Grjóthríð WI 3

Þriðja línan, lengst til hægri á mynd.
FF: Einar Rúnar Sigurðsson, Haukur Ingi Einarsson og Óskar Arason, 27. febrúar 2010

Í Svínafelli, í hlíðinni á ská austur frá sundlauginni, vestan við Myrkahöfðingjann. Leiðirnar eru í raun beint upp af bænum Víðihlíð. Þetta er línan í miðjunni af 3 línum sem koma þarna niður og virðist vera lengsta línan. Það er styttri 3 gráðu leið falin s.s. 100 metrum vinstra megin, og álíka löng leið með brattari byrjun 50 metrum hægra megin við Grjóthríðina. Nafnið kemur til af óskemmtilegri lífsreynslu, því við fengum grjót allt í kringum okkur þegar við vorum hálfnaðir upp leiðina. Sem betur fer meiddist enginn. Þegar sólin fer að skína á lóðrétta klettavegginn fyrir ofan þessar leiðir þá fer allt sem losnar þar uppi niður þessar trektar, svo það er ástæða til að vara við að klifra þessar leiðir ef heit sól á eftir að byrja að skína þegar líður á daginn.

Crag Öræfi, Vestur
Sector Svínafell
Type Ice Climbing

Ólíver Loðflís WI 4

Leið númer 6 á mynd

Leiðin nær að vera í góðum skugga og myndast því hratt og helst vel í aðstæðum. Leiðin byrjar í næstu hvilft til hægri frá 55 gráðum N, hinum megin við rifið sem skagar út.

Ef lítill ís er í leiðinni, þá er búið að koma fyrir einum bolta við lítið þak ofarlega í leiðinni. Einnig er hentugt toppakkeri fyrir ofanvað þar sem ísinn endar og fyrir ofan það er akkeri sem hægt er að nýta til að síga úr 55 gráðum N eða til að koma fyrir ofanvaði í Ólíver loðflís.

Rétt hjá leiðinni er áberandi og djúpur hellir. Hægra megin við hellinn er, eftir því sem Ísalp best veit, leið sem vex sárasjaldan niður og gæti því verið með áhugaverðri mixbyrjun fyrir áhugasama. Í hellinum er líka langt og flott þak sem gæti hentað í mixleið í erfiðari kantinum.

FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson 1987

Crag Esja
Sector Búahamrar - 55 gráður N
Type Ice Climbing

55 gráður N, beint WI 4

Leið númer 4 á mynd

En eitt afbrygðið af 55 gráðum N. Eftir fyrstu spönn er hliðrað örlítið til hægri og klifrað upp brattasta haftið, lengst til hægri. Ef megin ísfossinn er klifinn hækkar
leiðn í WI 4. Er þetta þó nokkuð erfitt klifur.

Sigakkeri hefur verið komið fyrir, fyrir ofan Ólíver loðflís.

Fyrst farin: 12. des. 1982, Jón Geirsson, Snævarr Guðmundsson.

Crag Esja
Sector Búahamrar - 55 gráður N
Type Ice Climbing

Skoran WI 2

Leið númer 3 á mynd

80 m.
Afbrigði af 55 gráður N. Hægra megin við hrygginn er skora sem gerir leiðina auðveldari. Mögulegt er að klifra beint upp, inn í “55 gáður N, beint” og klifra þá krúxið af leiðini og upp á topp í einni spönn.

Sigakkeri hefur verið komið fyrir, fyrir ofan Ólíver loðflís.

Leiðin liggur fram hjá áberandi helli í byrjun. Hægra megin við hellinn er, eftir því sem Ísalp best veit, leið sem vex sárasjaldan niður og gæti því verið með áhugaverðri mixbyrjun fyrir áhugasama. Í hellinum er líka langt og flott þak sem gæti hentað í mixleið í erfiðari kantinum.

FF: Snævarr Guðmundsson og Jón Geirsson, 1980

Crag Esja
Sector Búahamrar - 55 gráður N
Type Ice Climbing

55 gráður N WI 3+

Leið númer 2 á mynd

Sennilega ein af vinsælustu ísleiðum á landinu, stutt frá bænum og ásættanlega mikil ganga að leiðinni.

Farin hafa verið fjöldamörg afbrygði af leiðinni. Orginallinn liggur beint upp og er oftast klifraður í tveim spönnum, en einnig er hægt að klifra loka kaflan af Skorunni líka.

Sigakkeri hefur verið komið fyrir, fyrir ofan Ólíver loðflís.

Vinstri línan er upprunalega línan sem var klifruð í janúar 1980, hægra afbrygðið var klifrað af sömu mönnum í desember sama ár.

FF: Snævarr Guðmundsson og Torfi Hjaltason, 1980

Crag Esja
Sector Búahamrar - 55 gráður N
Type Ice Climbing

Bobbysgil WI 3

Leið númer 1 á mynd.

Byrjar í sömu skál og 55 gráður N

Farið upp gilið vestan við 55 gráður N. Aðalerfiðleikarnir felast í síðustu 15 m.

Sigakkeri hefur verið komið fyrir, fyrir ofan Ólíver loðflís.

Fyrst farin: 16. apr. 1983, Björn Gíslason, Snævarr Guðmundsson.

Crag Esja
Sector Búahamrar - 55 gráður N
Type Ice Climbing

Hvítárgljúfur

Hvítá rennur úr Hvítárvatni, sem er í raun lón úr Langjökli. Hvítá rennur frá Langjökli, niður Gullfoss og sameinast Soginu rétt fyrir ofan Selfoss. Eftir að Sogið úr Þingvallavatni blandast við Hvítá, þá er útkoman kölluð Ölfusá. Ölfusá rennur í gegn um Selfoss og þaðan út í sjó.

Eins og er eru ekki margar skráðar leiðir í Hvítárgljúfri, en þar eru margar ófarnar línur. Til dæmis hefur enginn klifrað Gullfoss, þ.e. úðann frá Gullfossi.

Eitthvað er um stakar leiðir á svæðinu nálægt gljúfrinu, uppi við suður hluta Langjökuls og í Biskupstungum, við látum þær flokkast með undir þetta svæði

Egg og beikon WI 4+

Leið númer 3 á mynd

Svínafell Öræfasveit. Um 400m SA við Beikon og egg, Línan sem nær lengst niður.

Heildar klifur – 235m WI4+

F.f. 6.janúar 2010, Halldór Albertsson og Haukur Elvar Hafsteinsson

1. Spönn WI 4+ 60m
2. Spönn WI 3 10m
3. Spönn WI4+ 55m
4. Spönn WI 2 80m
5. Spönn WI 4 20m
6. Spönn WI 4+ 10m

Til að ganga að leiðinni er best að leggja bílnum við gönguhlið sem ca 200 metrum austan við pípuhliðið á austari afleggjaranum að Svínafelli. Við gönguhliðið byrjar nokkuð áberandi göngustígur sem liggur í átt að Virkisjökli. Eftir ca 600 – 700 metra beygir maður til vinstri inn á þrengri stíg sem liggur upp í lerki og grenilund sem plantaður var af UMFÖ. Þaðan er þröngur stígur sem liggur langleiðina í gegnum skógræktina og upp að leiðinni. um 15min labb frá bíl

Gengum niður eftir Svínafellinu og komum niður yfir Flosalaug.

Crag Öræfi, Vestur
Sector Svínafell
Type Ice Climbing

Beikon og egg WI 5

Leið númer 2 á mynd

Svínafell Öræfasveit. Línan til vinstri rétt vinstramegin við UMFÖ skóræktarreitinn.

Heildar klifur – 220 til 230m 5.gr.

F.f. 6.janúar 2010, Einar Rúnar Sigurðsson & Ívar F. Finnbogason.

1. Spönn 4.gr 40m
2. Spönn 5.gr. 20m
3. Spönn 3./4. gr. 40m
4. Spönn 4. gr. 45m
5. Spönn 4+./5. gr 50m
6. Spönn 4./4+.gr 10-15m
6b. Spönn 2.gr 50m
7. Spönn 5.gr. 10-15m

Til að ganga að leiðinni er best að leggja bílnum við gönguhlið sem ca 200 metrum austan við pípuhliðið á austari afleggjaranum að Svínafelli. Við gönguhliðið byrjar nokkuð áberandi göngustígur sem liggur í átt að Virkisjökli. Eftir ca 200 metra beygir maður til vinstri inn á þrengri stíg sem liggur upp í lerki og grenilund sem plantaður var af UMFÖ. Frá lundinum er gengið að ská til vinstri upp hlíðina, þar til maður kemur upp nokkuð þröngt gil. (Maður gengur fram hjá einni ísleið á leiðinn þangað). Tvær flottar leiðir byrja upp úr þessu gili, og okkar leið er vinstri leiðin.

Gengum niður eftir Svínafellinu og komum niður yfir Flosalaug.

Crag Öræfi, Vestur
Sector Svínafell
Type Ice Climbing

Myrkrahöfðinginn WI 5+

Leið númer 1

Sögur herma að þetta sé æðislega góð leið og eigi skilið fleiri accent.

Goðagil, beint upp af fjárhúsum í Víðihlíð. Stóragilið í Svínafellinu. Brött og löng höf, sér ekki mikið af sól en þarf talsvert frost til að komast í aðstæður.

Leiðin byrjar í 45m löngu hafti (5.gr.) og liggur svo upp allt gilið upp misstór höft og mislangar snjóbrekkur þangað til að komið er að öðru hafti sem er örlítið strembnara en hitt og um 55-60m langt. við fórum vinstramegin upp feitt kerti, en einnig er mögulegt að fara upp tvö löng mjó kerti hægramegin. Beint upp af því kemur annað haft 20m 3.gr. og eftir það er beygt til hægri og farið upp tvö höft í viðbót, hið síðara 10 – 15m en bratt. Best er að rölta þaðan upp á brún og til vesturs og niður að Svínafellsbæjunum.

FF. Einar Sigurðsson, Örvar, Ívar, 18. des. 1999

Crag Öræfi, Vestur
Sector Svínafell
Type Ice Climbing

Laumuspil WI 5

Leið númer 18. Mynd af leiðinni óskast

180-200 m. 4 spannir.
Neðsta leiðin i aðalveggnum. Hún hefst á íslausu eða íslitlu hafti sem er um 15 m 6 hæð. Þaðan er snjóbrekka yfir að fríhangandi kerti neðst í 50 m háum ísfossi.
FF: Dagur Halldórsson og Viðar Þór Hauksson, 24.feb.1995.

Crag Glymsgil
Type Ice Climbing