(Icelandic) Myndasýning á Sólon 15.júní

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

ÍSALP blæs til hittings á 2.hæð veitingastaðarins Sólon á þriðjudaginn kl. 19.00. Þar sýna nokkur fyrirmenni í íslenskri fjallamennsku myndir og halda stutt erindi og er viðfangið allt frá íslenskum grjóglímuafrekum erlendis til drekaskíðamennsku á afskekktu hálendi Íslands.
Á mælendaskrá verða:
-Róbert Halldórsson og Katrín Möller
-Ásrún Mjöll og Jafet Bjarkar
-Hinn eini sanni Páll Sveinsson
-Hallgrímur Magnússon (Kite-skíði)
-Valdimar Björnsson (hinn síkáti)
-Jónas G. Sigurðsson formaður ÍSALP
Sjáumst öll!

(Icelandic) Bjórkvöld á BarAnanas

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Bjórkvöld verður haldið á BarAnanas, laugardaginn 22.sept. Ætlunin er að peppa hópinn saman, skiptast á hetjusögum og hugmyndum að dagskrá fyrir veturinn. Skrúfað verður frá krananum kl. 21 og klúbburinn býður upp á bjór á meðan birgðir endast. Fyrstir koma fyrstir fá.
Hlökkum til að sjá sem flesta!

Kl

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Mynd frá festivalinu í Ungverjalandi

Íslenski Alpaklúbburinn óskar eftir umsækjendum til þátttöku í klifurferð til Ungverjalands 4.-13.ágúst. Ferðin er hluti af Erasmus menningarsamstarfi ÍSALP og vinafélaga í Slóveníu og Ungverjalandi.

Ferðin skiptist í tvo hluta: Annars vegar klifurferð í þjóðgarðinum High Tatras í Slóvakíu 4.-7.ágúst sem er ekki formlegur hluti af prógramminu. Þátttakendur bera sjálfir kostnaðinn af þátttöku í þessum hluta þar sem í boði verður allt frá grjótglímu og upp í fjölspanna leiðir í graníti. Hópurinn ferðast sameiginlega frá Búdapest. Þessi hluti ferðarinnar er valkvæður.

Seinni hlutinn er 7.-13.ágúst í Aggtelek í Ungverjalandi, sem er nálægt Búdapest. Þar fer fram fjögurra daga klifurkeppni/-festival (https://www.facebook.com/aggtelekkupa/) sem þátttakendur geta tekið þátt í, en eru ekki skildugir til. Á svæðinu eru fjölmargar sportklifurleiðir í kalksteini, en auk þess verður boðið upp á fjölbreytt fjallaprógram, fjallahlaup, og fjallahjól eftir vilja hópsins.

Þátttakendur fá ferðastyrk upp á 500 evrur og auk þess fría gistingu og uppihald í 6 nætur, frá 7.-13. ágúst.

Alpaklúbburinn stefnir á að senda 8 meðlimi út.

Umsóknir berist stjórn ÍSALP (stjorn hjá isalp.is) fyrir 18:00 26.apríl. Í umsókn þarf að koma fram klifurreynsla umsækjenda (grjótglíma, sport, trad…), framlag til klúbbsins og rökstuðningur fyrir því hvers vegna umsækjandinn ætti að verða fyrir valinu!

Stjórn mun meta umsækjendur á grunni framlags til klúbbsins, klifurhæfni, félagslegrar hæfni og hvort viðkomandi hefur nýlega fengið styrk frá klúbbnum; en mun sömuleiðis leitast við að senda fjölbreyttan hóp út.

Við munum tilkynna niðurstöðu eins fljótt og hægt er eftir að umsóknarfrestur rennur út.

Mynd frá moveonthetop.blogspot.is

 

Langar þig í skíðaferð til Slóveníu?

ÍSALP hefur verið boðin þátttaka í menningarsamstarfi þriggja landa; Íslands, Slóveníu og Ungverjalands og gefst klúbbnum færi á að senda sjö félaga í viku skíðaferð til Júlísku Alpanna í Slóveníu dagana 18.-24.mars þátttakendum að kostnaðarlausu.
Þema ferðarinnar er „Öryggi í vetrarfjallamennsku“ og verður megináhersla lögð á fjallaskíði.
Alpaklúbburinn óskar hér með eftir þátttakendum til fararinnar.
Kröfur til umsækjenda eru eftirfarandi:

 

1) Þátttakendur verða að vera meðlimir í ÍSALP

2) Þátttakendur þurfa að hafa reynslu á fjallaskíðum. Þeir þurfa að vera öruggir skíðamenn/-konur og eiga sinn eigin fjallaskíðabúnað

3) Þátttakendur þurfa að hafa þekkingu á snjóflóðahættu og viðbrögðum við snjóflóðum. Þeir þurfa að kunna að nota snjóflóðaþrennu (ýli, skóflu og stöng) og eiga sinn eigin búnað.

4) Þátttakendur þurfa að hafa áhuga á mannlegum samskiptum og geta tekið þátt í hópastarfi, umræðum á ensku og verið klúbbnum til sóma.

5) Þátttakendur skuldbinda sig til að aðstoða við móttöku fjallafólks frá Slóveníu og Ungverjalandi þegar Alpaklúbburinn verður gestgjafi í viðlíka viðburði, vorið 2019.

Verkefnið er styrkt af Erasmus+.
Umsóknir sendist á stjorn@isalp.is með eins miklum upplýsingum um umsækjendur eins og þurfa þykir með hliðsjón af liðunum 5 hér að ofan. Umsóknarfrestur er til miðnættis 15.janúar. Stjórn klúbbsins velur úr hópi umsækjenda út frá hæfni og framlagi til klúbbsins og tilkynnir niðurstöður eins fljótt og hægt er eftir að frestur rennur út.

Projection: Rectilinear (0)
FOV: 65 x 48
Ev: 13,96

-Stjórn Alpaklúbbsins

(Icelandic) Fréttir úr starfi ÍSALP með tveimur fréttaglefsum

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Frétt Morgunblaðsins um fjallaskálann Bratta

 

Aðalfundur Alpaklúbbsins var haldinn síðasta miðvikudag.

Helgi Egilsson situr ár í viðbót sem formaður. Með honum í stjórn eru Bjartur Týr Ólafsson, Jónas G. Sigurðsson, Sigurður Ýmir Richter, Baldur Þór Davíðsson, Matteo Meucci og Ottó Ingi Þórisson. Úr stjórn fara Heiða Aðalbjargar, SIgurður Ragnarsson og Þorsteinn Cameron og þökkum við þeim kærlega fyrir óeigingjarnt framlag til klúbbsins undanfarin ár!

Skýrsla stjórnar klúbbsins fyrir árið 2017 er komin á heimasíðuna, undir liðinn „fundargerðir“

Við undirbúum nú spennandi dagskrá fyrir haustið og stefnum meðal annars á að halda upp á fertugsafmæli Alpaklúbbsins í nóvember.

Næsta fréttaglefsa er úr Eyjafréttum og fjallar um Alpaklúbbsferð Páls Sveinssonar, Bjart Týs, Ottós Inga og Rúnu Thorarensen til Ítalíu í september:

(Icelandic) Hönnun á nýjum skála ÍSALP

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Teikning af nýja Bratta

Nú styttist í að Nýi-Bratti verði fluttur upp í Botnssúlur. Björgunarsveit Akraness og vinir hafa unnið gríðarmikla undirbúningsvinnu í Súlnadal í sumar og þar er núna allt tilbúið fyrir komu skálans.
Næstu skref snúast um að gera skálann sjálfan tilbúinn til flutnings.
Nú leitum við að hugmyndum um hvernig skálinn myndi best nýtast klúbbnum. Ef þú ert með hugmynd að einhverju sem við kemur skálanum, hvort sem það er alsherjarhönnun, eða bara eitt lítið smáatriði, þá viljum við gjarnan heyra af því.

Hvað þarf að vera svefnpláss fyrir marga? Hvernig er best að raða kojum? Hvernig á að haga kyndingu? Hvernig lit viljum við á klósettsetuna?

Áætlað er að september og október fari í hönnunarvinnu en þar á eftir byrji smíðavinna og frágangur á skála fyrir flutning.

Tökum við hugmyndum á stjorn@isalp.is og stofnaður umræðuþráður hér á vefnum.

Nýi skálinn að utan

…Og innan

(Icelandic) Frítt dótaklifurnámskeið og STARDALSDAGURINN 2017

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Mynd úr Stardal – fengin að láni frá Ágústi

Alpaklúbburinn býður klúbbfélögum upp á frítt dótaklifurnámskeið (e. Trad climbing) í Stardal laugardaginn 24.júní. Þátttakendur skrái sig til leiks með nafni, símanúmeri og netfangi í gegnum stjorn@isalp.is . Skráning er nauðsynleg til að hægt sé að áætla fjölda leiðbeinenda. Farið verður úr bænum kl. 09.00 á laugardagsmorgun og má gera ráð fyrir að námskeið standi til ca. 18.00.

Daginn eftir (sunnudaginn 25.júní) verður hinn árlegi Stardalsdagur haldinn. Dagurinn er með frjálslegu sniði og gengur út á það að Ísalparar fjölmenni í Stardal og klifri saman. Verðlaun veitt fyrir besta búninginn. Skyldumæting fyrir alla nýliða og alla ofurhuga í klúbbnum.

-Stjórnin

Heimsókn frá Alpaklúbbi Písa í febrúar

Í febrúar eiga ÍSALParar von á heimsókn frá fjórum Ítölum, sem eru meðlimir í Alpaklúbbi Písa.
Þessi heimsókn er fyrsti liðurinn í samstarfi klúbbanna tveggja og standa væntingar til þess að heimsóknir verði framvegis árlegar, þ.e. að við hýsum hóp annað hvert ár og sendum svo hóp hitt árið til Písa.

Ítalskt ísklifur. Mynd: Jonathan Griffith
Ítalskt ísklifur. Mynd: Jonathan Griffith

Þann sjötta febrúar koma til landsins hinir galvösku Giovanni, Vitaliano, Mauro og Fransesco og verða þeir hér á landi til 13.febrúar og taka meðal annars þátt í Ísklifurfestivali klúbbsins.

Continue reading

Alþjóðlegur klifurfundur BMC í maí 2017

Jon Garside tók myndina
Jon Garside tók myndina

Alpaklúbburinn styrkir tvo meðlimi til þátttöku í Klifurviku British Mountaineering Council 13.-20.maí 2017. Við höfum pláss fyrir einn strák og eina stelpu og þurfa umsækjendur að vera vanir að leiða dótaklifur.

https://www.thebmc.co.uk/bmc-international-meets

Klifrað verður í Bosigran: Sjávarhömrum úr graníti í Cornwall.
https://www.thebmc.co.uk/cornish-sea-cliff-climbing-join-the-bmc-international-meet-2017

Styrkur er 50.000 kr./umsækjanda.

Endilega sendið umsóknir á stjorn hja isalp . is.

Ice climbing course for beginners

bjoggi_isklifur

ISALP invites it’s members to participate in a two days ice climbing course next week, Wednesday at 8 pm in Klifurhúsið and either Saturday or Sunday (10/11th of December) depending on weather and conditions.

Limited number of participants. Please register through stjorn @ isalp . is and you will get a reply soon confirming the participation. There is no participation fee but the course is open only to members.

Participants have to bring their own ice axes, climbing crampons, stiff shoes, harness, helmet, carabiner and a belay device.

The main instructor will be Matteo Meucci

(picture: courtesy  of Björgvin Hilmarsson)

(Icelandic) Aukaaðalfundur og tvær myndasýningar þriðjudaginn 27.september

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Ársreikningur síðasta árs verður lagður fram til samþykktar í salnum í Klifurhúsinu kl. 20 á þriðjudaginn. Að því loknu bjóða klúbbfélagar upp á tvær myndasýningar.
Annars vegar mun Ingunn Ósk Árnadóttir segja okkur frá ferð sinni til Wales í sumar þar sem hún tók þátt í alþjóðlegum klifurhittingi kvenna. Hins vegar munu Eysteinn Hjálmarsson og Ævar Ómarsson segja okkur frá nýlegri fjallamennskuferð þeirra til Íran, þar sem þeir klifruðu spennandi alpaklifurleið með íranska klifurlandsliðinu.
_MG_1795Sabalan

(Icelandic) Aðalfundur 13.september 2016

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

 

Aðalfundur Íslenska Alpaklúbbisns verður haldinn í Klifurhúsinu, Ármúla 23, þriðjudaginn 13.september  kl. 20:00

Dagskrá fundarins er skv. lögum félagsins:

1. Kosning fundarstjóra sem síðan skipar fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar, undirritaðir af tveimur skoðunarmönnum.
4. Lagabreytingar.
5. Kjör formanns Ísalp og meðstjórnenda.
6. Kjör uppstillingarnefndar.
7. Kjör tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
8. Ákvörðun árgjalds næsta árs.
9. Önnur mál.

Atkvæðisbærir og kjörgengir eru þeir einir sem greitt hafa árgjald síðastliðins árs fyrir upphaf aðalfundar. Framboð skulu hafa borist fyrir 3.september en einnig er heimilt er  bjóða sig fram í lausar stöður ef einhverjar eru á aðalfundi.

Allar tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn (stjorn@isalp.is) fyrir 3.september.

Í liðnum „önnur mál“ munum við afgreiða Brattamálið. Nánari kynning á því mun birtast fljótlega.

Lausar stöður meðstjórnenda eru þrjár talsins auk þess sem kosinn verður staðgengill Katrínar Möller, gjaldkera sem á eftir eitt ár af tveggja ára kjörtímabili sínu.
F.h. stjórnar, Helgi Egilsson, formaður

sjá lög klúbbsins hér

(Icelandic) Fundur #2 um framtíð Bratta

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Á þriðjudaginn síðasta var haldinn umræðufundur um Bratta. Formaður hélt kynningu um sögu málsins og kynnti samkomulag milli ÍSALP og FÍ sem lesa má um hér á heimasíðunni. Þá hélt Sissi gott erindi um aðra möguleika í málinu. Að kynningum loknum voru umræður um málið. Í alla staði góður fundur og til þess fallinn að skapa breiða sátt um framtíð Bratta. Við ætlum að halda þessum umræðum áfram og stefnum á að hittast þriðjudaginn í næstu viku, 23.ágúst kl. 20 í Klifurhúsinu.

(Icelandic) Fjallamennskuferð til Íran

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Sabalan

Félögum í Íslenska Alpaklúbbnum býðst að taka þátt í fjallamennsku-sumarbúðum Íranska Alpaklúbbsins 23.- 31.ágúst næstkomandi.
Hápunktur vikunnar verður klifur á fjallið Sabalan (4.811 m) eftir tæknilegri en öruggri leið.

Dagskráin er eftirfarandi:

23.8: Mæting á hótel í Tehran.

24.8: Seinni partinn verður farið til Ardebil sýslu

25.8: Ekið til þorpsins Shabil og gengið í skála

26.8: Ísklifurnámskeið og hæðaraðlögun

27.8: Ísklifurnámskeið og toppadagur á Sabalan

28.8: Lækkun í átt að Shabil og heimsókn til íranskra hirðingja

29.8: Komið til Shabil. Hverabað.

30.8: Borgarrölt um Ardebil, galakvöldverður og transport til Tehran.

31.8: Skoðunarferð um Tehran og prógrammi lýkur.

Hægt er að lengja dvölina og ganga að prógrammi loknu á fjallið Damavand. Þá lýkur ferðinni 8. september.

Umsækjendur skulu vera á aldrinum 18-32 ára. Umsóknir og óskir um frekari upplýsingar skulu sendar á stjorn (hja) isalp.is. Að búðunum standa “Fjallamennsku- og klifursamtök Íran” og ungliðahreyfing Alþjóðlegu fjallamennsku- og klifursamtakanna (UIAA). Þáttökugjald er 500 evrur en ÍSALP styrkir hvern þátttakanda um 75.000 kr. Stjórn ÍSALP mun velja úr umsækjendum. Umsóknarfrestur er til 1.ágúst, og skráningu á námskeiðið lýkur 5.ágúst.

(Icelandic) ÍSALP og FÍ gera samkomulag um framtíð fjallaskálans Bratta

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

 

Bratti_kóp

ÍSALP og Ferðafélag Íslands (FÍ) hafa komist að samkomulagi um sameiginlegt eignarhald og rekstur á fjallaskálanum Bratta sem til stendur að flytja í Súlnadal í Botnssúlum. Samkomulagið er svohljóðandi:
ÍSALP leggur til skálann í núverandi mynd og mun FÍ ábyrgjast að koma skálanum á sinn stað og bera allan kostnað af uppsetningu hússins, þar með talið flutning, þarfagreiningu, hönnun, vinnu við innréttingu og uppsetningu. Stefnt er að því að skálinn verði kominn upp og tilbúinn til notkunar vorið 2017. Eignarhlutur fjallaskálans mun skiptast jafnt milli félaganna tveggja. Tekjur af gistingu í skálanum skulu renna til viðhalds og uppbyggingar skálans og að öðru leyti til ÍSALP. Formlegur samningur um notkun skálans mun liggja fyrir 15.september 2016.


 

(Icelandic) Rannsókn á viðhorfum útivistarfólks til miðhálendisins

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Óskað hefur verið eftir þáttöku félagsmanna Alpaklúbbsins í rannsókn sem er hluti af meistaraverkefni Michaels Bishops. Endilega smellið á hlekkinn hér að neðan og svarið spurningunum.

Hér með er vinsamlegast óskað eftir þátttöku félagsmanna Íslenska Alpaklúbbsins í rannsókn á viðhorfum útivistarfólks til miðhálendis Íslands.

Rannsóknin er hluti af mastersverkefni mínu í landfræði við Savoie Mont-Blanc háskóla í Frakklandi. Í vetur hef ég stundað nám sem skiptinemi við Háskóla Íslands og fékk þá mikinn áhuga á málefnum miðhálendisins. Þar sem megnið af fyrirliggjandi rannsóknum á hálendinu hefur snúið að erlendum ferðamönnum, ákvað ég að beina minni rannsókn að íslensku útivistarfólki.

Markmið rannsóknarinnar er að kanna viðhorf til miðhálendis Íslands á meðal íslensks útivistarfólks sem og viðhorf þess til stofnunar þjóðgarðs á miðhálendinu. Í rannsókninni er sérstaklega horft á eftirtalda þrjá þætti:

–       hvernig skynja svarendur miðhálendið og gildi þess?
–       hvernig skilgreina þeir mögulegar ógnir gagnvart miðhálendinu?
–       hver eru viðhorf þeirra til hugmynda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu?

Rannsóknin felst í netkönnun með rétt um 25 spurningum. Könnunin er nafnlaus og því verður ekki unnt að rekja svör til einstakra þátttakenda. Æskilegt er að þátttakendur svari öllum liðum könnunarinnar en þeir geta þó sleppt því að svara einstökum spurningum, kjósi þeir þess. Það tekur um það bil 15 mínútur að svara könnuninni.

Til þess að markmið rannsóknarinnar náist er afar mikilvægt að fá svör frá stórum og breiðum hópi íslensks útivistarfólks. Ég bið þig því vinsamlegast að framsenda bréf þetta til félagsmanna í þínum samtökum. Boðsbréf um þátttöku í rannsókninni hefur verið sent til forsvarsmanna tíu íslenskra útivistarsamtaka sem til samans ná yfir helstu hópa útivistarfólks á miðhálendinu. Eins og í öllum rannsóknum sem þessum er góð þátttaka mikilvæg forsenda fyrir áreiðanlegum niðurstöðum og því vonast ég til þess að sem flestir meðlimir í Íslenska Alpaklúbbnum muni taka þátt.

Hægt verður að svara netkönnuninni á tímabilinu 27. apríl til og með 6. maí, það er í tíu daga. Æskilegt er að þátttakendur svari könnuninni sem fyrst, það flýtir fyrir úrvinnslu niðurstaðna. Hér að neðan er hlekkur á könnunina:

https://utivistarfolkamidhalendinu.typeform.com/to/V25Snj

Rétt er að vekja athygli á því að þetta er fyrsta rannsókn sinnar tegundar á Íslandi. Með þátttöku í henni gefst svarendum ekki aðeins kostur á að leggja vísindunum lið heldur einnig að koma skoðunum sínum um stöðu og framtíð miðhálendisins á framfæri.

Skýrsla um könnunina og niðurstöður hennar verður send til allra félagasamtaka sem leitað hefur verið til þegar verkinu er lokið og einnig gerð aðgengileg á veraldarvefnum.

Kærar þakkir fyrir aðstoðina og bestu kveðjur,

Michaël Bishop
(netfang: mvb3@hi.is)

(Icelandic) Varhugaverðar aðstæður á Öræfajökli

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

bjarturFélagi okkar í Alpaklúbbnum hrapaði 20 metra ofan í sprungu í Hvannadalshnjúk á fimmtudaginn síðasta. Hér má lesa viðtal við hann. Það eru greinilega óvenjulegar aðstæður á Öræfajökli á þessum árstíma. Galopnar sprungur og glerhart færi. Förum varlega.

 

 

(Icelandic) Ísklifurpartý í Gufunesi á morgun, föstudag!

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Nú er Gufunesturninn dottinn í aðstæður og því tilvalið að stökkva á hann áður en að næsta lægð kemur.

Planið er að byrja klukkan 19:00 á föstudagskvöldið, teknir verða tímar á þeim sem vilja til klukkan 20:30. Um 21:00 verður útsláttarkeppni milli einstaklinganna með átta bestu tímana, þar til einn stendur eftir sem hraðaklifurmeistari Ísalp.

Til stendur að vera með grill í gangi, pulsur og meðlæti og einnig skemmuna við hliðina á og klósettaðstöðu.

Stjórn lofar partýmússík, flóðlýsingu og gógó-dönsurum.

Ekki láta þig vanta á þennan magnaða viðburð!

(Icelandic) Skráning á Ísklifurfestival 12.-14.feb hafin

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

 

Mynd: Arnar Emilsson
Mynd: Arnar Emilsson

Ísklifurfestival klúbbsins verður haldið í Kaldakinn. Skráning er hafin og fer fram á þessum umræðuþræði. Þar koma einnig fram verð fyrir gistingu og mat. Við mælumst til þess að fólk skrái sig sem fyrst svo staðarhaldarar geti undirbúið sig sem best. Eins og alltaf munu aðstæður á endanum ráða hvort af festivalinu verður. Skráningin gildir því með þeim fyrirvara að að festivalinu verði.

Verði aðstæður óhagstæðar verður fundinn annnar staður með stuttum fyrirvara.