(Icelandic) Eris, II 5.5 155m
Gula línan á myndinni.
Leiðin liggur upp gráu slöbbin sem Nemesis byrjar á. Þar sem leiðarlýsingin fyrir þennan hluta Nemesis er ónákvæm getur verið að Eris fari svipaða leið. Í grískri goðafræði er Eris, gyðja ófriðar, stundum talin systir hefndargyðjunnar Nemesis.
1. spönn: 5.3, 35m, 4 boltar
2. spönn: 5.4, 30m, 5 boltar
3. spönn: 5.5, 35m, 8 boltar
4. spönn: 5.2, 35m, 4 boltar
5. spönn: 5.3, 20m, 3 boltar
Aðkoma er sú sama og fyrir Bifröst. Frá byrjun Bifrastar er hliðrað til austurs yfir mjóa skriðu og hefst leiðin þar í lítilli klauf. Fyrsta spönn fer upp bungur og hrein slöbb upp og aðeins til hægri. Lítið eru um grip en viðnámið er gott og brattinn þægilegur. Komið er upp á góða syllu í tveggja bolta stans. Af syllunni er farið beint upp augljósan stromp að næstu syllu sem er stór og þægileg. Frá akkeri er klifrað til vinstri inn undir þak og áfram upp kverk undir þakinu. Þegar þakið fer að minnka er stigið út á slabbið til hægri og klifrað beint upp. Komið upp á litla syllu í tveggja bolta stans. Hér minnkar brattinn til muna og klifrað er beint af augum upp hreint slabb. Seinasta spönnin er heldur styttri og ögn brattari.
Leiðin endar rétt neðan við stóra grasbrekku sem skiptir veggnum í tvennt og það er lítið mál að koma sér upp á hana ef vill. Að ganga niður frá þeirri syllu er ekki jafn lítið mál og sterklega mælt með því að síga leiðina til að koma sér niður. Ef klifrað var á tveimur línum er hægt að síga 4. og 5. spönn saman en mælt með að síga hinar spannirnar eina í einu. Það er hægt að klifra og síga leiðina á einni 70m klifurlínu en tæpt að það sleppi á 60m.
Tveir boltar í öllum stönsum og þar af annar boltinn með sighring. Akkerið fyrir 4. spönn er ekki með sighring heldur galvaniseruðum keðjulás (maillon) sem hangir í línubút. Klifrarar eru beðnir um að færa hann ekki í boltann þar sem það mundi hraða tæringu hans og mögulega boltans. Ef línubúturinn er veðraður má endilega fjarlægja hann og setja nýjan.
FF.: Árni Stefán Haldorsen og Íris R Pedersen, 30. júní 2024
Yfirlitsmynd:
Íris kemur upp spönn 1:
Íris í skorsteininum í spönn 2:
Íris undir þakinu í spönn 3:
Íris í fjórða stansi:
Crag | Vestrahorn |
Sector | Kambhorn |
Type | Alpine |