Brunnhorn

Leið sem spíralar sig upp á miðtind Brunnhorns.

200 metrar, AD+ III 5.4, 6 spannir og ein gönguspönn

Klifrið byrjar frá söðlinum í nyrðra skarði Brunnhorns.

  1. spönn: Liggur upp bratt haft með grasi, síðan eftir syllukerfi, fyrst til vinstri og svo til hægri þar til komið er að stórum kletti. Þar má gera stans á góðri syllu.
  2. spönn: Hliðrun um heila línulengd út til hægri eftir grónum syllum, fram hjá bröttum vegg og litlum steinboga. Stans undir enda veggjarins.
  3. spönn: Stutt en bratt og frekar tæpt haft sem þarf nokkrar taugar í.
  4. spönn: Hryggur sem liggur í átt að tindinum, aftur fram hjá steinboganum og inn að litlum vegg sem gleypir við bergtryggingum.
  5. spönn: Ganga upp sundurskorna grasbrekku. Stans undir höfuðvegg hornsins. Næst fikarar leiðin sig réttsælis um tindinn.
  6. spönn: Hliðrun um línulengd eftir mis tæpum syllum og endar á rúmgóðri syllu undir frekar stuttu en bröttu, grónu og mjög lausu hafti. Haftið skyggir á toppinn. Klifrið er sleipt og laust, sprungurnar tryggjanlegar en óvíst hverju tryggingarnar halda. Haftið endar á litlum toppahrygg norðan í tindinum.
  7. spönn: Er rétt tæp línulengd. Án efa tæknilega erfiðasta klifrið á leiðinni en loksins eru berggæðin orðin ástættanleg og hægt að koma fyrir sæmilegum tryggingum.

Ítarleg umfjöllun um leiðina birtist í ársriti Ísalp fyrir árið 2021.

FF: Valdimar Harðarsson, Guðni Bridde og Björgvin Richardsson, 1994

Crag Vestrahorn
Sector Brunnhorn
Type Alpine
Markings

1 related routes

Brunnhorn

Leið sem spíralar sig upp á miðtind Brunnhorns.

200 metrar, AD+ III 5.4, 6 spannir og ein gönguspönn

Klifrið byrjar frá söðlinum í nyrðra skarði Brunnhorns.

  1. spönn: Liggur upp bratt haft með grasi, síðan eftir syllukerfi, fyrst til vinstri og svo til hægri þar til komið er að stórum kletti. Þar má gera stans á góðri syllu.
  2. spönn: Hliðrun um heila línulengd út til hægri eftir grónum syllum, fram hjá bröttum vegg og litlum steinboga. Stans undir enda veggjarins.
  3. spönn: Stutt en bratt og frekar tæpt haft sem þarf nokkrar taugar í.
  4. spönn: Hryggur sem liggur í átt að tindinum, aftur fram hjá steinboganum og inn að litlum vegg sem gleypir við bergtryggingum.
  5. spönn: Ganga upp sundurskorna grasbrekku. Stans undir höfuðvegg hornsins. Næst fikarar leiðin sig réttsælis um tindinn.
  6. spönn: Hliðrun um línulengd eftir mis tæpum syllum og endar á rúmgóðri syllu undir frekar stuttu en bröttu, grónu og mjög lausu hafti. Haftið skyggir á toppinn. Klifrið er sleipt og laust, sprungurnar tryggjanlegar en óvíst hverju tryggingarnar halda. Haftið endar á litlum toppahrygg norðan í tindinum.
  7. spönn: Er rétt tæp línulengd. Án efa tæknilega erfiðasta klifrið á leiðinni en loksins eru berggæðin orðin ástættanleg og hægt að koma fyrir sæmilegum tryggingum.

Ítarleg umfjöllun um leiðina birtist í ársriti Ísalp fyrir árið 2021.

FF: Valdimar Harðarsson, Guðni Bridde og Björgvin Richardsson, 1994

Leave a Reply