Búlandstindur Austurveggur WI 5

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Austurveggurinn á Búlandstindi (1069m) við Berufjörð var klifraður 20. febrúar 2016.
Okkur vitanlega er þetta frumferðin upp vegginn en vitað er um eitt teymi sem fór ca. hálfa leið upp fyrir 6 árum en óvíst hvort aðrir hafi reynt fyrr eða síðar.

A-veggurinn rís nánast beint úr sæ og býður því upp á einn af hæstu (samfelldu) bröttu fjallaveggjum landsins.
Það eru þrjár megin-línur upp vegginn og fórum við miðjulínuna.
Á myndinni sést ca. hvernig við þræddum upp megin ísþilin og eltum svo ísbunka og klettarif milli snjóklifurkaflanna.

Leiðin byrjaði í hressandi WI5+ hafti, því skeggið náði ekki alveg niður en annars var erfiðleiki íshaftanna yfirleitt ekki meira en WI4-5.
Alpaklifurhöftin voru missnúin – flest frekar þægileg með plasteruðum ís utan á, en þau urðu tortryggðari eftir því sem ofar dró og í restina var þetta nánast ótryggjanlegt (og sketchy klifur í þokkabót).

Fórum fyrri partinn í hefðbundnu ísklifri (“pitched”)  en færðum okkur svo yfir í simul-klifur með einstaka hafti “pitched” þegar ofar dró.
1. spönn – 70m WI5+ byrjunarhaft og WI4/5 eftir það með snjóstalli á milli.
2. spönn – 70m WI3/4 tengispönn. Snjóstallur með stuttu en sketchy þunnu íshafti. Hliðrað um 30m til hægri inn að megin ísþilinu.
3. spönn – 60-70m WI4+ í þunnum ís í skemmtilegri rennu.
4. spönn – 60-70m WI4/5 í þykkari en brattari ís (tvö höft).
Hér skiptum við svo yfir í simul-klifur og tryggðum í bland í ís, snjó og grjót (skrúfur, snjóhælar, hnetur og fleygar).
Nóg af ísbunkum framan af nema þegar við áttum ca. 1/4 eftir, þá var orðið minna framboð og alvarleikinn orðinn þeim mun meiri…

Vinstri megin línan virðist vera af svipuðum kalíber og okkar lína en hægri línan er verulega mikið erfiðari, WI6 jafnvel…

Skrái leiðina sem WI5, því WI5+ dæmið var bara fyrstu 5m og í meiri ís væri fyrsta haftið eflaust bara WI4+ eða WI5.

Fyrst farin: 20. febrúar 2016, Sigurður Tómas Þórisson og Róbert Halldórsson

Myndræna ferðasögu má sjá hér.

Crag Berufjörður
Sector Búlandstindur
Type Ice Climbing

Svartur á leik M 10

Leiðin er í stóra þakinu vinstra megin við Nálaraugað. Leið B4 á myndinni.

Klifrað er upp WI4/5 ísþil undir þakinu, ca. 15m (tryggt var með 4 ísskrúfum á þessum kafla).
Þá tekur við ~45° yfirhangandi eðal drytool kafli, 6-8m, sem er afgerandi erfiðasti hluti leiðarinnar (4 boltar í þessum kafla).
Eftir yfirhangið tekur við 6-8m tæknilegur lóðréttur eða létt yfirhangandi klettaveggur (með tveimur boltum) með þunnum ísbunkum upp í tveggja bolta akkeri.
Samtals 6 boltar auk tveggja bolta akkeris.
Lengd leiðarinnar er um 25-30m upp í akkerið en hægt er að klifra  ca. 5m WI3 í viðbót upp slabbið ofan akkerisins (og tryggja þá með skrúfum).

ATH! Gráðuna M10 má ekki taka of hátíðlega og er hún bara til viðmiðunar til að byrja með. Talið er að leiðin sé amk. M9 en gæti verið M9+ og jafnvel M10 (varla meira). Tíminn einn mun leiða það í ljós…

FF: 18. janúar 2016.
Róbert Halldórsson, Sigurður Tómas Þórisson

 

===========================

Hér gefur að líta myndaannál um smíði og rauðpunktun leiðarinnar.

Nálaraugað_þak_2

Ca. staðsetning boltanna í klettahluta leiðarinnar.
Þegar leiðin var frumfarin var aðeins meira af í þilinu niðri og bunkarni uppi undir akkeri aðeins stærri. Sennilega er alveg hægt að klifra hana í þynnri aðstæðum en í frumferðinni en þarf þá að leysa toppinn eitthvað öðruvísi…

Crag Brynjudalur
Sector Nálarauga
Type Mix Climbing

Kertasníkir WI 5+

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Kertasníkir er glæsileg leið innst í Flugugili í Brynjudal, um 40m löng.
Leiðin er í vesturhluta gilsins (hægra megin), beint á móti hinum fræga Óríon.

Aðkoma að leiðinni er eins og að Óríón, þ.e. upp botn Flugugils.
Brölt hægra megin í brattri mosabrekku framhjá slæðufossinum miðja leið inn gilið (farið varlega hér!) og upp nokkur stutt og létt íshöft eftir það.
Eftir síðustu íshöftin blasir leiðin við upp til hægri og þarf að fara upp nokkuð bratta (og harða) skriðu upp að leiðinni. Hér er einnig vissara að fara með gát.

Helstu niðurleiðir í boði eru:

  • niður gilið aftur. Farið suður (upp) eftir gilbarminum að botni gilsins og þar niður
    • það getur þurft að niðurklifra nokkur stutt íshöft efst (og svo sömu höft og í aðkomunni)
  • hjá Ýringi. Farið eftir gilbarminum til suðurs (upp) framhjá gilbotninum og haldið áfram til austurs fyrir ofan Óríon og skerið skáhallt norður og niður (austur) niður hlíðina niður að Ýringi. Þar er hægt að klöngrast sæmilega fráum fótum báðu megin við gilið með smá zikk-zakk leikfimi.

NB Leiðin er skráð WI5+ en er mjög breytileg eftir aðstæðum. Getur rokkað frá WI4+ og upp í WI6 eftir ís- og snjómagni.

FF: Jökull Bergmann og Ásmundur Ívarsson (Athuga!! nöfn og ár!!)
Heitir hún ekki örugglega Kertasníkir annars?

Crag Brynjudalur
Sector Flugugil
Type Ice Climbing

Espresso M 6

Route number C1.

Few meters east of Íste.

Steep and tricky start but it gets less steep quickly. Slab in the middle and a tricky final part.
Bolted bottom up and has a two bolt top anchor. Tvo bolts are under small roofs that you pass and should not go under ice so easily. Also the first two bolts should stay ice free because most of the ice forms on the wall to the left. Bolt on a knob at the left side of the slabb. Better find it if the route is dry.

Should be climbable with the first frost, good moss crack that you follow after the first section and tightly bolted in most places.
One bolt is in the rock 5m above the top anchor. Easier to make a belay there, the two bolt anchor is more for top rope.

WI5/M6, 35 m

FA: Sigurður Tómar, Róber og Baldur Þór, 13. December 2014

 

Crag Múlafjall
Sector Testofan
Type Mix Climbing

Íste WI 5

Route number C3.

Three bolts in the starting overhang. So quite safe climbing up the icicle even if it doesn’t reach all the way down og doesn’t handle screws.

No matter that, the route is quite serious because the top part is also tricky.

Top anchor at the top and a single bolt in the rock a few meters higher, above Pabbaleiðin (C5=

Ca. 30m löng

Crag Múlafjall
Sector Testofan
Type Ice Climbing