Allt frá Stóra Dímon í vestri, Eyjafjallajökli í suðri og austur að Merkurjökli. Norðurjaðarinn er ekki fullkomlega skýr.
Strumpar WI 2
Leið númer 29 á mynd
Snjór/ís
Gr.: 2 L.:50 m. T.: 1 klst.
Einföld snjórás. Efst er bratt íshaft sem hækkar
leiðina í 2. gráðu.
FF: Óþekkt
Crag | Esja |
Sector | Búahamrar - Rifin |
Type | Ice Climbing |
Nálaraugað WI 4
Leið númer 30 á mynd
Ís/snjór
Gráða: WI 4 Lengd: 70 m. T: 1-2 klst.
Þröng skora í neðri hluta sem víkkar ofar. Erfiðust fyrstu 30 metrana. Þessi leið hefur verið vinsæl síðustu ár og á heima á listum yfir klassískar leiðir.
Ekki má rugla þessari leið við Nálaraugað í Brynjudal eða Nálarauga í Grænafjallsgljúfri.
FF: Jón Geirsson, Snævarr Guðmundsson, 29. des. 1984
Crag | Esja |
Sector | Búahamrar - Nálin |
Type | Ice Climbing |
Nálapúðinn WI 4
Leið númer 31 á mynd
Lítil skora um 10m frá Nálarauganu. Leiðin er ekki merkt inn á myndina, erum ekki alveg viss hvort þessir 10m eru til hægri eða vinstri við Nálaraugað
Leiðin er blönduð; byrjað er í klettum, ís er um miðbikið og endað er í klettum. En þetta er sjálfsagt misjafnt eftir árferði. Íshlutinn er WI 4, ekki er vitað hve erfiðir klettarnir eru
FF: Jón Haukur Steingrimsson og Þorbergur Högnason, 25. desember 1994, 70m
Crag | Esja |
Sector | Búahamrar - Nálin |
Type | Ice Climbing |
Þrengslin
Leið númer 25 á mynd
snjór/ís
Gr: 1-2 Lengd: 70m. T.: 1 klst.
Þröngt gil með bröttu íshafti efst. A hægri
hönd undir íshaftinu er lítið ísgil.
FF: Óþekkt
Crag | Esja |
Sector | Búahamrar - Spólan |
Type | Alpine |
Skarð
Leið númer 28 á mynd
Snjór
Gr: 1 Lengd: 50 m. T:1/2 klst.
Leiðin liggur upp skarð í hömrunum. Nokkuð bratt við brúnina.
FF: Óþekkt
Crag | Esja |
Sector | Búahamrar - Rifin |
Type | Alpine |
Video
Landkönnuðurinn
Leið númer 24 á mynd
Gr.: 1. L.: 60 m. T.: L klst.
Leiðin liggur upp snjógil utan á hömrunum. Erfiðleikar fremur litlir og þá helst neðst.
N er 55 gráður N og 25 er Tvíburagil
FF: Óþekkt, 60 m
Crag | Esja |
Sector | Búahamrar - Spólan |
Type | Alpine |
39 þrep WI 4+
Leið númer 23 á mynd
Ís/berg
Gr.: 4/5 og IV L.: 30 m. T.: 2 klst.
Erfiðasta leiðin i Búahömrum enn
sem komið er (1985). Blanda af ís- og klettaklifri. Alvarleg
leið i gleiðu horni.
N er 55 gráður N og 25 er Tvíburagil.
FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 29.des. 1984, 30m
Crag | Esja |
Sector | Búahamrar - Spólan |
Type | Ice Climbing |
Rennan WI 3
Leið númer 22 á mynd
Þröng skora (renna) er erfiðasti hlutinn í neðri 15 metrunum.
N er 55 gráður N og 25 er Tvíburagil.
FF: Jón Geirsson, Snævarr Guðmundsson, 17. apríl, 1983, 30m
Crag | Esja |
Sector | Búahamrar - Spólan |
Type | Ice Climbing |
Spólan
Leið númer 26 á mynd
Gr.:2/3 L.:60 m. T.: 1 klst.
Skemmtileg leið með erfiðu en stuttu íshafti neðst og síðan upp ísað horn.
N er 55 gráður N og 25 er Tvíburagil
Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson fóru afbrigði af spólunni 1987. Afbrigðið fylgir Spólunni upp 2/3 leiðarinnar en beygir þá til vinstri og fer upp víða sprungu (IV). Mixklifur.
FF: Snævarr Guðmundsson, 26. des. 1984, 60m
Crag | Esja |
Sector | Búahamrar - Spólan |
Type | Alpine |
Keflið WI 2
Leið númer 9 á mynd
Aðalerfiðleikarnir felast í neðsta íshaftinu.
FF: Snævar Guðmundsson, 26 des. 1984, 60m
Crag | Esja |
Sector | Búahamrar - Lykkjufall |
Type | Ice Climbing |
Skráargatið WI 3
Leið númer 8 á mend
Litið ísþil sem endar í þröngri
skoru. Leiðin er í öðru gili á vinstri hönd í megingilinu.
FF: Jón Geirsson, Snævarr Guðmundsson, 17. apr.1983, 20m
Crag | Esja |
Sector | Búahamrar - Lykkjufall |
Type | Ice Climbing |
Fardagafoss WI 3
Mynd óskast
Fardagafoss við Egilsstaði . Karl sólóklifraði fossinn og þótti honum þetta hið skemmtilegasta klifur. Hins vegar þætti ritnefnd það slæmt mál að missa eina af sínum rithöndum og vill því benda Karli á að hætta þessum ósið hið fyrsta. Karl ber það fyrir sig, vegna fenginnar reynslu, að fríklifur sé hættuminna en klifur með austfirðingum!
FF: Karl Ingólfsson, 1996, 15m
Crag | Fljótsdalshérað |
Sector | Egilsstaðir |
Type | Ice Climbing |
Hrafnsegg WI 5
Mynd óskast, og nánari upplýsingar um staðsetningu. (Milli Útvarðar, leið 7 og Naggs, leið 9, 10 og 11)
Leið á tindinn Nagg. Leiðin byrjar í
skarðinu á milli Útvarðar og Naggs
og liggur upp vesturhrygg Naggs og er hún fimm spannir af fimmtu
gráðu.
Í Frumferðabókinni segir: Leiðin liggur upp vesturhrygg Naggs. Farið er í skarðið milli Útvarðar og Naggs (Leið númer 7.). Fyrst er um 10m haft klifið, af V gráðu. Síðan er hryggnum fylgt uns komið er að stórri sillu undir höfuðveggnum. Hliðrað er til hægri upp í lítið gil sem endar í lóðréttu hafti af V gráðu klifri. Leiðin endar á tindi Naggs.
Aðstæður í frumferð: Veður var gott en snjór á sillum.
FF: Haraldur Örn Ólafsson og Guðmundur Eyjólfsson, 10. nóvember 1995, fimm spannir
Crag | Esja |
Sector | Vesturbrúnir |
Type | Alpine |
Stál WI 3
Reyðarfjörður sunnanverður, gil þar sem Fossá í Fossdal rennur.
Þarna eru margar leiðir af þessari erfiðleikagráðu og ennfremur er hægt að finna talsvert
erfiðari leiðir ef leitað er víðar í fjöllunum þarna í kring.
FF: Karl Ingólfsson og Ólafur Grétar Sveinsson, 1995, 3 spannir
Crag | Fjarðabyggð |
Sector | Reyðarfjörður |
Type | Ice Climbing |
Tott WI 4
Hægri fossinn á myndinni.
Fyrir austan Vík í Mýrdal, í Höfðabrekkuhamri, sem er við þjóðveginn.
FF: Dagur Halldórsson og Viðar Hauksson, 30. desember 1995, 50m
Upplýsingar um gráðu óskast
Crag | Vík í Mýrdal |
Sector | Höfðabrekkuhamar |
Type | Ice Climbing |
Knoll WI 4
Vinstri fossinn á myndinni.
Fyrir austan Vík í Mýrdal, í Höfðabrekkuhamri, sem er við þjóðveginn.
FF: Dagur Halldórsson og Viðar Hauksson, 30. desember 1995, 50m
Upplýsingar um gráðu óskast
Crag | Vík í Mýrdal |
Sector | Höfðabrekkuhamar |
Type | Ice Climbing |
Vík í Mýrdal
Svæðið í nágrenni við Vík í Mýrdal.
Ekki er vitað til þess að mikið hafi verið klifrað þar en það er klárlega þess virði að skoða.
Í lok árs 1995 voru tvær leiðir klifraðar í Höfðabrekkuhamri, fengu leiðirnar nöfnin Knoll og Tott
Augnablik WI 3+
Mynd óskast
Leiðin er í gili fyrir miðju Réttarfelli að norðanverdu u.þ.b. 400-500 m austan við Álfakirkju.
Erfiðasti hluti leiðarinnar er 4-5m lóðrétt kerti í miðri leið. Þegar komið er upp í leiðina blasir við austan megin í gilinu, stórt gat eða auga í kletti. Leiðin fékk nafn sitt, Augnablik, af þessu auga.
FF: Helgi Borg og Hákon ÁsgrÍmsson, 30. nóvember 1996, 100m
Crag | Þórsmörk |
Sector | Réttarfell |
Type | Ice Climbing |
Glófaxi WI 5
Leið númer 5 á mynd
Frekar tæknileg leið og í mjög misjöfnum aðstædum. Getur verið frá WI4 upp í WI5+. Viljum ekki gefa leiðinni gráðu fyrr en fleiri hafa farið hana (Ekki víst að fleiri hafi farið hana). Fyrst farin í WI5 aðstæðum. Leiðin er sunnan megin í gilbotninum. Vinstra megin við Pegasus
Rauðar línur eru ófarnar
FF: Guðmundur Eyjólfsson og Sigursteinn Baldursson, mars 1997, 70m
Crag | Brynjudalur |
Sector | Hestagil |
Type | Ice Climbing |