Pourquoi-Pas

Áberandi snjógil upp af Flyðrum í norðanverðu Hafnarfjalli (64°30,069‘ -21°54,360‘).

Snjór/ís I gráða. 250-300 m.

Skemmtilegt snjógil sem var fyrst farið í fínasta hjarnfæri. Leiðin öll tryggð hlaupandi með borðum á klettasnasir, nokkrum hnetum og tricömum í hliðarnar og snjóakkerum.

Fyrst farin: 1. febrúar 2022, Hulda Rós Helgadóttir og Bergur Einarsson

Crag Hafnarfjall
Sector Flyðrur
Type Alpine

Hrói

Mynd af Hróa óskast.

Skriðurunnar hlíðar Hafnarfjalls hafa löngum heillað margan fjallagarpinn.
Ekki til uppferðar heldur til niðurferðar í villtum fótskriðudansi.

lnn úr vestanverðu fjallinu gengur dalur og þar er snotur tindur sem Hrói heitir.

Sumarið 1985 fóru þeir Björn Gíslason og Snævarr og Guðmundsson skemmtilega klettaleið í sudurhlíð tindsins af ll.-lll. gráðu.

Crag Hafnarfjall
Sector Hrói
Type Alpine

Skriðdrekarnir í tönkunum WI 3

Leið númer tvö á mynd.

WI 3, ~70m.

Þægileg stölluð þriðja gráða. Fyrst þegar Hafnarfjarðar kreðsan frétti af leynisvæði Flubbana, skildum við aldrei almennilega hvar það var því að við höfðum jú talsvert klifrað í Þyrlinum norðanverðum upp af Litlasandsdal á árunum fyrir 2000. Það svæði gat því ekki verið leynisvæðið því að það var alþekkt og talsvert klifrað. Leiðin er því líklega fyrst farin einhvern tímann fyrir 2000, kannski af Markúsi Elvari Péturssyni og Eiríki Stefánssyni.

Leiðin var samt a.m.k. farin 9. janúar 2022 af Ágústi Þór Gunnlaugssyni, Þórhildi Höllu Jónsdóttur og Bergi Einarssyni.

Crag Hvalfjörður
Sector Litlasandsdalur
Type Ice Climbing

Skegg Bláskeggs WI 3

Sunnanmegin innst í gilinu sem Bláskeggsá fellur um niður í Litlasandsdal (64°24,220′ -21°23,529′).

WI 3, ~40m.

Tveir stallar með góðri syllu á milli. Áin er talsvert vatnsmikil og leiðin er líklega oft of blaut til að klifra hana. Hægt er að halda lengra upp eftir ánni og klifra þar fleiri stalla.

Mögulega fyrst farin: 9. janúar 2022 af Bergi Einarssyni, Ágústi Þór Gunnlaugssyni og Þórhildi Höllu Jónsdóttur.

Crag Hvalfjörður
Sector Litlasandsdalur
Type Ice Climbing

Sæmundur Fróði M 4+

WI4+ M4/5? 50m

Mjó lína um 100m austan við Fróðafoss sem myndast sjaldnar og verr. Fyrstu tvö höftin hafa ekki sést tengja niður í manna minnum og því mixuð. Fyrsta haftið klifrast upp vandræðalega kverk rétt vinstra megin við ísinn á tæpum krókum, það seinna er brattara en góður krókur í boði sem ætti alla jafna að koma manni í sæmilegan ís. Að því loknu er stutt haft upp að megin kertinu sem er mjótt og tæknilegt. Léttara klifur að því loknu og hægt að toppa út eða síga úr seinasta góða ís. Við frumferð voru fyrstu tvö höftin klifruð í ofanvað en bergið er lokað og tekur ekki við tryggingum. Til stendur að bolta það við tækifæri.

Ff Árni Stefán Haldorsen og Íris Ragnarsdóttir Pedersen 05.02.22

Crag Öræfi, Vestur
Sector Hof
Type Mixed Climbing

Sængin WI 3+

Leið D – WI3-4+ 

Sængin er ofar í gilinu, upp með ánni og er nokkuð breiður foss sem býður upp á margskonar klifur. Við frumferð var nokkuð vatn á vinstri hlið á meðan hægri hliðin var vel bunkuð og margir valkostir. Upp komin eru margir kostir til trygginga auk þess sem fossinn virðist vera kjörinn fyrir æfingar í ofanvaði, sem er auðvitað í anda Kósí sektorsins. Víst er að top rope tough guy/girl mæta því í bílförmum á sektorinn. 

 FF: Ágúst Kristján Steinarrsson og Halldór Fannar, janúar 2022

Crag Brattabrekka
Sector Brúnkollugil
Type Ice Climbing

Kertaljós WI 4

Leið B – WI4-4+ 

Kertaður foss sem bauð upp á skemmtilegar þrautir við frumferð. Hefst á aflíðandi klifri en um miðbik verður fossinn lóðréttur með yfirhangandi kertum og regnhlífum, sá kafli er um 8 metra langur. Klifra þurfti í gegnum þrönga kverk og þaðan í gegnum regnhlífar. Fyrir vikið var klifrið, þó að stutt væri, krefjandi, skapandi og skemmtilegt. Eftir að hafa híft sig upp á brún eru góðar mosafestur en um fimm metra gangur er í góðan ísbunka fyrir akkeri. Það er hentugt að klifra þessa leið til þess að komast í efsta foss Kósí sektorsins sem er talsvert innar í gilinu.

FF: Halldór Fannar og Ágúst Kristján Steinarrsson, Janúar 2022

Crag Brattabrekka
Sector Brúnkollugil
Type Ice Climbing

Sófinn WI 3+

Leið A, WI 3-4

Skemmtilegur foss sem er hentugur fyrir upphitun. Fyrst er einfalt klifur upp á pall en þar er hægt að fara vinstra megin sem er WI3 eða hægra megin sem er WI4. Þar sem fossinn er stuttur er þetta líklegast fínasta æfingaleið fyrir þá sem vilja æfa og skrúfa á sig hausinn fyrir leiðsluklifur. Þegar komið er upp má ganga aðeins upp að stalli þar sem hægt er að setja upp gott akkeri fyrir félagann.

FF Ágúst Kristján Steinarrsson og Halldór Fannar, janúar 2022

Crag Brattabrekka
Sector Brúnkollugil
Type Ice Climbing

Fyrstur upp að veggnum WI 3

Leið númer 3 á mynd.

Miðjuleiðin austan megin í Litlasandsdal, aftan við Þyril.

Leiðin er um 70m en getur verið klifruð í einni risaspönn, WI 3

Skráð af: Freyr Ingi Björnsson, Haukur Már Sveinsson og Sveinn Friðrik Sveinsson, 30 des 2021, WI 3 – 70m.

Lengi hefur verið klifrað í dalnum svo mögulegt er að leiðin hafi verið klifin en upplýsingar um FF eru ekki þekktar.  Ef þær upplýsingar eru til má koma þeim á ÍSALP.

Crag Hvalfjörður
Sector Litlasandsdalur
Type Ice Climbing

4. júlí

Leiðin er í Ingólfsfjalli, vestanmeginn við námuna (vinstrameginn). Leiðin er að hluta til í mjög augljósri sprungu í fjallinu sem sést vel frá veginum.

Hægt að keyra að fjallinu með því að fara að námunni og taka vinstri begyju og taka stuttan slóða nær staðnum.

Gengið upp skriðu að sprungunni. Leiðin byrjar hægra megin við sprunguna og er bara brölt. Frekar létt leið með nokkrum litlum höftum.

Þegar maður er kominn upp c.a 50m þá kemur maður inn í sprunguna en það er mjög augljóst að það er annað berg þar. 4 boltar til staðar til að græja stans. Leiðin þaðan er svo c.a 45m upp á topp.

Gott að hafa í huga að fara þegar það er þurrt eða frost. Þar sem fjallið getur verið mjög laust.

FF: Félagar í Björgunarfélagi Árborgar

Crag Árnessýsla
Sector Ingólfsfjall
Type Alpine

Kjalardalsfossar WI 3+

WI2 25/30m
WI3 10m
WI3+20/25m

*virðast ekki hafa neitt sérstakt nafn. Hafa verið klifraðir af heimamönnum í gegnum tíðina.

Staðsettir í Kjalardal í norðurhluta Akrafjalls. Lagt við útskot hjá girðingu við túnið. Uþb 5 mín gangur upp að fyrsta hafti. Byrjar á fallegum og breiðum WI2 fossi, eitthvað um 25m upp í flottann og breiðan stans. Strax til hægri er uþb 10m WI2/3 haft. Eftir það er gengið upp með ánni og yfir lítið haft þangað til að komið er að aðal klifrinu. Sirka 20/25m WI3+ formfagurt haft sem er nær lóðrétt síðustu metrana. Hægt er að ganga niður auðveldlega austan megin þ.e. vinstra megin við klifurlínu.

FF óþekkt Klifrað af Erni og Snorra Erni janúar 2021.

Crag Akranes
Sector Kjalardalur
Type Ice Climbing

Akranes

Eitthvað er um fossa og möguleika á vetrarklifri í Akrafjalli.

Eitthvað er til af sögusögnum um að heimamenn hafi klifrað hér og þar um Akrafjallið en lítið hefur fengist staðfest.

Ísalp óskar eftir upplýsingum um fleiri leiðir, eða að klifrarar leggi upp í leiðangur og skoði hvað fjallið hefur upp á að bjóða.

(Icelandic) Aðalfundur Ísalp

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Þann 1. október ætlar klúbburinn að koma saman og halda hinn árlega og eldsnögga aðalfund á Pedersen Svítunni. Í beinu kjölfari ætlar Matteo að halda fyrir okkur myndasýningu og segja frá frumferðum sínum síðasta vetur. Eftir myndasýninguna ætlum við að sitja áfram og halda smávegis partý.
Dagskrá fundarins er skv. lögum félagsins:
1. Kosning fundarstjóra sem síðan skipar fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar, undirritaðir af tveimur skoðunarmönnum.
4. Lagabreytingar.
5. Kjör stjórnar
6. Kjör uppstillingarnefndar.
7. Kjör tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
8. Ákvörðun árgjalds næsta árs.
9. Önnur mál
–Ársritið
–Dagskrá vetrarins 2021-2022
Atkvæðisbær og kjörgeng eru þau ein sem greitt hafa árgjald 2021.
Framboð skulu hafa borist uppstillingarnefnd (runathor@gmail.com) fyrir 24. september en einnig er heimilt að bjóða sig fram í lausar stöður á aðalfundi eftir að kosningar um framkomin framboð hafa farið fram.
Allar tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn (stjorn@isalp.is) fyrir 24. september.
Staðsetning: Pedersen Svítan