FAS eða Furðulega Algengar Spurningar
- Skrá nýjan notenda / sækja gamalt lykilorð
- Breyta upplýsingum um notenda / breyta smámynd notenda
- Ég vil verða meðlimur í ÍSALP
- Skrá nýja leið / nýtt klifursvæði í gagnagrunn
- Skrá leiðir sem þú hefur farið eða vilt fara í þinn persónulega gagnagrunn
- Skrá nýjustu aðstæður fyrir klifursvæði og leiðir
- Hefja nýja umræðu eða skrifa svar við umræðu á umræðusvæðum ÍSALP
1. Skrá nýjan notenda / sækja gamalt lykilorð
Til að skrá nýjan notenda skal smellt á Skrá inn lengst til hægri á efstu valmynd síðunnar. Þá birtist valmynd sem gerir notendum kleyft að skrá sig inn, ef þú átt ekki enn notenda þá geturðu valið þar neðst Nýskráning.
Ef þú hefur tapað lykilorði þínu þá skaltu fylgja sömu leiðbeiningum nema velja Týnt lykilorð?, við hliðin á Nýskráning.
2. Breyta upplýsingum um notenda / breyta smámynd notenda?
Þegar þú ert skráð/ur inn á vefinn birtist efst á síðunni dökk rönd. Þar lengst til hægri birtist valmynd þegar þú dregur mús þína yfir notendanafnið þitt.
Smellið hér á Breyta upplýsingum um mig. Þá birtist valmynd sem gerir ykkur kleyft að breyta Eiginnafni, Kenninafni, Stuttnefni (Þetta er það sem aðrir notendur sjá), Netfangi, Veffangi, Persónuupplýsingum, velja nýtt lykilorð og breyta um smámynd (Avatar) notenda.
Athugið að einnig er hægt að nálgast þessa valmynd með því að velja stjórnborð þegar músinni er haldið yfir “Ísalp” lengst til vinstri í sömu dökku valmynd, efst á síðunni. Þar er einnig hægt að nálgast aðra forvitnilega hluti fyrir notendur.
3. Ég vil verða meðlimur ÍSALP
Snilld! Gleður okkur að heyra! ÍSALP snýst um margt annað en þessa vefsíðu. Íslenski Alpaklúbburinn á sér langa sögu í fjallamennsku á Íslandi. Eins og er þá rekum við 2 fjallaskála, við höldum uppi viðburðaríkri dagskrá yfir árið og gefum út árlegt ársrit. Félagið er rekið af ást og áhuga meðlima en það stendur einnig fyrir dýrum kostnaðarliðum tengdum rekstri þess. Því fögnum við hverjum sem leggur hönd á plóginn og gerist meðlimur! Það er ykkur að þakka að ÍSALP gengur enn!
Til að gerast meðlimur og njóta allra þeirra fríðinda og kjara sem fullgildir meðlimir hafa þá skaltu senda tölvupóst á stjorn@isalp.is með fullu nafni, heimilisfangi og kennitölu!
4. Skrá nýja leið / nýtt klifursvæði í gagnagrunn
Eina leiðin til að halda utan um og þróa áfram þennan glæsilega gagnagrunn er með ykkar hjálp! Það vantar enn upplýsingar og myndir um heilu klifursvæðin og í mörgum þeim klifursvæðum sem komin eru þá vantar oft leiðir! Það er undir okkur komið að viðhalda og uppfæra þennan gagnagrunn um leið og nýjar eða betri upplýsingar berast.
Ef þú heldur að þú hafir frumfarið nýja leið þá mælum við með því að staðfesting sé fengin á umræðuborðum ÍSALP en þar er árlega umræða um nýjar leiðir á hverjum vetri. Ef það kemur í ljós að um nýja leið sé að ræða þá er um að gera að skrá hana í gagnagrunninn!
Athugið að annáll fjallamennsku á Íslandi sem birtur er í ársritum ÍSALP er að miklu leiti byggður á þeim umræðu þráðum og því mikilvægt að nýjar leiðir séu kynntar þar.
Til að skrá leið eða klifursvæði í gagnagrunninn skal velja Færsla undir +Nýtt í dökku valmyndinni efst á síðunni.
Þá birtist valmynd sem býður þér að rita nýjan titil, fylla út meginmál og velja ýmsa aðra möguleika.
Byrja skal á því að velja hvort þú ætlir að skrá nýtt Klifursvæði eða nýja Klifurleið. Hakið við það sem þið viljið gera neðst hægra megin á þessari valmynd undir flipanum “Flokkur”.
Byrjum á því að skoða hvað gerist ef valið er Klifursvæði:
Nú bætast við nokkrir nýjir valmöguleikar á síðuna fyrir neðan meginmálið sem sést hér að ofan. Hægt að skrifa leiðarlýsingu um það hvernig best er að komast að klifursvæðinu, haka við hvers konar klifur er að finna á svæðinu, merkja svæðið inn á korti, hlaða upp ljósmynd af svæðinu (Athugið að myndin kemur langbest út ef hægt er að hafa hana í stærðinni 1400x400px). Einnig er hægt að hlaða upp myndbandi af svæðinu ef þið eigið þannig til.
Þegar þú hefur fyllt þetta út samviskusamlega þá er hægt að vista nýja klifursvæðið sem drög eða senda það í yfirlestur. Stjórn mun þá fara yfir tillögu þína og síðar samþykkja hana. Einnig er hægt að forskoða klifursvæðið þitt til að sjá hvernig það mun birtast á heimasíðunni.
Ef valin er Leið, fyrir staka nýja klifurleið birtast aðrir möguleikar:
Nú hefur bæst við fyrir neðan meginmálið að hægt er að velja tegund klifurs (ísklifur, mixklifur og alpaklifur), erfiðleikagráðu leiðarinnar, í hvaða klifursvæði klifurleiðin finnst og að auki er hægt að skrifa inn nafn á sector eða hluta hvers klifursvæðis leiðin finnst í (T.d. er Skessuhorn sector í Skarðsheiði.) Einnig er hægt að bæta við mynd og hvetjum við til þess að allavega ein myndin lýsi vel leiðinni og hennar helsta nágrenni til að auðvelda notendum að finna hana. Ef hægt er að setja inn yfirlitsmynd af svæðinu með leiðina merkta inn þá er það einnig gagnlegt og má setja inn í meginmálið um leiðina með því að nota “Add Media” hnappinn. Svo er einnig hægt að bæta við myndbandi.
5. Skrá leiðir sem þú hefur farið eða vilt fara í þinn persónulega gagnagrunn
Þegar þú hefur skráð þig inn þá opnast fyrir þér ný leið til að persónugera notkun þína á vefsíðunni. Notendur geta hakað við þær leiðir sem þeir hafa klifrað, þær leiðir sem þeir elskuðu og þær leiðir sem þeim langar til að klifra.
Finndu leiðir sem þú hefur klifrað eða langar til að klifra með því annaðhvort að leita af þeim í leitarkassanum efst hægra megin, flétta í gegnum klifursvæðin eða lesa yfir leiðirnar í leiðir listanum.
Þegar þú hefur fundið leiðina sem þú vilt skrá þá skaltu taka eftir merkjunum hægra megin við nafn leiðarinnar.
Þar sést hjarta, tick og skotmark. Þegar þú hakar við hjartað þá merkir það að þú elskir tiltekna leið. Tick merkið sýnir að þú hefur farið hana og skotmarkið að þú vilt einn daginn fara hana!
Þegar þessu er lokið geturðu farið í Leiðir á ný og sýnt einungis þær leiðir sem þú vilt klifra, þær leiðir sem þú hefur klifrað eða þær leiðir sem þú elskar
6. Skrá nýjustu aðstæður fyrir klifursvæði og leiðir
Keyrðiru í gegnum Hvalfjörð í dag eða áttirðu leið fram hjá Haukadal? Þó að þú hafir ekki náð að klifra þá getur það litla sem þú sást út um gluggan hjálpað ófáum við að skipuleggja komandi helgarklifurferð! Því höfum við gert notendum kleyft að skrá við hverja leið og hvert klifursvæði athugasemdir.
Þessar athugasemdir birtast á forsíðunni í kassanum “Nýjustu Aðstæður”. Endilega skráið inn það sem þið sjáið á leið ykkar um landið. Allar upplýsingar eru af hinu góða og koma vonandi í veg fyrir fýluferðir margra.
7. Hefja nýja umræðu eða skrifa svar við umræðu á umræðusvæðum ÍSALP
Til að taka þátt í umræðum á vefsíðu ÍSALP skal velja Umræður í efstu valmyndinni. Þá birtist listi af undirflokkum fyrir hvert umræðuefni. Veljið þann flokk sem er viðeigandi að hverju sinni.
Neðst innan hvers flokks er hægt finnst kassi titlaður “Búa til nýja umræðu í (þessum flokk)”
Hér skaltu velja titilinn á umræðunni sem þú vilt hefja, skrifa meginmálið í erindinu þínu og valið auka leitarorð (það er þó ekki nauðsynlegt). Hægt er að haka við “Sendu mér póst ef svar berst” til að fá fréttir í pósthólfið tengt reikningi þínum ef svar berst við umræðunni þinni.
Ef þið viljið bæta við myndum eða öðrum skrám þá er hægt að hlaða þeim inn með því að velja Choose File í Attachments kassanum. Stærðin er takmörkuð við 512kb fyrir hverja skrá.
Til að skrifa svar við einstökum umræðum er einnig leitað neðst í tilteknum umræðuþræði en þar finnst svipaður kassi undir nafninu “Reply to: Nafn á umræðu”.