þar fyrir ofan. Hún er nánast alltaf opin i neðsta hlutanum og eykur það á skemmtanagildi klifursins og kallar á örlitla útsjónarsemi. Þessi foss býður upp á mjög skemmtilegt kvöldklifur. Hann er ekki of langur, aðgengi er gott og lýsingin frá gróðurhúsabænum nýtist vel. Fyrir þá sem enn þyrstir í klifur eftir þennan foss er hægt ad labba eftir brúninni í norður (inn dalinn) og þá er fljótlega komið að öðrum fossi sem annars er hulinn sjónum frá flestum áttum. Þessi foss fellur frjálst í um 2-10m og ætti að geta verið skemmtilegt
viðfangsefni í ofanvað fyrir byrjendur.

Crag Árnessýsla
Sector Hveragerði
Type Ice Climbing

Árnessýsla

Undir Árnessýslu falla nokkur svæði með stökum eða fáum leiðum. Helstu svæði innan Árnessýslu eru

Hveragerði

Í nágrenni Hveragerðis eru ágætis byrjendavænar leiðir með stuttri aðkomu. Í ársriti klúbbsins frá 2007 er mynnst á eina klassíska leið þar.

Ingólfsfjall

Í Ingólfsfjalli er allt fullt af alskonar giljum og skorningum, hellingur af viðfangsefnum þar. Einnig er bergið þar bara ágætt á íslenskan mælikvarða.

Rauðsgil í Reyholtsdal

Fyrir miðjum Reykholtsdal sunnanverðum liggur Rauðsgil. Eftir gilinu sjálfu rennur Rauðsgilsá, sem líklega er það vatnsmikil að ekki myndist í henni klifranlegir ísfossar nema hugsanlega í allra mestu frostaköflum. Allmargir fossar og fallegir stallar eru í ánni. Aftur á móti koma á nokkrum stöðum fram mýrarlækir í jöðrum gilsins og mynda klifranlega fossa. Tvær leiðir hafa verið klifraðar í austur vegg gilsins og ein í vesturvegg þess. Leiðirnar austan megin eru eiginlega bara sitthvor lænan upp sama mýrarlækinn en voru hvor um sig leidd hlið við hlið. Aðkoma að gilinu er auðveld upp með því hvoru megin sem klifra skal (erfitt getur verið að komast yfir ána í gilinu þó að dæmi séu þess að það hafi tekist næstum þurrum fótum). Síga þarf af brúninni niður að upphafi leiðanna. Tryggingar á brúninni eru erfiðar beggja megin og gott að vera með vörtusvín, drive inn, spectrur, auka axir eða annan búnað sem hentar vel í gras og mold. Í gilinu eru ekki eru margar aðrar augljósar áhugaverðar línur en þessar, nema að menn séu í leit eftir þunnum ósamfelldum ís og heldur lélegu grjóti þess á milli. Staðsetning leiðanna er u.þ.b.
N64°38.946‘
V21°12.426‘
(64.6491°, -21.2071°).

-…

Mikið er enn af óklifruðum eða ófundnum leiðum á svæðinu.

Þyrnigerðið M 8+

Leið B6 á mynd.
Mælt er með að fara hægra megin upp á stallinn, sérstaklega ef ekki er búið að vera mikið frost.

Fyrst farin af: Róbert Halldórsson, Sigurður Tómas Þórisson og Matteo Meucci, 29. nóvember 2015.

Leiðin er mest megnis þétt boltuð, nema þar sem bergið bauð ekki upp á það (2 runout í miðri leið). 11 boltar og sigakkeri í toppinn. Leiðin er að mestu leiti þurr en það myndast eitthvað af ís í toppinn, þegar það slaknar á brattanum

Mixklifurleiðin Þyrnigerðið var loksins rauðpunktuð sunnudaginn 29. nóv 2015 eftir nokkrar góðar tilraunir fyrri túra. Sigurður og Matteo boltuðu leiðina í lok ágúst sl. og var það lífsreynsla út af fyrir sig. Mættum uppeftir í 15°C hita með brodda, axir og boltunargræjur. Það var frekar spes að grípa í ístólin á klettaklifurtímabilinu. En hvað um það, úr varð þessi snilldarlína, sem var meira mission og af hærri kalíber en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Leiðin er gráðuð M8+ en gæti alveg eins verið M8 eða jafnvel M9. Kemur í ljós þegar fleiri hafa farið hana (eða reynt amk 🙂

Einnig eru fleiri leiðir í smíðum á þessum nýja sector, Þyrnigerðinu. Leið númer þrjú á mynd er orðin hálf boltuð og hefur fengið vinnuheitið “Tollheimtumaður tízkunnar” og verður sennilega á bilinu M6-M7.

Fyrir áhugasama hefur Siggi Tommi sett saman myndaalbúm og ferlið frá því að leiðin var uppgötvuð og þar til að hún var farin.

Hér má sjá fleiri myndir af voðaverkinu.

 

 

Crag Brynjudalur
Sector Þyrnigerðið
Type Mix Climbing

Dynjandi WI 3

Fossinn er staðsettur í botni Arnarfjarðar og hefur aðeins verið klifinn einu sinni. Fossinn er breiður og er sennilega hægt að klifra mörg afbrygði af honum ef nægilegt frost næst. Vegurinn inn að Dynjanda og yfir Dynjandaheiði er ekki þjónustaður á veturna og því er sjaldgæft að fá fossinn í aðstæður en ekki ófærð inn að honum.

F.F: Rúnar Óli Karlsson og Búbbi febrúar 2010

Videoið er frá einu uppferðinni hingað til, horfið á allt myndbandið.

Crag Arnarfjörður
Sector Dynjandi
Type Ice Climbing

Video

(Icelandic)